Morten Beck upp á Skaga, Arnar Sveinn í Fylki, Ólöf Sigríður í Þrótt á láni | Fjöldi félagaskipta í gluggalok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 17:00 Arnar Sveinn Geirsson hefur samið við Fylki. Hér er hann í leik með Blikum. Vísir/Vilhelm Það var nóg um að vera í gærkvöld er knattspyrnulið landsins gerðu hvað þau gátu til að sækja leikmenn skömmu fyrir gluggalok. Félagaskiptaglugginn hér á landi lokaði nefnilega á miðnætti. Stærstu félagaskipti síðustu daga eru þau að Kjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við KR á nýjan leik og Sölvi Snær Guðbjargarson samdi loks við Breiðablik eftir miklar vangaveltur undanfarnar vikur. Hann kom frá Stjörnunni. Þá er vert að nefna að Danny Guthrie samdi við Fram og Marc Wilson við Þrótt Vogum en báðir léku í ensku úralsdeildinni á sínum tíma. Morten Beck Andersen hefur gengið til liðs við ÍA á láni frá FH. Hinn 33 ára gamli framherji hefur leikið með FH síðan 2019 en hann lék með KR sumarið 2016. Hann á að hjálpa Skagamönnum í baráttunni við að halda sæti sínu í deildinni. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann fær að spila með ÍA gegn FH í kvöld. Eitt svona fyrir svefnin!Bjóðum Morten Beck hjartanlega velkomin uppá Skaga pic.twitter.com/z4iVG7Qflk— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) May 12, 2021 Sigurður Hrannar Þorsteinsson fór frá Skipaskaga niður á Seltjarnarnes seint í gærkvöldi. Um er að ræða 21 árs gamlan miðjumann sem kom við sögu í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar með ÍA. Nú mun hann reyna hjálpa Gróttu að reyna komast upp úr Lengjudeildinni í annað sinn á þremur árum. Arnar Sveinn Geirsson er genginn til liðs við Fylki á nýjan leik eftir að hafa leikið með liðinu á láni frá Breiðabliki á síðustu leiktíð. Arnar Sveinn er uppalinn hjá Val og varð til að mynda Íslandsmeistari með liðinu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur en mun eiga að hjálpa ungu liði Fylkis að lyfta sér upp töfluna í Pepsi Max deildinni. Atli Hrafn Andrason samdi við ÍBV til tveggja ára en hann hefur áður leikið með Breiðablik og Víking Reykjavík. Eyjamenn stefna upp úr Lengjudeildinni og Atli Hrafn vill eflaust fá að spila meira en hann hefur gert undanfarið. ÍBV samdi einnig við hollenska framherjann Seku Canneh á dögunum. Atli Hrafn til ÍBV https://t.co/eDDmLPrihg pic.twitter.com/6fiC8TAUs2— ÍBV Vestmannaeyjar (@IBVsport) May 12, 2021 Þá hefur Ólöf Sigríður Kristinsdóttir verið lánuð frá Val til Þrótt Reykjavíkur annað tímabilið í röð. Ólöf Sigríður skoraði sex mörk í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni með Þrótti síðasta sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Stærstu félagaskipti síðustu daga eru þau að Kjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við KR á nýjan leik og Sölvi Snær Guðbjargarson samdi loks við Breiðablik eftir miklar vangaveltur undanfarnar vikur. Hann kom frá Stjörnunni. Þá er vert að nefna að Danny Guthrie samdi við Fram og Marc Wilson við Þrótt Vogum en báðir léku í ensku úralsdeildinni á sínum tíma. Morten Beck Andersen hefur gengið til liðs við ÍA á láni frá FH. Hinn 33 ára gamli framherji hefur leikið með FH síðan 2019 en hann lék með KR sumarið 2016. Hann á að hjálpa Skagamönnum í baráttunni við að halda sæti sínu í deildinni. Forvitnilegt verður að sjá hvort hann fær að spila með ÍA gegn FH í kvöld. Eitt svona fyrir svefnin!Bjóðum Morten Beck hjartanlega velkomin uppá Skaga pic.twitter.com/z4iVG7Qflk— ÍA Akranes FC (@ia_akranes) May 12, 2021 Sigurður Hrannar Þorsteinsson fór frá Skipaskaga niður á Seltjarnarnes seint í gærkvöldi. Um er að ræða 21 árs gamlan miðjumann sem kom við sögu í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar með ÍA. Nú mun hann reyna hjálpa Gróttu að reyna komast upp úr Lengjudeildinni í annað sinn á þremur árum. Arnar Sveinn Geirsson er genginn til liðs við Fylki á nýjan leik eftir að hafa leikið með liðinu á láni frá Breiðabliki á síðustu leiktíð. Arnar Sveinn er uppalinn hjá Val og varð til að mynda Íslandsmeistari með liðinu. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í vetur en mun eiga að hjálpa ungu liði Fylkis að lyfta sér upp töfluna í Pepsi Max deildinni. Atli Hrafn Andrason samdi við ÍBV til tveggja ára en hann hefur áður leikið með Breiðablik og Víking Reykjavík. Eyjamenn stefna upp úr Lengjudeildinni og Atli Hrafn vill eflaust fá að spila meira en hann hefur gert undanfarið. ÍBV samdi einnig við hollenska framherjann Seku Canneh á dögunum. Atli Hrafn til ÍBV https://t.co/eDDmLPrihg pic.twitter.com/6fiC8TAUs2— ÍBV Vestmannaeyjar (@IBVsport) May 12, 2021 Þá hefur Ólöf Sigríður Kristinsdóttir verið lánuð frá Val til Þrótt Reykjavíkur annað tímabilið í röð. Ólöf Sigríður skoraði sex mörk í 14 leikjum í Pepsi Max deildinni með Þrótti síðasta sumar. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira