Bókuðu á víxl um stjórnarskrárverk í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2021 12:45 Verkið sem deilurnar standa um. Bæjarstjóri bauð flýtimeðferð til að koma verkinu upp aftur en ekki hefur náðst samkomulag við listamennina um það. Fulltrúar meiri- og minnihlutans í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar skiptust á bókunum í gær um umdeilt listaverk sem tengist kröfu um nýja stjórnarskrá sem var fjarlægt af vegg menningarhússins Hafnarborgar á dögunum. Minnihlutinn vildi biðja listamenn afsökunar en bæjarstjóri telur að skerpa þurfi verklagsreglur. Styr hefur staðið um verk sem hékk utan á Hafnarborginni í tengslum við sýninguna „Í leit að töfrum – tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro en var síðar fjarlægt. Verkið var dúkur sem á stóð „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaráðs“. Listamennirnir hafa sakað bæjaryfirvöld um ritskoðun. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, sagði að tilskilin leyfi fyrir verkinu hefðu ekki legið fyrir í síðustu viku. Til töluverðra umræðna kom um málið í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í gær eins og rakið er í fundargerð. Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlistans, lagði til að bæjarstjórnin ógilti ákvörðun bæjarráðs þar sem fjallað var um staðsetningu verksins og sagði faglega og listræna sýningarstjórn einstakra sýninga í Hafnarborg eiga erindi við bæjarráð. Tillaga Guðlaugar var felld með sex atkvæðum meirihluta fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og óháðra gegn fjórum atkvæðum minnihlutans. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Fordæmdu afskipti stjórnmálamanna Næst lögðu fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans fram tillögu um að bæjarstjórnin bæði listamennina tvo afsökunar á því að verkið hefði verið tekið niður. Rósa bæjarstjóri bókaði þá að skerpa þyrfti vinnu við verklagsreglur Hafnarborgar, hlutverk og umboð þeirra sem að safninu koma. Ekki síst ætti það við um hlutverk bæjarráðs og stjórnar Hafnarborgar. Fulltrúar minnihlutans lögðu þá enn fram bókun þar sem þeir sökuðu bæjarstjórann um að misskilja tillögu þeirra og rökstuðning fyrir henni. Tóku þeir undir yfirlýsingu Listráðs Hafnarborgar þar sem öll afskipti stjórnmálamanna af listrænni starfsemi safnsins voru fordæmd. Tillaga minnihlutans um að biðja listamennina afsökunar var felld með sömu sex atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum þeirra. Fulltrúi Miðflokksins sat aftur hjá. Sama gangi yfir alla Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks létu bóka að listaverkið umdeilda hefði verið tekin niður þar sem tilskilin leyfi hafi vantað fyrir uppsetningu þess. Hafnarborg væri í eigu bæjarins og þegar óskað væri eftir að setja upp skilti, myndverk eða annað á eða við húsnæði bæjarins þyrfti slíkt erindi að fara í formlegt ferli og afgreiðslu. „Þar gengur það sama yfir alla sem áhuga hafa á slíku. Formleg afgreiðsla lá ekki fyrir í þessu máli,“ sagði í bókuninni. Ekki hafi náðst samkomulag við listamennina um að koma verkinu aftur upp við listasafnið með flýtimeðferð samkvæmt málamiðlunartillögu bæjarstjóra sem bæjarráðs samþykkti í síðustu viku. Lýstu fulltrúar minnihlutans þá furðu og vonbrigðum með að fulltrúar meirihlutans hefðu fellt tillöguna um að biðja listamennina afsökunar og sökuðu þá um ósveigjanleika. „Undirrituð vilja fyrir sína hönd biðja listafólkið formlega afsökunar á þeirri meðferð sem þau hafa sætt af hálfu Hafnarfjarðarbæjar síðustu vikur,“ sagði í bókun sem þau Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir og Jón Ingi Hákonarson skrifuðu undir. Hafnarfjörður Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Styr hefur staðið um verk sem hékk utan á Hafnarborginni í tengslum við sýninguna „Í leit að töfrum – tillaga að nýrri stjórnarskrá“ eftir Ólaf Ólafsson og Libiu Castro en var síðar fjarlægt. Verkið var dúkur sem á stóð „Ekki kjafta ykkur frá niðurstöðum stjórnlagaráðs“. Listamennirnir hafa sakað bæjaryfirvöld um ritskoðun. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri, sagði að tilskilin leyfi fyrir verkinu hefðu ekki legið fyrir í síðustu viku. Til töluverðra umræðna kom um málið í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í gær eins og rakið er í fundargerð. Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlistans, lagði til að bæjarstjórnin ógilti ákvörðun bæjarráðs þar sem fjallað var um staðsetningu verksins og sagði faglega og listræna sýningarstjórn einstakra sýninga í Hafnarborg eiga erindi við bæjarráð. Tillaga Guðlaugar var felld með sex atkvæðum meirihluta fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og óháðra gegn fjórum atkvæðum minnihlutans. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá. Fordæmdu afskipti stjórnmálamanna Næst lögðu fulltrúar Viðreisnar, Samfylkingar og Bæjarlistans fram tillögu um að bæjarstjórnin bæði listamennina tvo afsökunar á því að verkið hefði verið tekið niður. Rósa bæjarstjóri bókaði þá að skerpa þyrfti vinnu við verklagsreglur Hafnarborgar, hlutverk og umboð þeirra sem að safninu koma. Ekki síst ætti það við um hlutverk bæjarráðs og stjórnar Hafnarborgar. Fulltrúar minnihlutans lögðu þá enn fram bókun þar sem þeir sökuðu bæjarstjórann um að misskilja tillögu þeirra og rökstuðning fyrir henni. Tóku þeir undir yfirlýsingu Listráðs Hafnarborgar þar sem öll afskipti stjórnmálamanna af listrænni starfsemi safnsins voru fordæmd. Tillaga minnihlutans um að biðja listamennina afsökunar var felld með sömu sex atkvæðum meirihlutans gegn fjórum atkvæðum þeirra. Fulltrúi Miðflokksins sat aftur hjá. Sama gangi yfir alla Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks létu bóka að listaverkið umdeilda hefði verið tekin niður þar sem tilskilin leyfi hafi vantað fyrir uppsetningu þess. Hafnarborg væri í eigu bæjarins og þegar óskað væri eftir að setja upp skilti, myndverk eða annað á eða við húsnæði bæjarins þyrfti slíkt erindi að fara í formlegt ferli og afgreiðslu. „Þar gengur það sama yfir alla sem áhuga hafa á slíku. Formleg afgreiðsla lá ekki fyrir í þessu máli,“ sagði í bókuninni. Ekki hafi náðst samkomulag við listamennina um að koma verkinu aftur upp við listasafnið með flýtimeðferð samkvæmt málamiðlunartillögu bæjarstjóra sem bæjarráðs samþykkti í síðustu viku. Lýstu fulltrúar minnihlutans þá furðu og vonbrigðum með að fulltrúar meirihlutans hefðu fellt tillöguna um að biðja listamennina afsökunar og sökuðu þá um ósveigjanleika. „Undirrituð vilja fyrir sína hönd biðja listafólkið formlega afsökunar á þeirri meðferð sem þau hafa sætt af hálfu Hafnarfjarðarbæjar síðustu vikur,“ sagði í bókun sem þau Adda María Jóhannsdóttir, Friðþjófur Helgi Karlsson, Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir og Jón Ingi Hákonarson skrifuðu undir.
Hafnarfjörður Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira