Tuchel þurfti að ljúga að Aubameyang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 09:30 Thomas Tuchel og Pierre-Emerick Aubameyang frá tíma þeirra saman hjá Dortmund. EPA/Christian Charisius Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði frá sérstökum samskiptum sínum við núverandi fyrirliða Arsenal þegar þeir unnu saman hjá Borussia Dortmund. Það er ljóst á orðum Tuchel að Pierre-Emerick Aubameyang á í svolitlum vandræðum með að mæta á réttum tíma. Þýski knattspyrnustjórinn er hins vegar lausnamiðaður og það sést vel á því hvernig hann tók á því þegar Aubameyang var alltaf að mæta of seint. Aubameyang komst í fréttirnar í mars þegar honum var hent út úr liðinu fyrir leik á móti Tottenham eftir að hafa mætt seint á æfingu daginn fyrir leikinn. Tuchel ræddi reynslu sína af Aubameyang á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. I still don't know how he managed to keep the driving licence in his pocket because from the sound of the car, I don't know if he was always on the speed limit. Thomas Tuchel on managing Pierre-Emerick Aubameyang. https://t.co/KjFnRE8dLP— John Cross (@johncrossmirror) May 11, 2021 „Það er ekki styrkur hans að mæta nákvæmlega á réttum tíma. Hann var eiginlega sá eini hjá okkur í Dortmund sem glímdi við þetta vandamál. Það fór því þannig að þegar við vildum að hann mætti á réttum tíma þá sögðum við honum að fundurinn var klukkan 10.45 þegar hann hófst í rauninni klukkan 11.00. Þá voru ágætis líkur á því að hann myndi mæta á fundinn eins og allir aðrir,“ sagði Thomas Tuchel. „Svo heyrðir þú líka í honum langt að. Það heyrðist vel í vélinni á kagganum hans síðasta kílómetrann. Við gátum því byrjað að undirbúa allt saman og byrjað myndbandið um leið og hann gekk í salinn,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki ennþá hvernig honum tókst að halda bílprófinu þessi tvö ár því ef marka má hljóðin úr bílnum þá var ekki hægt að ímynda sér að hann væri að keyra undir hámarkshraða. Hann var alltaf á síðustu stundu,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel lauds 'crazy' Pierre-Emerick Aubameyang as he fondly recalls their time at Borussia Dortmund | @Matt_Barlow_DM https://t.co/x4FfarVCGj— MailOnline Sport (@MailSport) May 12, 2021 „Svona er hann bara. Það er erfitt að vera reiður út hann því svo mætir hann skælbrosandi, opnar hjarta sitt og gefur öllum góða afsökun. Það er hægt að sætta sig við það að vera með einn eða tvo svona menn í sínu liði,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel stýrði Pierre-Emerick Aubameyang hjá Dortmund í tvö ár og þeir urðu þýskir bikarmeistarar saman 2017 og þá var Aubameyang einnig markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. „Þetta er ekki stærsta vandamálið. Á sama tíma þá var hann mikill fagmaður. Ég veit ekki til þess að hann hafi misst af einni einustu æfingu. Hann laumaðist heldur aldrei í burtu af æfingunni einni mínútu áður en henni lauk. Þvert á móti. Þegar hann var kominn í æfingafötin þá var hann tilbúinn. Það var gott að hafa hann,“ sagði Tuchel. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Það er ljóst á orðum Tuchel að Pierre-Emerick Aubameyang á í svolitlum vandræðum með að mæta á réttum tíma. Þýski knattspyrnustjórinn er hins vegar lausnamiðaður og það sést vel á því hvernig hann tók á því þegar Aubameyang var alltaf að mæta of seint. Aubameyang komst í fréttirnar í mars þegar honum var hent út úr liðinu fyrir leik á móti Tottenham eftir að hafa mætt seint á æfingu daginn fyrir leikinn. Tuchel ræddi reynslu sína af Aubameyang á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. I still don't know how he managed to keep the driving licence in his pocket because from the sound of the car, I don't know if he was always on the speed limit. Thomas Tuchel on managing Pierre-Emerick Aubameyang. https://t.co/KjFnRE8dLP— John Cross (@johncrossmirror) May 11, 2021 „Það er ekki styrkur hans að mæta nákvæmlega á réttum tíma. Hann var eiginlega sá eini hjá okkur í Dortmund sem glímdi við þetta vandamál. Það fór því þannig að þegar við vildum að hann mætti á réttum tíma þá sögðum við honum að fundurinn var klukkan 10.45 þegar hann hófst í rauninni klukkan 11.00. Þá voru ágætis líkur á því að hann myndi mæta á fundinn eins og allir aðrir,“ sagði Thomas Tuchel. „Svo heyrðir þú líka í honum langt að. Það heyrðist vel í vélinni á kagganum hans síðasta kílómetrann. Við gátum því byrjað að undirbúa allt saman og byrjað myndbandið um leið og hann gekk í salinn,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki ennþá hvernig honum tókst að halda bílprófinu þessi tvö ár því ef marka má hljóðin úr bílnum þá var ekki hægt að ímynda sér að hann væri að keyra undir hámarkshraða. Hann var alltaf á síðustu stundu,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel lauds 'crazy' Pierre-Emerick Aubameyang as he fondly recalls their time at Borussia Dortmund | @Matt_Barlow_DM https://t.co/x4FfarVCGj— MailOnline Sport (@MailSport) May 12, 2021 „Svona er hann bara. Það er erfitt að vera reiður út hann því svo mætir hann skælbrosandi, opnar hjarta sitt og gefur öllum góða afsökun. Það er hægt að sætta sig við það að vera með einn eða tvo svona menn í sínu liði,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel stýrði Pierre-Emerick Aubameyang hjá Dortmund í tvö ár og þeir urðu þýskir bikarmeistarar saman 2017 og þá var Aubameyang einnig markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. „Þetta er ekki stærsta vandamálið. Á sama tíma þá var hann mikill fagmaður. Ég veit ekki til þess að hann hafi misst af einni einustu æfingu. Hann laumaðist heldur aldrei í burtu af æfingunni einni mínútu áður en henni lauk. Þvert á móti. Þegar hann var kominn í æfingafötin þá var hann tilbúinn. Það var gott að hafa hann,“ sagði Tuchel.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira