Íslenski boltinn

Syl­vía til Tinda­stóls á láni frá Stjörnunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sylvía Birgisdóttir mun spila með Tindastól í sumar.
Sylvía Birgisdóttir mun spila með Tindastól í sumar. Tindastóll

Sylvía Birgisdóttir mun spila með Tindastól í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Hún kemur á láni frá Stjörnunni.

Félagaskiptaglugginn nú um miðjan maí mánuð og eru nýliðar Tindastóls að reyna stækka og styrkja leikmannahóp sinn fyrir átök sumarsins.

„Sylvía kemur með aukna breidd og mikil gæði inn í okkar hóp. Hún er hröð, áræðin og sterk. Við erum mjög ánægð að fá Sylvíu til okkar. Hún er metnaðarfull og styrkir okkur innan sem utan vallar,“ segir Óskar Smári Haraldsson, annar af þjálfurum Tindastóls, í viðtali á Feykir.is.

Óskar Smári þekkir ágætlega til Sylvíu en hann þjálfaði 2. flokk Stjörnunnar á síðasta ári er Sylvía lék þar.

Hallgerður Kristjánsdóttir mun einnig koma inn í leikmannahóp Stólanna fyrir næsta leik í deildinni sem ætti að vera gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks á laugardaginn kemur ef leikurinn fær að fara fram.

„Við erum þakklát Fylki fyrir að hafa staðið með okkur að spila ekki leikinn,“ sagði Óskar Smári um frestunina. 

Tindastóll er sem stendur með eitt stig að loknum einum leik í Pepsi Max deild kvenna en liðið gerði 1-1 jafntefli við Þrótt Reykjavík í 1. umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×