Hættustig vegna hættu á gróðureldum Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2021 12:03 Frá gróðureldum í Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Búið er að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum allt frá Breiðafirði og austur undir Eyjafjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að ríkislögreglustjóri hafi tekið þessa ákvörðun, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi. Ákvörðunin byggir á því að undanfarið hefur lítið rignt á þessu svæði og að lítil rigning sé í kortunum. Áður var búið að lýsa yfir óvissustigi en nú hefur það verið hækkað í hættustig. Samhliða því hafa slökkviliðsstjórar á svæðinu ákveðið að banna meðferð opins elds. Þetta þýðir að opinn eldur er í raun bannaður frá Breiðafirði að Eyjafjöllum. Í áðurnefndri tilkynningu segir að bann slökkviliðsstjóra við opnum eldi sé í samræmi við reglugerð nr. 325/2016. Þar er opinn eldur skilgreindur sem „allur eldur sem kveiktur er utandyra, þ.m.t. þegar kveikt er í bálkesti eða sinu“. „Slökkviliðsstjóri getur stöðvað leyfða sinubrennu, eða að kveikt sé í bálkesti, og bannað meðferð opins elds sé það talið viðsjárvert vegna veðurs eða af öðrum öryggisástæðum,“ segir í tilkynningunni. Bannið tekur gildi í dag og nær til sama svæðis og hættustigið. Það gildir þar til því verður aflétt og brot varða sektum. Almenningur og sumarhúsaeigendur á svæðinu eru hvattir til að: Ekki kveikja eld innan sem utandyra (kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira) Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill Kanna flóttaleiðir við sumarhús Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta) Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er Hægt er að kynna sér betur hættur vegna gróðurelda: www.grodureldar.is https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Gróðureldur í Grímsnesinu Slökkviliðsmenn af Suðurlandi vinna nú að því að slökkva gróðureld sem logar í Grímsnesinu á Suðurlandi. 11. maí 2021 12:09 Heiðmerkureldurinn minni en áætlað var í fyrstu Umfang gróðureldsins í Heiðmörk í síðustu viku var þó nokkuð minni en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlaði í fyrstu. Miðað við tölur Skógræktarfélags Reykjavíkur var eldurinn sá þriðji stærsti á landinu undanfarin fimmtán ár. 11. maí 2021 11:25 Mosaeldar við gosstöðvarnar áhyggjuefni Lokað er inn á svæði í kring um gosstöðvarnar á Reykjanesi í dag. Mikil mengun er á svæðinu, bæði frá eldstöðvunum sjálfum auk þess sem mikinn reyk leggur yfir svæðið vegna gróðurelda. Vettvangsstjóri segir að eldarnir séu erfiðir viðureignar en þeir brenni mest í mosa sem þekji svæðið. 10. maí 2021 13:35 Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59 Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44 Ekki útlit fyrir mikla úrkomu suðvestanlands á næstunni Litlum breytingum á veðri er spáð næstu daga með áframhaldandi norðlægum áttum. Áfram er varað við hættu á gróðureldum þar sem ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á suðvestanverðu landinu í einhvern tíma. 8. maí 2021 08:29 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Ákvörðunin byggir á því að undanfarið hefur lítið rignt á þessu svæði og að lítil rigning sé í kortunum. Áður var búið að lýsa yfir óvissustigi en nú hefur það verið hækkað í hættustig. Samhliða því hafa slökkviliðsstjórar á svæðinu ákveðið að banna meðferð opins elds. Þetta þýðir að opinn eldur er í raun bannaður frá Breiðafirði að Eyjafjöllum. Í áðurnefndri tilkynningu segir að bann slökkviliðsstjóra við opnum eldi sé í samræmi við reglugerð nr. 325/2016. Þar er opinn eldur skilgreindur sem „allur eldur sem kveiktur er utandyra, þ.m.t. þegar kveikt er í bálkesti eða sinu“. „Slökkviliðsstjóri getur stöðvað leyfða sinubrennu, eða að kveikt sé í bálkesti, og bannað meðferð opins elds sé það talið viðsjárvert vegna veðurs eða af öðrum öryggisástæðum,“ segir í tilkynningunni. Bannið tekur gildi í dag og nær til sama svæðis og hættustigið. Það gildir þar til því verður aflétt og brot varða sektum. Almenningur og sumarhúsaeigendur á svæðinu eru hvattir til að: Ekki kveikja eld innan sem utandyra (kamínur, grill, varðeldar, flugeldar og fleira) Ekki nota einnota grill sem og venjuleg grill Kanna flóttaleiðir við sumarhús Huga að brunavörnum (slökkvitæki, reykskynjarar) og gera flóttaáætlun Ekki vinna með verkfæri sem hitna mikið eða valda neista Fjarlæga eldfim efni við hús (huga að staðsetningu gaskúta) Bleyta í gróðri kringum hús þar sem þurrt er Hægt er að kynna sér betur hættur vegna gróðurelda: www.grodureldar.is https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112.
Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Gróðureldur í Grímsnesinu Slökkviliðsmenn af Suðurlandi vinna nú að því að slökkva gróðureld sem logar í Grímsnesinu á Suðurlandi. 11. maí 2021 12:09 Heiðmerkureldurinn minni en áætlað var í fyrstu Umfang gróðureldsins í Heiðmörk í síðustu viku var þó nokkuð minni en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlaði í fyrstu. Miðað við tölur Skógræktarfélags Reykjavíkur var eldurinn sá þriðji stærsti á landinu undanfarin fimmtán ár. 11. maí 2021 11:25 Mosaeldar við gosstöðvarnar áhyggjuefni Lokað er inn á svæði í kring um gosstöðvarnar á Reykjanesi í dag. Mikil mengun er á svæðinu, bæði frá eldstöðvunum sjálfum auk þess sem mikinn reyk leggur yfir svæðið vegna gróðurelda. Vettvangsstjóri segir að eldarnir séu erfiðir viðureignar en þeir brenni mest í mosa sem þekji svæðið. 10. maí 2021 13:35 Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59 Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44 Ekki útlit fyrir mikla úrkomu suðvestanlands á næstunni Litlum breytingum á veðri er spáð næstu daga með áframhaldandi norðlægum áttum. Áfram er varað við hættu á gróðureldum þar sem ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á suðvestanverðu landinu í einhvern tíma. 8. maí 2021 08:29 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Sjá meira
Gróðureldur í Grímsnesinu Slökkviliðsmenn af Suðurlandi vinna nú að því að slökkva gróðureld sem logar í Grímsnesinu á Suðurlandi. 11. maí 2021 12:09
Heiðmerkureldurinn minni en áætlað var í fyrstu Umfang gróðureldsins í Heiðmörk í síðustu viku var þó nokkuð minni en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlaði í fyrstu. Miðað við tölur Skógræktarfélags Reykjavíkur var eldurinn sá þriðji stærsti á landinu undanfarin fimmtán ár. 11. maí 2021 11:25
Mosaeldar við gosstöðvarnar áhyggjuefni Lokað er inn á svæði í kring um gosstöðvarnar á Reykjanesi í dag. Mikil mengun er á svæðinu, bæði frá eldstöðvunum sjálfum auk þess sem mikinn reyk leggur yfir svæðið vegna gróðurelda. Vettvangsstjóri segir að eldarnir séu erfiðir viðureignar en þeir brenni mest í mosa sem þekji svæðið. 10. maí 2021 13:35
Með tök á eldinum í Heiðmörk: „Við höfum miklar áhyggjur af þessu“ Slökkvilið höfuborgarðsvæðisins glímir nú við eld í Guðmundarlundi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa tvær stöðvar verið ræstar út og búið að gera ráð fyrir að fleiri bílar verði sendir á vettvang ef þurfa þykir. 10. maí 2021 12:59
Fjögur útköll vegna gróðurelda frá því Heiðmörk brann Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju. 9. maí 2021 19:44
Ekki útlit fyrir mikla úrkomu suðvestanlands á næstunni Litlum breytingum á veðri er spáð næstu daga með áframhaldandi norðlægum áttum. Áfram er varað við hættu á gróðureldum þar sem ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á suðvestanverðu landinu í einhvern tíma. 8. maí 2021 08:29
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu