Skoða hvort myndbirtingar á OnlyFans séu klámframleiðsla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. maí 2021 06:50 Lögreglan glímir nú við spurninguna: Hvað er klám? Og á að refsa fyrir það? Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Líkt og fram hefur komið á Vísi og í fleiri fjölmiðlum undanfarna daga og vikur virðist sá hópur Íslendinga fara stækkandi sem hefur tekjur af því að selja erótískar myndir og/eða myndskeið á síðunni. Fréttablaðið hefur eftir Ævari Pálma Pálmasyni, yfirmanns kynferðisbrotadeildar, að verið sé að taka stöðuna á málinu en eitt af því sem sé til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám. Í 210. grein almennra hegningarlaga segir: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum]. Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti. „Okkar forgangsröðun í kynferðisbrotadeildinni er á nauðganir, brot gegn börnum og önnur kynferðisbrot þar sem verið er að brjóta á einhverjum. Það er ekki þar með sagt að ef það er verið að fremja eitthvað sem við teljum smávægileg brot beint fyrir framan nefið á okkur þá förum við ekki í þau,“ hefur Fréttablaðið eftir Ævari. Þá segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs, að efnið á OnlyFans virðist falla undir fyrrnefnt ákvæði um bann við sölu á klámi. Spurð að því hvort hægt væri að gera tekjurnar af viðkomandi starfsemi upptækar, sagði hún að skoða þyrfti hvert dæmi fyrir sig. Þess ber að geta að klámblöð eða „erótísk tímarit“ hafa löngum verið og eru enn í sölu í verslunum á Íslandi. Þannig fór Vísir á stúfana í morgunsárið og stóð til boða að kaupa að minnsta kosti sex slík á heimasíðu Pennans Eymundsson. Þar má meðal annars finna titla á borð við Cheri, Best of Beaverhunt og Hustler en um síðastnefnda segir bókstaflega á vefsíðunni: „Hustler tímaritið sem stofnað var af Larry Flint er vinsælasta klámblað heims.“ Með tölublaðinu af Best of Beaverhunt sem er til sýnis á síðunni fylgdu með tvær „hardcore XXX“ kvikmyndir í fullri lengd á dvd-disk. Lögreglumál OnlyFans Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Líkt og fram hefur komið á Vísi og í fleiri fjölmiðlum undanfarna daga og vikur virðist sá hópur Íslendinga fara stækkandi sem hefur tekjur af því að selja erótískar myndir og/eða myndskeið á síðunni. Fréttablaðið hefur eftir Ævari Pálma Pálmasyni, yfirmanns kynferðisbrotadeildar, að verið sé að taka stöðuna á málinu en eitt af því sem sé til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám. Í 210. grein almennra hegningarlaga segir: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum]. Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti. „Okkar forgangsröðun í kynferðisbrotadeildinni er á nauðganir, brot gegn börnum og önnur kynferðisbrot þar sem verið er að brjóta á einhverjum. Það er ekki þar með sagt að ef það er verið að fremja eitthvað sem við teljum smávægileg brot beint fyrir framan nefið á okkur þá förum við ekki í þau,“ hefur Fréttablaðið eftir Ævari. Þá segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs, að efnið á OnlyFans virðist falla undir fyrrnefnt ákvæði um bann við sölu á klámi. Spurð að því hvort hægt væri að gera tekjurnar af viðkomandi starfsemi upptækar, sagði hún að skoða þyrfti hvert dæmi fyrir sig. Þess ber að geta að klámblöð eða „erótísk tímarit“ hafa löngum verið og eru enn í sölu í verslunum á Íslandi. Þannig fór Vísir á stúfana í morgunsárið og stóð til boða að kaupa að minnsta kosti sex slík á heimasíðu Pennans Eymundsson. Þar má meðal annars finna titla á borð við Cheri, Best of Beaverhunt og Hustler en um síðastnefnda segir bókstaflega á vefsíðunni: „Hustler tímaritið sem stofnað var af Larry Flint er vinsælasta klámblað heims.“ Með tölublaðinu af Best of Beaverhunt sem er til sýnis á síðunni fylgdu með tvær „hardcore XXX“ kvikmyndir í fullri lengd á dvd-disk.
Lögreglumál OnlyFans Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira