„Í þessu þjóðfélagi er gjörsamlega búið að dauðadæma okkur og fyrirtækið okkar á heimasíðum okkar og í persónulegum skilaboðum og eigum við þetta bara alls ekki skilið!! Þetta er bara ALLTOF langt gengið og bið ég ykkur vinsamlegast um að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið farið að bulla um slíkt,“ skrifar Sólveig í hringrásarfærslu á Instagram.

Mál Sölva hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarna daga en hann hefur verið kærður til lögreglu af tveimur konum sem segja hann hafa beitt sig ofbeldi. Reynir Bergmann, annar eigandi Vefjunnar og áhrifavaldur, birti á fimmtudag myndband á Instagram þar sem hann sagðist vera með Sölva í liði.
„RB er team f***ing Sölvi Tryggva. Mellur og vændiskonur fokkið ykkur,“ sagði Reynir í myndbandinu. Reynir var harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið birti Reynir annað myndband á Instagram þar sem hann sagðist hlutlaus þar til sekt væri sönnuð.
Fólk eins og Reynir Bergmann er ástæða þess að metoo baráttan stendur í stað. Hvernig er þessi maður ennþá með platform? Hvernig getur fólk tekið manninn alvarlega? Margt sem ég skil ekki
— Viktoría Tea (@viktoriateaa) May 7, 2021
Reynir varð þekktur á Snapchat meðal annars fyrir að tala tæpitungulaust um hluti og stuða fólk. Ýmis ummæli hans hafa ratað í fjölmiðla. Til dæmis kynferðisleg ummæli sem hann lét falla í 12:00 þætti hjá nemendum Verzlunarskóla Íslands sem urðu til þess að þátturinn fór ekki í birtingu. Þá hefur hann auglýst tilboð fyrir dverga á Vefjunni og boðað tilboð fyrir homma og lesbíur sömuleiðis.
Þá vakti mikla athygli þegar Reynir sat fyrir svörum í kvikmyndaþættinum Sjáðu á Stöð 2 og ræddi uppáhaldskvikmyndir sínar.
Segir fólk ljúga um matareitranir til að skemma fyrir fyrirtækinu
Sólveig segir í færslu sem hún birti á hringrás sinni á Instagram að hún sé búin að sitja á sér undanfarna daga vegna ummæla um veitingastaðinn þeirra Reynis. Hún sé sár og reið út í fólk sem hafi logið upp á fyrirtækið.
„Við erum búin að vinna hörðum höndum fyrir þetta fyrirtæki og þetta hefur virkilega mikil áhrif á okkur og einnig börnin okkar. Þetta umtal með að við séum að styðja ofbeldi eða nauðganir er bara ÚTÍ HÖTT,“ skrifar Sólveig.

„Ég get ekki einu sinni sett mig í spor þolenda og mun aldrei í mínu lífi styðja slíkan viðbjóð!!! Og það að fólk sé að ljúga að því að það sé að fá matareitranir hjá okkur (til að skemma fyrir okkur) sem ég hef bara aldrei heyrt um fyrr hvorki í samskiptum á okkar miðlum né á tölvupóstum,“ skrifar Sólveig.
Hún segist vita vel að Reynir sé hvatvís en að hann hafi tekið orð sín til baka.
„Hann nefnir einnig að ekki sé hægt að dæma manneskju fyrr en það liggi fyrir dómur eins og eðlilegt er þegar að svona viðkvæmt mál kemur upp, enda hafði hann bara ekki hugmynd um neitt annað,“ skrifar Sólveig.
„Við erum búin að fá alls konar sögusagnir um þennan mann eftir að allt þetta gerðist sem VIÐ VISSUM BARA ALLS EKKI og vonum við innilega að á því verði tekið að sjálfsögðu.“