Verkfallsaðgerðir FÍA lögmætar að mati Landsréttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. maí 2021 13:53 Landsréttur hefur úrskurðað að verkfallsaðgerðir Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Bláfugli hafi verið lögmætar. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest að verkfallsaðgerðir, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) réðst í gegn Bláfugli ehf., hafi verið lögmætar. Bláfugl óskaði eftir lögbanni á verkfallsaðgerðir FÍA í febrúar síðastliðnum en sýslumaður hafnaði kröfu Bláfugls. Eftir að sýslumaður hafnaði kröfunni í byrjun febrúar skaut Bláfugl málinu til héraðsdóms sem staðfesti ákvörðun sýslumanns. Þetta kemur fram á vef FÍA. FÍA boðaði til verkfallsaðgerða í kjölfar þess að ellefu atvinnuflugmönnum var sagt upp störfum hjá Bláfugli í desember á síðasta ári. Voru uppsagnirnar kynntar í miðri kjaradeilu og voru flugmennirnir ellefu allir meðlimir í FÍA. Í kjölfarið sagðist flugfélagið aðeins ætla að ráða „sjálfstætt starfandi flugmenn,“ sem FÍA segir lýsa gerviverktöku. Í kjarasamningi Bláfugls við FÍA sem rann út 30. júní síðastliðinn er kveðið á um að löglegir félagar í FÍA skuli hafa forgang að þeim verkefnum sem um væri að ræða á hverjum tíma á vegum Bláfugls. Ráðning eða leiga flugmanna til Bláfugls, sem ekki væru félagar í FÍA, skyldu ekki á neinn tefja fyrir framgangi flugmanna í FÍA. Sömuleiðis eigi slíkar ráðningar ekki að leiða til uppsagna félagsmanna FÍA. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að sú meginregla í íslenskum vinnumarkaðsrétti að þegar kjarasamningur rennur út eða honum sagt upp fari réttindi og skyldur samningsaðila í meginatriðum áfram eftir eldri samningi á meðan enn er ósamið og verkfall ekki skollið á. Því hafi forgangsréttarákvæði félagsmanna FÍA ekki fallið úr gildi þegar kjarasamningurinn við Bláfugl rann út. Bláfugl réði til sín tíu flugmenn sem gerviverktaka í byrjun nóvember á síðasta ári, stuttu áður en ellefu félagsmönnum FÍA var sagt upp störfum. Eftir að verkfall FÍA skall á 1. febrúar voru þeir tíu flugmenn, sem ekki eru félagar í FÍA og voru ráðnir til starfa hjá Bláfugli í nóvember, verkfallsbrjótar. Kröfu Bláfugls þess efnis að verkfallsaðgerðir FÍA hafi ekki verið lögmætar var því vísað frá Landsrétti. Bláfugli er einnig gert að greiða FÍA kærumálskostnað. Þá bíður FÍA þess að úrskurður Félagsdóms vegna uppsagna flugmanna Bláfugls liggi fyrir. FÍA höfðaði mál gegn Bláfugli vegna málsins og er málið einnig til skoðunar hjá Vinnumálastofnun. Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. 26. febrúar 2021 13:37 Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00 ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. 21. janúar 2021 16:29 Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Eftir að sýslumaður hafnaði kröfunni í byrjun febrúar skaut Bláfugl málinu til héraðsdóms sem staðfesti ákvörðun sýslumanns. Þetta kemur fram á vef FÍA. FÍA boðaði til verkfallsaðgerða í kjölfar þess að ellefu atvinnuflugmönnum var sagt upp störfum hjá Bláfugli í desember á síðasta ári. Voru uppsagnirnar kynntar í miðri kjaradeilu og voru flugmennirnir ellefu allir meðlimir í FÍA. Í kjölfarið sagðist flugfélagið aðeins ætla að ráða „sjálfstætt starfandi flugmenn,“ sem FÍA segir lýsa gerviverktöku. Í kjarasamningi Bláfugls við FÍA sem rann út 30. júní síðastliðinn er kveðið á um að löglegir félagar í FÍA skuli hafa forgang að þeim verkefnum sem um væri að ræða á hverjum tíma á vegum Bláfugls. Ráðning eða leiga flugmanna til Bláfugls, sem ekki væru félagar í FÍA, skyldu ekki á neinn tefja fyrir framgangi flugmanna í FÍA. Sömuleiðis eigi slíkar ráðningar ekki að leiða til uppsagna félagsmanna FÍA. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að sú meginregla í íslenskum vinnumarkaðsrétti að þegar kjarasamningur rennur út eða honum sagt upp fari réttindi og skyldur samningsaðila í meginatriðum áfram eftir eldri samningi á meðan enn er ósamið og verkfall ekki skollið á. Því hafi forgangsréttarákvæði félagsmanna FÍA ekki fallið úr gildi þegar kjarasamningurinn við Bláfugl rann út. Bláfugl réði til sín tíu flugmenn sem gerviverktaka í byrjun nóvember á síðasta ári, stuttu áður en ellefu félagsmönnum FÍA var sagt upp störfum. Eftir að verkfall FÍA skall á 1. febrúar voru þeir tíu flugmenn, sem ekki eru félagar í FÍA og voru ráðnir til starfa hjá Bláfugli í nóvember, verkfallsbrjótar. Kröfu Bláfugls þess efnis að verkfallsaðgerðir FÍA hafi ekki verið lögmætar var því vísað frá Landsrétti. Bláfugli er einnig gert að greiða FÍA kærumálskostnað. Þá bíður FÍA þess að úrskurður Félagsdóms vegna uppsagna flugmanna Bláfugls liggi fyrir. FÍA höfðaði mál gegn Bláfugli vegna málsins og er málið einnig til skoðunar hjá Vinnumálastofnun.
Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. 26. febrúar 2021 13:37 Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00 ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. 21. janúar 2021 16:29 Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. 26. febrúar 2021 13:37
Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00
ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. 21. janúar 2021 16:29
Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00