Ásakanir um sýndarmennsku í auðlindaumræðu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. maí 2021 14:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tókust nokkuð harkalega á um auðlindaákvæðið á Alþingi í dag með frammíköllum undir ræðum hvorrar annarrar. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma rakti Þorgerður stöðu sjávarútvegsins hér á landi og sagði nauðsynlegt að sólunda ekki tækifærinu sem felist í breytingum á auðlindákvæði stjórnarskrárinnar. „Það blasir við hversu nauðsynlegt það er að sólunda einmitt núna ekki þessi tækifæri, að festa rækilega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir auðlindinni og koma í veg fyrir enn frekari ítök hagsmunaafla sem ráða hér of miklu í okkar samfélagi eins og bent hefur verið á, af meðal annars seðlabankastjóra. Tímabinding réttinda aðgangsins að auðlindinni er algjört lykilatriði,“ sagði Þorgerður. Katrín sagði skýrt í ákvæðinu sem hún lagði fram að heimildirnar verði ekki afhentar varanlega. Í greinargerð frumvarpsins komi fram að það merki að þær séu annað hvort tímabundnar eða uppsegjanlegar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.vísir/Vilhelm Þorgerður sagði ákvæðið sýndarmennsku. „Auðlindaákvæðið breytir engu, breytir akkúrat engu og það er þessi sýndarmennska sem ég er að tala um þegar verið er að setja fram auðlindaákvæði sem ekkert bit er í,“ sagði Þorgerður. Tryggja eigi gagnsæi og dreifða eignaraðild. „Við þurfum að tryggja tímabindingu þannig að þjóðin hafi ótvírætt forræði yfir auðlindinni, ekki afhenda hana með einhverjum loðnum hætti til sjávarútvegsins til lengri tíma. Ég er þeirrar skoðunar að auðlindaákvæðið sem núna liggur fyrir, að það gefi íslenskum almenningi lítið sem ekkert og hrófli ekki við neinu,“ sagði Þorgerður undir bjölluglamri forseta Alþingis sem minnti rækilega á að ræðutími væri liðinn. Katrín sagði stórmál að undirstrika rétt íslensku þjóðarinnar til auðlinda sinna í stjórnarskrá.-. „Það er sýndarmennska að halda öðru fram,“ sagði Katrín. Ljóst er að deilan um auðlindaákvæðið er ekki útkláð en Katrín og Þorgerður héldu samtali sínu áfram þvert yfir salinn eftir að fyrirspurninni hafði verið svarað og sá Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþigis, sig knúinn til þess að biðja um hljóð. Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnartíma rakti Þorgerður stöðu sjávarútvegsins hér á landi og sagði nauðsynlegt að sólunda ekki tækifærinu sem felist í breytingum á auðlindákvæði stjórnarskrárinnar. „Það blasir við hversu nauðsynlegt það er að sólunda einmitt núna ekki þessi tækifæri, að festa rækilega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir auðlindinni og koma í veg fyrir enn frekari ítök hagsmunaafla sem ráða hér of miklu í okkar samfélagi eins og bent hefur verið á, af meðal annars seðlabankastjóra. Tímabinding réttinda aðgangsins að auðlindinni er algjört lykilatriði,“ sagði Þorgerður. Katrín sagði skýrt í ákvæðinu sem hún lagði fram að heimildirnar verði ekki afhentar varanlega. Í greinargerð frumvarpsins komi fram að það merki að þær séu annað hvort tímabundnar eða uppsegjanlegar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.vísir/Vilhelm Þorgerður sagði ákvæðið sýndarmennsku. „Auðlindaákvæðið breytir engu, breytir akkúrat engu og það er þessi sýndarmennska sem ég er að tala um þegar verið er að setja fram auðlindaákvæði sem ekkert bit er í,“ sagði Þorgerður. Tryggja eigi gagnsæi og dreifða eignaraðild. „Við þurfum að tryggja tímabindingu þannig að þjóðin hafi ótvírætt forræði yfir auðlindinni, ekki afhenda hana með einhverjum loðnum hætti til sjávarútvegsins til lengri tíma. Ég er þeirrar skoðunar að auðlindaákvæðið sem núna liggur fyrir, að það gefi íslenskum almenningi lítið sem ekkert og hrófli ekki við neinu,“ sagði Þorgerður undir bjölluglamri forseta Alþingis sem minnti rækilega á að ræðutími væri liðinn. Katrín sagði stórmál að undirstrika rétt íslensku þjóðarinnar til auðlinda sinna í stjórnarskrá.-. „Það er sýndarmennska að halda öðru fram,“ sagði Katrín. Ljóst er að deilan um auðlindaákvæðið er ekki útkláð en Katrín og Þorgerður héldu samtali sínu áfram þvert yfir salinn eftir að fyrirspurninni hafði verið svarað og sá Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþigis, sig knúinn til þess að biðja um hljóð.
Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira