Fimmta hver stelpa í tíunda bekk prófað nikótínpúða: „Þetta eru skelfilegar tölur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2021 11:52 Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu. Sautján prósent stráka og nítján prósent stelpna í 10. bekk hafa prófað nikótínpúða, samkvæmt nýrri rannsókn. Þá hefur kannabisneysla meðal barna í áttuna til tíunda bekk aukist og færri meta andlega heilsu sína góða. Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun Rannsóknar- og greiningar sem lögð var fyrir rúmlega ellefu þúsund nemendur í 8., 9., og 10. bekk í öllum grunnskólum landsins í febrúar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu, segir áhyggjur hafa verið uppi um að vímuefnaneysla kynni að aukast meðal barna í heimsfaraldri. „Heilt yfir er neyslan ekki að aukast en við sjáum með kannabisneyslu, það að hafa prófað kannabis einu sinni eða oftar um ævina, mælist núna átta prósent meðal nemenda í 10. bekk, fjögur prósent meðal nemenda í 9. bekk og tvö prósent meðal nemenda í 8. bekk,“ segir Margrét og bætir við að heilt yfir hafi kannabisneysla hækkað á landsvísu um 1,5 prósent meðal nemenda í 10. bekk frá því í febrúar 2020. „Þetta sýnir okkur að við þurfum að halda áfram fræðslu og fræða börnin okkar um skaðsemi kannabisreykinga, sem hefur verið normalíserað í samfélaginu okkar,“ segir Margrét. Fleiri prófað nikótínpúða Þriðjungur barna í 10. bekk hafa prufað rafrettur einu sinni eða oftar um ævina og tæplega fjórðungur barna í 9 bekk en þetta er lægra hlutfall en í fyrra. Margrét telur að lagasetning og umræðu um skaðsemi rafrettna hafi hjálpað. „En það sem við sjáum að er nýtt í lífi barnanna okkar, það eru nikótónpúðarnir, og við spurjum í fyrsta skipti um það í október 2020 og þá sáum við að tíu prósent nemenda í 10. bekk höfðu notað nikótínpúða og hlutfallið hækkar enn núna. Við sjáum að það eru sautján prósent stráka og nítján prósent stelpna sem hafa prófað nikótínpúða í vör einu sinni eða oftar um ævina í tíunda bekk,“ segir Margrét. Það komi á óvart hve hátthlutfall barna prófi sig áfram með nikótínvörur. „Og jafnvel farin að nota þetta daglega. Þetta eru skelfilegar tölur,“ segir Margrét. Andleg líðan lakari Þá mælast breytingar á andlegri líðan barna og ungmenna. Í febrúar 2021 mátu aðeins sextíu og fimm prósent stráka í 10. bekk andlega heilsu sína góða eða mjög góða og fjörutíu og eitt prósent stelpna. „Þau meta andlega líðan síðan lakari nú en þau gerðu í október 2020 og í febrúar 2020. Þetta er bara þeirra eigið mat og við sjáum að þau eru hlutfallslega færri núna sem meta andlega heilsu sína góða, en sér í lagi stelpurnar og það eru ansi uggvænlegar tölur. Það góða við að hafa þessar tölur er að við getum gripið inn í. Við sjáum hvernig börnunum okkar líður og vitum þá hvar við eigum að beina sjónum okkar,“ segir Margrét. Börn og uppeldi Fíkn Lögreglumál Áfengi og tóbak Grunnskólar Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn. 7. maí 2021 19:00 Segir nikótínfíkn meðal unglinga áhyggjuefni og kallar eftir lagasetningu Verkefnisstjóri tóbaksvarna hefur miklar áhyggjur af niktótínpúðanotkun meðal unglinga en fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafa notað slíka púða. Hann segir brýnt að setja lög um aldurstakmörk og innihaldslýsingar. 21. nóvember 2020 12:11 Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun Rannsóknar- og greiningar sem lögð var fyrir rúmlega ellefu þúsund nemendur í 8., 9., og 10. bekk í öllum grunnskólum landsins í febrúar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu, segir áhyggjur hafa verið uppi um að vímuefnaneysla kynni að aukast meðal barna í heimsfaraldri. „Heilt yfir er neyslan ekki að aukast en við sjáum með kannabisneyslu, það að hafa prófað kannabis einu sinni eða oftar um ævina, mælist núna átta prósent meðal nemenda í 10. bekk, fjögur prósent meðal nemenda í 9. bekk og tvö prósent meðal nemenda í 8. bekk,“ segir Margrét og bætir við að heilt yfir hafi kannabisneysla hækkað á landsvísu um 1,5 prósent meðal nemenda í 10. bekk frá því í febrúar 2020. „Þetta sýnir okkur að við þurfum að halda áfram fræðslu og fræða börnin okkar um skaðsemi kannabisreykinga, sem hefur verið normalíserað í samfélaginu okkar,“ segir Margrét. Fleiri prófað nikótínpúða Þriðjungur barna í 10. bekk hafa prufað rafrettur einu sinni eða oftar um ævina og tæplega fjórðungur barna í 9 bekk en þetta er lægra hlutfall en í fyrra. Margrét telur að lagasetning og umræðu um skaðsemi rafrettna hafi hjálpað. „En það sem við sjáum að er nýtt í lífi barnanna okkar, það eru nikótónpúðarnir, og við spurjum í fyrsta skipti um það í október 2020 og þá sáum við að tíu prósent nemenda í 10. bekk höfðu notað nikótínpúða og hlutfallið hækkar enn núna. Við sjáum að það eru sautján prósent stráka og nítján prósent stelpna sem hafa prófað nikótínpúða í vör einu sinni eða oftar um ævina í tíunda bekk,“ segir Margrét. Það komi á óvart hve hátthlutfall barna prófi sig áfram með nikótínvörur. „Og jafnvel farin að nota þetta daglega. Þetta eru skelfilegar tölur,“ segir Margrét. Andleg líðan lakari Þá mælast breytingar á andlegri líðan barna og ungmenna. Í febrúar 2021 mátu aðeins sextíu og fimm prósent stráka í 10. bekk andlega heilsu sína góða eða mjög góða og fjörutíu og eitt prósent stelpna. „Þau meta andlega líðan síðan lakari nú en þau gerðu í október 2020 og í febrúar 2020. Þetta er bara þeirra eigið mat og við sjáum að þau eru hlutfallslega færri núna sem meta andlega heilsu sína góða, en sér í lagi stelpurnar og það eru ansi uggvænlegar tölur. Það góða við að hafa þessar tölur er að við getum gripið inn í. Við sjáum hvernig börnunum okkar líður og vitum þá hvar við eigum að beina sjónum okkar,“ segir Margrét.
Börn og uppeldi Fíkn Lögreglumál Áfengi og tóbak Grunnskólar Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn. 7. maí 2021 19:00 Segir nikótínfíkn meðal unglinga áhyggjuefni og kallar eftir lagasetningu Verkefnisstjóri tóbaksvarna hefur miklar áhyggjur af niktótínpúðanotkun meðal unglinga en fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafa notað slíka púða. Hann segir brýnt að setja lög um aldurstakmörk og innihaldslýsingar. 21. nóvember 2020 12:11 Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Segir að börn niður í tólf ára reyki Spice Dæmi eru um að börn niður í 12 ára aldur séu að reykja fíkniefnið Spice að sögn varðstjóra hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Börnin veipa efnið, sem er hraðvirkandi og getur valdið mikilli fíkn. 7. maí 2021 19:00
Segir nikótínfíkn meðal unglinga áhyggjuefni og kallar eftir lagasetningu Verkefnisstjóri tóbaksvarna hefur miklar áhyggjur af niktótínpúðanotkun meðal unglinga en fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafa notað slíka púða. Hann segir brýnt að setja lög um aldurstakmörk og innihaldslýsingar. 21. nóvember 2020 12:11
Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00