Vilja ekki geyma brottvikna hælisleitendur á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2021 07:27 Frá flotastöð danska hersins í Grønnedal á Suður-Grænlandi. Árni Harðarson Ríkisstjórn Danmerkur hafnar tillögu Danska Þjóðarflokksins þess efnis að brottviknir hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi. Þetta kom fram í ræðu ráðherra málefna innflytjenda, sósíaldemókratans Mattias Tesfaye, í danska þinginu. „Ég tel að lausnin sé ekki útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og það er ekki hluti af þeirri áætlun stjórnvalda að fá fleiri brottvikna hælisleitendur til að snúa aftur heim,“ sagði ráðherrann, en grænlensku fréttamiðlarnir KNR og Sermitsiaq fjalla um málið. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, boðaði í vetur tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að húsakynni danska hersins í Grønnedal, afskekktum firði á Suður-Grænlandi, yrðu nýtt með þessum hætti. Frá flotastöðinni í Grønnedal. Þegar mest var bjuggu þar um tvöhundruð manns, hermenn og fjölskyldur þeirra. Núna er neglt fyrir flesta glugga.Árni Harðarson Hugmynd flokksins er að þeir sem synjað hefur verið um landvist í Danmörku, sem og hælisleitendur með afbrotaferil, verði sendir til Grænlands. Þetta verði tímabundin vistun þangað til hægt verði að koma þeim til eigin heimalands. „Okkur finnst ekki skynsamlegt að búa til útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og eins og ég hef skilið það frá heimastjórninni deilir hún þeirri skoðun,“ sagði ráðherrann Mattias Tesfaye síðastliðinn fimmtudag þegar málið var tekið fyrir. Hann taldi enga ástæðu til að bera það sérstaklega undir nýkjörna landsstjórn Grænlands. Þingmenn Grænlendinga á danska þinginu, þær Aki-Matilda Høegh-Dam frá Siumut og Aaja Chemnits Larsen frá IA, hafa einnig hafnað hugmyndinni. Raunar lýsti enginn annar flokkur stuðningi við tillögu Dansk Folkeparti. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, flutti tillöguna umdeildu. Hún var forseti danska þjóðþingsins þegar hún ávarpaði hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sumarið 2018.Vísir/getty Framsögumaður tillögunnar, Pia Kjærsgaard, sagði í þingumræðunum að hún saknaði rökstuðnings gegn því að kanna möguleikann á útgöngumiðstöð á Grænlandi. „Við viljum ekki neyða neitt upp á Grænlendinga. En það vekur undrun mína að menn hafi ekki einu sinni velt því fyrir sér að spyrja,“ sagði hún og bætti við að það yrði erfitt fyrir hælisleitendur að vera til vandræða á Grænlandi. Grænland Danmörk Hælisleitendur Tengdar fréttir Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. 9. janúar 2021 07:14 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
„Ég tel að lausnin sé ekki útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og það er ekki hluti af þeirri áætlun stjórnvalda að fá fleiri brottvikna hælisleitendur til að snúa aftur heim,“ sagði ráðherrann, en grænlensku fréttamiðlarnir KNR og Sermitsiaq fjalla um málið. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, boðaði í vetur tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að húsakynni danska hersins í Grønnedal, afskekktum firði á Suður-Grænlandi, yrðu nýtt með þessum hætti. Frá flotastöðinni í Grønnedal. Þegar mest var bjuggu þar um tvöhundruð manns, hermenn og fjölskyldur þeirra. Núna er neglt fyrir flesta glugga.Árni Harðarson Hugmynd flokksins er að þeir sem synjað hefur verið um landvist í Danmörku, sem og hælisleitendur með afbrotaferil, verði sendir til Grænlands. Þetta verði tímabundin vistun þangað til hægt verði að koma þeim til eigin heimalands. „Okkur finnst ekki skynsamlegt að búa til útgöngumiðstöð á Grænlandi. Og eins og ég hef skilið það frá heimastjórninni deilir hún þeirri skoðun,“ sagði ráðherrann Mattias Tesfaye síðastliðinn fimmtudag þegar málið var tekið fyrir. Hann taldi enga ástæðu til að bera það sérstaklega undir nýkjörna landsstjórn Grænlands. Þingmenn Grænlendinga á danska þinginu, þær Aki-Matilda Høegh-Dam frá Siumut og Aaja Chemnits Larsen frá IA, hafa einnig hafnað hugmyndinni. Raunar lýsti enginn annar flokkur stuðningi við tillögu Dansk Folkeparti. Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, flutti tillöguna umdeildu. Hún var forseti danska þjóðþingsins þegar hún ávarpaði hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum sumarið 2018.Vísir/getty Framsögumaður tillögunnar, Pia Kjærsgaard, sagði í þingumræðunum að hún saknaði rökstuðnings gegn því að kanna möguleikann á útgöngumiðstöð á Grænlandi. „Við viljum ekki neyða neitt upp á Grænlendinga. En það vekur undrun mína að menn hafi ekki einu sinni velt því fyrir sér að spyrja,“ sagði hún og bætti við að það yrði erfitt fyrir hælisleitendur að vera til vandræða á Grænlandi.
Grænland Danmörk Hælisleitendur Tengdar fréttir Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. 9. janúar 2021 07:14 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. 9. janúar 2021 07:14
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent