Býst við að fara í leyfi sem dómari á meðan á framboði stendur Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2021 09:56 Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, sækist eftir sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Vísir/ÞÞ Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, segist gera ráð fyrir því að hann fari í leyfi frá störfum á meðan hann býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Honum segist full alvara með framboðinu og stefnir á að komast inn á Alþingi. Greint var frá framboði Arnars Þórs í Morgunblaðinu í morgun. Hann hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni, ekki síst um Evrópumál og þriðja orkupakkann, undanfarin ár og sagði hann sig meðal annars úr Dómarafélagi Íslands í vikunni vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara. Siðareglur Dómarafélagsins kveða á um að það sé ósamrýmanlegt dómarastörfum að taka virkan þátt í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi. Í samtali við Vísi segir Arnar Þór að hann hugsi að hann fari í leyfi frá dómarastörfum þegar nær dregur. Arnar Þór er búsettur í Kraganum en ekki hefur enn verið ákveðið hvort að prófkjör verði haldið þar eða framboðslistinn valinn með öðrum hætti. „Ég þarf bara að hugsa það. Ég myndi bera það undir þá sem flytja mál hjá mér hvort þetta trufli þá. Ég geri frekar ráð fyrir því að ég taki mér leyfi frá mínum störfum,“ segir Arnar Þór sem á enn nokkur mál eftir ókláruð í héraðsdómi. „Fingurbrjótar“ í siðareglum Dómarafélagsins Arnar Þór stefnir ekki á ákveðið sæti í prófkjörinu og segist leggja það í hendur kjósenda. „Mér er fúlasta alvara með þessu. Ég sækist auðvitað eftir því að komast í sæti þar sem ég gæti átt mögulega á að komast inn á þingið. Ég treysti fólki að öðru leyti bara til að velja þetta,“ segir hann. Fari svo að hann nái ekki framgangi í prófkjörinu eða ákveði að taka ekki sæti á listanum segist Arnar Þór telja að sér sé fullstætt á því að snúa aftur til dómarastarfa. „Ef við tökum stjórnarskrána alvarlega þá er mér fyllilega stætt á því,“ segir hann. Dómarinn telur rétt sinn til stjórnmálaþátttöku tvímælalausan eins og annarra borgara landsins hvað sem siðareglur Dómarafélags Íslands segja. Þá sem sömdu siðareglurnar telur hann hafa misskilið stjórnarskrána. „Það er ekkert sem bannar mér að fara í þetta. Þetta er einn eitt dæmið um það hvers konar fingurbrjótar eru í þessum siðareglum. Það er afdráttarlaust í stjórnarskránni að ég er kjörgengur og hvernig á ég að geta nýtt kjörgengisréttinn öðruvísi en með því að tjá mig um þessi mál?“ segir Arnar Þór. Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Greint var frá framboði Arnars Þórs í Morgunblaðinu í morgun. Hann hefur verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni, ekki síst um Evrópumál og þriðja orkupakkann, undanfarin ár og sagði hann sig meðal annars úr Dómarafélagi Íslands í vikunni vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara. Siðareglur Dómarafélagsins kveða á um að það sé ósamrýmanlegt dómarastörfum að taka virkan þátt í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi. Í samtali við Vísi segir Arnar Þór að hann hugsi að hann fari í leyfi frá dómarastörfum þegar nær dregur. Arnar Þór er búsettur í Kraganum en ekki hefur enn verið ákveðið hvort að prófkjör verði haldið þar eða framboðslistinn valinn með öðrum hætti. „Ég þarf bara að hugsa það. Ég myndi bera það undir þá sem flytja mál hjá mér hvort þetta trufli þá. Ég geri frekar ráð fyrir því að ég taki mér leyfi frá mínum störfum,“ segir Arnar Þór sem á enn nokkur mál eftir ókláruð í héraðsdómi. „Fingurbrjótar“ í siðareglum Dómarafélagsins Arnar Þór stefnir ekki á ákveðið sæti í prófkjörinu og segist leggja það í hendur kjósenda. „Mér er fúlasta alvara með þessu. Ég sækist auðvitað eftir því að komast í sæti þar sem ég gæti átt mögulega á að komast inn á þingið. Ég treysti fólki að öðru leyti bara til að velja þetta,“ segir hann. Fari svo að hann nái ekki framgangi í prófkjörinu eða ákveði að taka ekki sæti á listanum segist Arnar Þór telja að sér sé fullstætt á því að snúa aftur til dómarastarfa. „Ef við tökum stjórnarskrána alvarlega þá er mér fyllilega stætt á því,“ segir hann. Dómarinn telur rétt sinn til stjórnmálaþátttöku tvímælalausan eins og annarra borgara landsins hvað sem siðareglur Dómarafélags Íslands segja. Þá sem sömdu siðareglurnar telur hann hafa misskilið stjórnarskrána. „Það er ekkert sem bannar mér að fara í þetta. Þetta er einn eitt dæmið um það hvers konar fingurbrjótar eru í þessum siðareglum. Það er afdráttarlaust í stjórnarskránni að ég er kjörgengur og hvernig á ég að geta nýtt kjörgengisréttinn öðruvísi en með því að tjá mig um þessi mál?“ segir Arnar Þór.
Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira