Fyrir sterkara og loftslagsþolnara samfélag Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 8. maí 2021 09:18 Loftslagsvá nútímans kallar á fjölbreyttar aðgerðir. Engin ein lausn mun duga til heldur þarf samstillt átak á öllum sviðum samfélagsins. Fyrst og fremst þarf að draga úr losun - og það hratt, en svo er ekki síður mikilvægt að binda það umframkolefni sem þegar er komið út í andrúmsloftið. Minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukin kolefnisbinding eru dæmi um mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og í þær hafa íslensk stjórnvöld fyrst og fremst beint kröftum sínum hingað til. Við höfum t.d. sett af stað fjölda fjármagnaðra aðgerða til þess að draga úr losun og aukið til muna umfang skógræktar, landgræðslu og endurheimtar votlendis. Niðurdæling koldíoxíðs á vegum Carbfix er líka dæmi um afar mikilvægar mótvægisaðgerðir sem trúlega munu sækja í sig veðrið á komandi árum, ekki bara hér á landi. Búast má við að fleiri verkefnum á sviði föngunar koldíoxíðs úr andrúmslofti verði hleypt af stokkunum. Nýjustu tölur um losun á beinni ábyrgð Íslands sýna að samdráttur í losun er hafinn , þótt ljóst sé að samdrátturinn þurfi að verða mun hraðari á næstu árum. Þar þurfa allir að leggjast á eitt; stjórnvöld, atvinnulífið og einstaklingar. En svo er það hin hliðin á peningnum, en hún snýr að aðlögun samfélagsins og innviða þess að breytingum sem óhjákvæmilega munu verða. Breytingum sem við munum ekki geta komið í veg fyrir með mótvægisaðgerðum. Aukin úrkomuákefð, hætta á skriðuföllum, hækkun sjávarborðs og súrnun og hlýnun sjávar. Allt eru þetta dæmi um áhrif loftslagsbreytinga sem við verðum að bregðast við. Náttúrufarslegar breytingar leiða síðan af sér samfélagslegar breytingar. Við þurfum ekki síður að búa okkur undir þær og kappkosta að þær komi ekki harðar niður á sumum þjóðfélagshópum umfram aðra. Við þurfum í stuttu máli að búa okkur undir breyttan heim og efla viðnámsþrótt samfélagsins. Aðlögun sett á dagskrá Við byggjum á góðum grunni. Við eigum fært vísindafólk og erum illu heilli, alvön að bregðast við náttúruvá. Þótt við séum skemmra á veg komin í aðlögunarmálum en nágrannalöndin munu brátt liggja fyrir drög að fyrstu aðlögunarstefnu Íslands. Stefnan verður undanfari aðlögunaráætlunar stjórnvalda. Í nýliðinni viku var tilkynnt um nýja skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands, en hún verður nokkurskonar heimili fyrir skipulagningu aðlögunarmála í samfélaginu – samstarfsvettvangur fagstofnana, hagaðila og vísindasamfélagsins. Grundvöllur réttra viðbragða er að við höfum aðgang að upplýsingum og góðan skilning á því sem er að gerast í umhverfi okkar. Þar mun ný skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar gegna lykilhlutverki. Lágmörkum samfélagslegan skaða Árið sem leið og fyrstu mánuðir nýs árs hafa sýnt okkur mikilvægi þess að við séum vel undirbúin og vel á verði. Rigningar, skriður, skjálftar og eldsumbrot, í bland við farsótt, hafa skapað krefjandi aðstæður og valdið mörgu fólki margvíslegu tjóni. Eins og gefur að skilja er aðlögun að loftslagsbreytingum gríðar víðfeðmur málaflokkur og í raun hugsanagangur sem samfélagið í heild þarf að tileinka sér á næstu árum. Það eru ótal afleidd samfélagsleg áhrif og margskonar mögulegt tjón. En aðgerðir til aðlögunar geta einnig búið til ný störf og ef rétt er á málum haldið eiga þær að skapa okkur sterkari innviði og loftslagsþolnara samfélag en ella, þar sem áhætta á samfélagslegum skaða vegna áhrifa loftslagsbreytinga er lágmörkuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Loftslagsvá nútímans kallar á fjölbreyttar aðgerðir. Engin ein lausn mun duga til heldur þarf samstillt átak á öllum sviðum samfélagsins. Fyrst og fremst þarf að draga úr losun - og það hratt, en svo er ekki síður mikilvægt að binda það umframkolefni sem þegar er komið út í andrúmsloftið. Minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukin kolefnisbinding eru dæmi um mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og í þær hafa íslensk stjórnvöld fyrst og fremst beint kröftum sínum hingað til. Við höfum t.d. sett af stað fjölda fjármagnaðra aðgerða til þess að draga úr losun og aukið til muna umfang skógræktar, landgræðslu og endurheimtar votlendis. Niðurdæling koldíoxíðs á vegum Carbfix er líka dæmi um afar mikilvægar mótvægisaðgerðir sem trúlega munu sækja í sig veðrið á komandi árum, ekki bara hér á landi. Búast má við að fleiri verkefnum á sviði föngunar koldíoxíðs úr andrúmslofti verði hleypt af stokkunum. Nýjustu tölur um losun á beinni ábyrgð Íslands sýna að samdráttur í losun er hafinn , þótt ljóst sé að samdrátturinn þurfi að verða mun hraðari á næstu árum. Þar þurfa allir að leggjast á eitt; stjórnvöld, atvinnulífið og einstaklingar. En svo er það hin hliðin á peningnum, en hún snýr að aðlögun samfélagsins og innviða þess að breytingum sem óhjákvæmilega munu verða. Breytingum sem við munum ekki geta komið í veg fyrir með mótvægisaðgerðum. Aukin úrkomuákefð, hætta á skriðuföllum, hækkun sjávarborðs og súrnun og hlýnun sjávar. Allt eru þetta dæmi um áhrif loftslagsbreytinga sem við verðum að bregðast við. Náttúrufarslegar breytingar leiða síðan af sér samfélagslegar breytingar. Við þurfum ekki síður að búa okkur undir þær og kappkosta að þær komi ekki harðar niður á sumum þjóðfélagshópum umfram aðra. Við þurfum í stuttu máli að búa okkur undir breyttan heim og efla viðnámsþrótt samfélagsins. Aðlögun sett á dagskrá Við byggjum á góðum grunni. Við eigum fært vísindafólk og erum illu heilli, alvön að bregðast við náttúruvá. Þótt við séum skemmra á veg komin í aðlögunarmálum en nágrannalöndin munu brátt liggja fyrir drög að fyrstu aðlögunarstefnu Íslands. Stefnan verður undanfari aðlögunaráætlunar stjórnvalda. Í nýliðinni viku var tilkynnt um nýja skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands, en hún verður nokkurskonar heimili fyrir skipulagningu aðlögunarmála í samfélaginu – samstarfsvettvangur fagstofnana, hagaðila og vísindasamfélagsins. Grundvöllur réttra viðbragða er að við höfum aðgang að upplýsingum og góðan skilning á því sem er að gerast í umhverfi okkar. Þar mun ný skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar gegna lykilhlutverki. Lágmörkum samfélagslegan skaða Árið sem leið og fyrstu mánuðir nýs árs hafa sýnt okkur mikilvægi þess að við séum vel undirbúin og vel á verði. Rigningar, skriður, skjálftar og eldsumbrot, í bland við farsótt, hafa skapað krefjandi aðstæður og valdið mörgu fólki margvíslegu tjóni. Eins og gefur að skilja er aðlögun að loftslagsbreytingum gríðar víðfeðmur málaflokkur og í raun hugsanagangur sem samfélagið í heild þarf að tileinka sér á næstu árum. Það eru ótal afleidd samfélagsleg áhrif og margskonar mögulegt tjón. En aðgerðir til aðlögunar geta einnig búið til ný störf og ef rétt er á málum haldið eiga þær að skapa okkur sterkari innviði og loftslagsþolnara samfélag en ella, þar sem áhætta á samfélagslegum skaða vegna áhrifa loftslagsbreytinga er lágmörkuð.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun