Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. maí 2021 17:35 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að margir hafi leitað til Stígamóta síðustu vikuna. Stöð 2/Einar Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um kynferðisofbeldi og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu. „Það eru hundruð manns búnir að deila sögunum sínum af ofbeldi á Twitter í gær þannig að ég upplifi það þannig,“ segir Steinunn. Mál fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Lögmaður tveggja kvenna sendi yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum þar sem fram kom að hann yrði kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Fyrir það hafði málið vakið mikla athygli þar sem Sölvi bar af sér sakir í eigin hlaðvarpsþætti. Gerendameðvirkni komið á óvart „Ég held að það hafi komið aftan að fólki í vikunni þegar það allt í einu verður vitni af rosalegri gerendameðvirkni, vilja fólks til að stökkva á vagninn og trúa þeim sem er sakaður um ofbeldi án þess að hafa nokkuð fyrir sér endilega og þekkja nokkuð málavexti,“ segir Steinunn Margir hafi talið að samfélagið væri komið lengra og þolendur nytu vafans. Aðsókn á Stígamótum hafi aukist gríðarlega síðustu vikuna. „Og eðlilega þegar það koma upp svona umræður um að brotaþolum sé ekki trúað. Það ýtir við mjög mörgum að leita sér aðstoðar eða fólk upplifir erfiðar tilfinningar í kjölfarið af því, þannig það er mjög mikil aðsókn hingað í augnablikinu,“ segir Steinunn. #MeToo byltinging fyrir tveimur árum hafi aðallega snúist um hversu margar konur hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Nú sé meira ákall um að karlar taki þátt í umræðunni. „Bæði sem stuðningsmenn en líka til þess að taka ábyrgð á því sem þeir hafa mögulega gert,“ segir Steinunn. Ekki ábyrgð þolanda að margir liggi undir grun Síðustu daga hafa sumir stigið fram og lýst meintum geranda á nákvæman hátt, það er stöðu, menntun og svo framvegis. Í einhverjum tilvikum hefur lýsingin átt við um hóp saklausra sem hefur þá þurft að sverja ofbeldið af sér. Steinunn segir ekki margar leiðir færar fyrir þolendur í þessum efnum. Meirihluti kærða mála séu felld niður og endi því ekki fyrir dómi. „Langflestar hafa engan sektardóm og eru þar með að útsetja sig fyrir meiðyrðakæru ef þær nefna gerandann á nafn þannig þá eru þær orðnar einhvers konar gerendur. Þannig þær nota þær leiðir sem þær geta og þá auðvitað liggja margir undir grun,“ segir Steinunn og bætir við að það sé ekki ábyrgð þolenda að margir liggi undir grun. Það sé ábyrgð kerfisins, samfélagsins og gerandans. MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Síðustu daga hafa fjölmargir þolendur stigið fram á samfélagsmiðlum og opnað sig um kynferðisofbeldi og viðbrögð samfélagsins í þeim efnum. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir að um sé að ræða aðra #MeToo byltingu. „Það eru hundruð manns búnir að deila sögunum sínum af ofbeldi á Twitter í gær þannig að ég upplifi það þannig,“ segir Steinunn. Mál fjölmiðlamannsins Sölva Tryggvasonar hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Lögmaður tveggja kvenna sendi yfirlýsingu til fjölmiðla á dögunum þar sem fram kom að hann yrði kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Fyrir það hafði málið vakið mikla athygli þar sem Sölvi bar af sér sakir í eigin hlaðvarpsþætti. Gerendameðvirkni komið á óvart „Ég held að það hafi komið aftan að fólki í vikunni þegar það allt í einu verður vitni af rosalegri gerendameðvirkni, vilja fólks til að stökkva á vagninn og trúa þeim sem er sakaður um ofbeldi án þess að hafa nokkuð fyrir sér endilega og þekkja nokkuð málavexti,“ segir Steinunn Margir hafi talið að samfélagið væri komið lengra og þolendur nytu vafans. Aðsókn á Stígamótum hafi aukist gríðarlega síðustu vikuna. „Og eðlilega þegar það koma upp svona umræður um að brotaþolum sé ekki trúað. Það ýtir við mjög mörgum að leita sér aðstoðar eða fólk upplifir erfiðar tilfinningar í kjölfarið af því, þannig það er mjög mikil aðsókn hingað í augnablikinu,“ segir Steinunn. #MeToo byltinging fyrir tveimur árum hafi aðallega snúist um hversu margar konur hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Nú sé meira ákall um að karlar taki þátt í umræðunni. „Bæði sem stuðningsmenn en líka til þess að taka ábyrgð á því sem þeir hafa mögulega gert,“ segir Steinunn. Ekki ábyrgð þolanda að margir liggi undir grun Síðustu daga hafa sumir stigið fram og lýst meintum geranda á nákvæman hátt, það er stöðu, menntun og svo framvegis. Í einhverjum tilvikum hefur lýsingin átt við um hóp saklausra sem hefur þá þurft að sverja ofbeldið af sér. Steinunn segir ekki margar leiðir færar fyrir þolendur í þessum efnum. Meirihluti kærða mála séu felld niður og endi því ekki fyrir dómi. „Langflestar hafa engan sektardóm og eru þar með að útsetja sig fyrir meiðyrðakæru ef þær nefna gerandann á nafn þannig þá eru þær orðnar einhvers konar gerendur. Þannig þær nota þær leiðir sem þær geta og þá auðvitað liggja margir undir grun,“ segir Steinunn og bætir við að það sé ekki ábyrgð þolenda að margir liggi undir grun. Það sé ábyrgð kerfisins, samfélagsins og gerandans.
MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira