Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2021 16:29 Dómur var kveðinn upp í dag. Vísir/Vilhelm Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. Karlmaðurinn sem lést var að vinna á vinnuvél, svokallaðri frauðpressuvél, í Plastgerðinni. Öryggisbúnaður á vélinni sem hann starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Brutu ýmis lög Einn yfirmannanna, verkstjóri hjá verksmiðjunni, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eigendur verksmiðjunnar, voru ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá var framkvæmdastjórinn einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu allir gerst sekir um það sem þeim var gefið að sök að því frátöldu að annar eigandinn var sýknaður af því að hafa ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður. Hann hefði verið í sumarfríi og fjarri vinnustaðnum þegar verkstjórinn upplýsti hann um að hann hefði aftengt búnaðinn. Undir áhrifum fíkniefna og lyfja Verkstjórinn fékk sextíu daga skilorðsbundinn dóm en hinir tveir þrjátíu daga skilorðsbundna dóma. Einkaréttakröfum móður hins látna og bróður var vísað frá dómi. Við ákvörðun refsingar mannanna þriggja var horft til þess að þeir höfðu ekki áður sætt refsingu. Þá var tekið tillit til þess að við krufningu á líki mannsins mældist hár styrkur amfetamíns í blóði auk kannabisefna og lyfsins mídazólam. Sérfræðingur í réttarlæknisfræði taldi ekki loku fyrir það skotið að lyfið ásamt fíkniefnum hefði haft samverkandi áhrif á athyglisgáfu hans og árvekni. Í því ljósi þótti Héraðsdómi Reykjaness ekki óvarlegt að ætla að maðurinn hefði sjálfur átt nokkra sök á slysinu. Á hinn bóginn bæri einnig að líta til alvarleika brots ákærðu, en dómurinn sló því föstu að hver þeirra bæri á sinn hátt ábyrgð á því að mannsbani hlaust af gáleysi þeirra. Þótt rétt að skilorðsbinda refsinguna í samræmi við dómvenju í slíkum málum og því að útgáfa ákæru dróst úr hófi án þess að þremur ákærðu væri um að kenna. Hinn látni hét Pawel Giniewicz og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og 32 ára þegar hann dó. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10 Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22 Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17 Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Karlmaðurinn sem lést var að vinna á vinnuvél, svokallaðri frauðpressuvél, í Plastgerðinni. Öryggisbúnaður á vélinni sem hann starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar með þeim afleiðingum að hann lést. Brutu ýmis lög Einn yfirmannanna, verkstjóri hjá verksmiðjunni, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hinir mennirnir tveir, annar framkvæmdastjóri og hinn verkstjóri en báðir eigendur verksmiðjunnar, voru ákærðir fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi og brot gegn lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þá var framkvæmdastjórinn einnig ákærður fyrir að hafa gefið fyrirmæli um að gangsetja allar vélarnar í vinnslusal Plastgerðarinnar. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu allir gerst sekir um það sem þeim var gefið að sök að því frátöldu að annar eigandinn var sýknaður af því að hafa ekki upplýst starfsmenn fyrirtækisins um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið óvirkjaður. Hann hefði verið í sumarfríi og fjarri vinnustaðnum þegar verkstjórinn upplýsti hann um að hann hefði aftengt búnaðinn. Undir áhrifum fíkniefna og lyfja Verkstjórinn fékk sextíu daga skilorðsbundinn dóm en hinir tveir þrjátíu daga skilorðsbundna dóma. Einkaréttakröfum móður hins látna og bróður var vísað frá dómi. Við ákvörðun refsingar mannanna þriggja var horft til þess að þeir höfðu ekki áður sætt refsingu. Þá var tekið tillit til þess að við krufningu á líki mannsins mældist hár styrkur amfetamíns í blóði auk kannabisefna og lyfsins mídazólam. Sérfræðingur í réttarlæknisfræði taldi ekki loku fyrir það skotið að lyfið ásamt fíkniefnum hefði haft samverkandi áhrif á athyglisgáfu hans og árvekni. Í því ljósi þótti Héraðsdómi Reykjaness ekki óvarlegt að ætla að maðurinn hefði sjálfur átt nokkra sök á slysinu. Á hinn bóginn bæri einnig að líta til alvarleika brots ákærðu, en dómurinn sló því föstu að hver þeirra bæri á sinn hátt ábyrgð á því að mannsbani hlaust af gáleysi þeirra. Þótt rétt að skilorðsbinda refsinguna í samræmi við dómvenju í slíkum málum og því að útgáfa ákæru dróst úr hófi án þess að þremur ákærðu væri um að kenna. Hinn látni hét Pawel Giniewicz og hafði búið á Íslandi í nokkur ár þegar hann lést. Hann var fæddur árið 1985 og 32 ára þegar hann dó. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10 Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22 Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17 Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Tveir eigendur og verkstjóri Plastgerðarinnar ákærðir vegna banaslyss Þrír menn sem starfa sem yfirmenn í Plastgerð Suðurnesja hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í manndrápi af gáleysi eftir að undirmaður þeirra lést í vinnuslysi í Plastgerðinni í júlí 2017. 9. desember 2020 17:10
Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Keflavík Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Plastgerð Suðurnesja í gær hét Pawel Giniewicz. 22. júlí 2017 14:22
Lést eftir vinnuslys í Keflavík Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plastgerð Suðurnesja í dag er látinn. 21. júlí 2017 19:17
Alvarlega slasaður eftir vinnuslys í Keflavík Starfsmaður hjá Plastgerð Suðurnesja er talinn alvarlega slasaður eftir vinnuslys sem varð um hádegisbil í dag. 21. júlí 2017 14:10