Konur rísa upp – aftur Drífa Snædal skrifar 7. maí 2021 14:30 Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. Í heimi vinnunnar verða konur fyrir áreitni og ofbeldi og nýjar sögur minna á hve langt við eigum í land. Öryggi á vinnustöðum snýst ekki bara um öryggisbúnað, heldur líka um andlegt og félagslegt öryggi og þar með varnir gegn ofbeldi og áreitni. Hér skal minnt á að hægt er að leita til stéttarfélaga eftir ráðgjöf vegna ofbeldis og áreitni á vinnustað. Enn er nóg til Í vikunni tók einhver pistlahöfundur að sér að útskýra landsföðurlega fyrir verkalýðshreyfingunni að það væri sannanlega ekki nóg til og því væri slagorð ASÍ „það er nóg til“ ekki sæmandi. Þessi rödd drukknaði hins vegar í öðrum fréttum af gríðarlegum hagnaði bankanna. Það eru hjáróma raddir sem telja að ekki sé hægt að gera betur í skiptingu gæða í samfélaginu og það er vaxandi óþol fyrir misskiptingu auðs. Við fáum reglulega áminningar um skekkjuna í samfélaginu og tvö nýleg dæmi sýna hana vel. Init, fyrirtæki sem þjónustar lífeyrissjóði og stéttarfélög, virðist mjólka félagslegar eignir launafólks með afar óeðlilegum hætti. Ég hef fullvissu fyrir því að óháð rannsókn verði gerð á framgangi og viðskiptum þessa fyrirtækis. Annað mál er einkavæðing hjúkrunarheimila á Akureyri, sem er væntanlega upptaktur að frekari einkavæðingu hjúkrunarheimila. Fyrirtæki sem er í gróðarekstri (ekki sameignafélag eða félag án arðsemissjónarmiða) ætlar að reka hjúkrunarheimili og byrjar á því að lækka laun hjá nýráðnum. Það er ljóst að næstu kjarasamningar munu litast af þessari staðreynd. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta fyrirtæki muni sýna fram á hagnað og þá mun söngurinn heyrast um að einkaaðilar séu betur til þess fallnir að standa í rekstri en hið opinbera. En hvernig verður hagnaðinum náð? Leiða má líkum að því að þar verði eftirfarandi þættir ráðandi: lægri laun, minna menntað starfsfólk, skert þjónusta, reikningar sendir á ríkið þar sem hægt er o.s.frv. Við þurfum ekki að leita langt til að vita hvað er næst á dagskrá og ég veit ekki hversu margir þurfa að gera hryllileg mistök til að við sannmælumst um grundvallarstefnu: Gamalt fólk er ekki verslunarvara! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. Í heimi vinnunnar verða konur fyrir áreitni og ofbeldi og nýjar sögur minna á hve langt við eigum í land. Öryggi á vinnustöðum snýst ekki bara um öryggisbúnað, heldur líka um andlegt og félagslegt öryggi og þar með varnir gegn ofbeldi og áreitni. Hér skal minnt á að hægt er að leita til stéttarfélaga eftir ráðgjöf vegna ofbeldis og áreitni á vinnustað. Enn er nóg til Í vikunni tók einhver pistlahöfundur að sér að útskýra landsföðurlega fyrir verkalýðshreyfingunni að það væri sannanlega ekki nóg til og því væri slagorð ASÍ „það er nóg til“ ekki sæmandi. Þessi rödd drukknaði hins vegar í öðrum fréttum af gríðarlegum hagnaði bankanna. Það eru hjáróma raddir sem telja að ekki sé hægt að gera betur í skiptingu gæða í samfélaginu og það er vaxandi óþol fyrir misskiptingu auðs. Við fáum reglulega áminningar um skekkjuna í samfélaginu og tvö nýleg dæmi sýna hana vel. Init, fyrirtæki sem þjónustar lífeyrissjóði og stéttarfélög, virðist mjólka félagslegar eignir launafólks með afar óeðlilegum hætti. Ég hef fullvissu fyrir því að óháð rannsókn verði gerð á framgangi og viðskiptum þessa fyrirtækis. Annað mál er einkavæðing hjúkrunarheimila á Akureyri, sem er væntanlega upptaktur að frekari einkavæðingu hjúkrunarheimila. Fyrirtæki sem er í gróðarekstri (ekki sameignafélag eða félag án arðsemissjónarmiða) ætlar að reka hjúkrunarheimili og byrjar á því að lækka laun hjá nýráðnum. Það er ljóst að næstu kjarasamningar munu litast af þessari staðreynd. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta fyrirtæki muni sýna fram á hagnað og þá mun söngurinn heyrast um að einkaaðilar séu betur til þess fallnir að standa í rekstri en hið opinbera. En hvernig verður hagnaðinum náð? Leiða má líkum að því að þar verði eftirfarandi þættir ráðandi: lægri laun, minna menntað starfsfólk, skert þjónusta, reikningar sendir á ríkið þar sem hægt er o.s.frv. Við þurfum ekki að leita langt til að vita hvað er næst á dagskrá og ég veit ekki hversu margir þurfa að gera hryllileg mistök til að við sannmælumst um grundvallarstefnu: Gamalt fólk er ekki verslunarvara! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun