Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 10:52 Bóluefni kínverska fyrirtækisins Sinopharm er eitt tveggja sem hafa verið notuð á Seychelleseyjum. Bæði það og bóluefni AstraZeneca hafa reynst með minni virkni en bóluefni Pfizer og Moderna. Vísir/EPA Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum. Áætlað er að um 60% þeirra um 100.000 manna sem búa á Seychelleseyjum hafi verið bólusett gegn kórónuveirunni sem er enn meira en í ríkjum eins og Ísrael og Bretlandi þar sem hratt hefur gengið að bólusetja. Um tvöfalt fleiri eru nú bólusettir í eyríkinu en í Bandaríkjunum. Markmið ríkisstjórnar Wavels Ramkalawan forseta var að bjóða öllum íbúum ókeypis bólusetningu og ná hjarðónæmi á nokkrum vikum. Naut hún liðsinnis vinaþjóða sinna Indlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem sáu smáþjóðinni fyrir bóluefni. Þrátt fyrir þennan árangur í bólusetningum hafa aldrei fleiri greinst smitaðir af veirunni miðað við höfðatölu en í þessari viku. Um hundrað manns greinast nú smitaðir á dag og miðað við höfðatölu er ástandið á Seychelleseyjum því verra en á Indlandi þar sem heilbrigðiskerfið er sprungið og líkin staflast upp þar sem bálstofur hafa ekki undan að brenna þau. Til þess að létta á álaginu á heilbrigðiskerfi Seychelleseyja hafa yfirvöld nú lokað skólum aftur og takmarkað opnunartíma verslana og veitingahúsa. „Það kemur ekki á óvart að tilfellum fækki ekki verulega þarna en það sem kemur mér á óvart er að tilfellum hafi fjölgað verulega frá því seint í apríl,“ segir Yanzhong Huang, sérfræðingur í heilbrigðismálum hjá hugveitunni Utanríkismálaráðinu [e. Council on Foreign Relations], við Washington Post. Bóluefnin leysi ekki allt ein og sér Ástandið á Seychelleseyjum er sagt lærdómsríkt fyrir aðrar þjóðir um hvað þarf til að ná hjarðónæmi í samfélaginu gegn kórónuveirunni og um virkni bóluefna. Fjölgun tilfella bendir til þess að bóluefnin sem hafa verið notuð á eyjunum hafi hlutfallslega litla virkni miðað við sum önnur. Aðeins tvö bóluefni hafa verið notuð, annars vegar frá kínverska fyrirtækinu Sinopharm sem Sameinuðu arabísku furstadæmin gáfu og hins vegar bóluefni AstraZeneca sem er framleitt á Indlandi. Furstadæmin hafa kallað suma þeirra sem fengu kínverska bóluefnið inn til að fá þriðja skammtinn af því vegna þess að þeir sýndu takmarkað ónæmisviðbragð. Þá eru enn hópar í samfélaginu á Seychelleseyjum sem eru óbólusettir. Samkvæmt opinberum tölum voru 65% þeirra 1.068 sem greindust smitaðir í vikunni annað hvort algerlega óbólusett eða höfðu fengið einn skammt af bóluefni. Bóluefnin veita góða vörn fyrir alvarlegum veikindum og dauðsföllum en koma ekki algerlega í veg fyrir að fólk smitist af veirunni. Hugveitan Rand Corp. Áætlar að 49% íbúa á eyjunum sé með ónæmi fyrir veirunni fyrir tilstilli bóluefna. Það sé langt undir þeim mörkum sem þarf fyrir hjarðónæmi. Bóluefnin ein geti ekki stöðvað frekari hópsmit eða fjölgun tilfella þrátt fyrir að þau gagnist vel í að koma í veg fyrir dauðsföll og alvarleg veikindi. „Sóttkví, grímunotkun og félagsforðun ættu að vera hluti af aðgerðum lýðheilsuyfirvalda,“ segir Jennifer Huang Bouey, faraldsfræðingur hjá Rand Corp. Hagkerfi Seychelleseyja er að miklu leyti upp á ferðamannaiðnaðinn kominn. Eftir að landamærin voru opnuð seint í mars fjölgaði kórónuveirusmitum tvöfalt.Vísir/Getty Tvöfalt fleiri smit eftir að landamærin voru opnuð Efnahagur Seychelleseyja er afar háður ferðamönnum og smituðum byrjaði að fjölga skarpt eftir að þeim var leyft að koma aftur inn í landið í seinni hluta mars. Hvorki var gerð krafa um að ferðamenn færu í sóttkví né að þeir væru bólusettir. Þeir þurftu aðeins að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku innan við 72 klukkustundum fyrir komu. Ekki hefur verið sýnt fram á beint orsakasamhengi og ferðamenn eru um 10% þeirra sem hafa greinst smitaðir á eyjunum frá opnun landamæranna. Sumir óttast að uppgangur faraldursins eigi eftir að fæla ferðamenn frá eyjunum. „Covid-19 hefur afhjúpað algerlega veikleika eyríkis sem er enn ákaflega háð ferðamennsku,“ segir Malshini Senaratne, forstöðumaður umhverfisráðgjafarfyrirtækisins Eco-Sol á Seychelleseyjum. Seychelleseyjar Indland Sameinuðu arabísku furstadæmin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Áætlað er að um 60% þeirra um 100.000 manna sem búa á Seychelleseyjum hafi verið bólusett gegn kórónuveirunni sem er enn meira en í ríkjum eins og Ísrael og Bretlandi þar sem hratt hefur gengið að bólusetja. Um tvöfalt fleiri eru nú bólusettir í eyríkinu en í Bandaríkjunum. Markmið ríkisstjórnar Wavels Ramkalawan forseta var að bjóða öllum íbúum ókeypis bólusetningu og ná hjarðónæmi á nokkrum vikum. Naut hún liðsinnis vinaþjóða sinna Indlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem sáu smáþjóðinni fyrir bóluefni. Þrátt fyrir þennan árangur í bólusetningum hafa aldrei fleiri greinst smitaðir af veirunni miðað við höfðatölu en í þessari viku. Um hundrað manns greinast nú smitaðir á dag og miðað við höfðatölu er ástandið á Seychelleseyjum því verra en á Indlandi þar sem heilbrigðiskerfið er sprungið og líkin staflast upp þar sem bálstofur hafa ekki undan að brenna þau. Til þess að létta á álaginu á heilbrigðiskerfi Seychelleseyja hafa yfirvöld nú lokað skólum aftur og takmarkað opnunartíma verslana og veitingahúsa. „Það kemur ekki á óvart að tilfellum fækki ekki verulega þarna en það sem kemur mér á óvart er að tilfellum hafi fjölgað verulega frá því seint í apríl,“ segir Yanzhong Huang, sérfræðingur í heilbrigðismálum hjá hugveitunni Utanríkismálaráðinu [e. Council on Foreign Relations], við Washington Post. Bóluefnin leysi ekki allt ein og sér Ástandið á Seychelleseyjum er sagt lærdómsríkt fyrir aðrar þjóðir um hvað þarf til að ná hjarðónæmi í samfélaginu gegn kórónuveirunni og um virkni bóluefna. Fjölgun tilfella bendir til þess að bóluefnin sem hafa verið notuð á eyjunum hafi hlutfallslega litla virkni miðað við sum önnur. Aðeins tvö bóluefni hafa verið notuð, annars vegar frá kínverska fyrirtækinu Sinopharm sem Sameinuðu arabísku furstadæmin gáfu og hins vegar bóluefni AstraZeneca sem er framleitt á Indlandi. Furstadæmin hafa kallað suma þeirra sem fengu kínverska bóluefnið inn til að fá þriðja skammtinn af því vegna þess að þeir sýndu takmarkað ónæmisviðbragð. Þá eru enn hópar í samfélaginu á Seychelleseyjum sem eru óbólusettir. Samkvæmt opinberum tölum voru 65% þeirra 1.068 sem greindust smitaðir í vikunni annað hvort algerlega óbólusett eða höfðu fengið einn skammt af bóluefni. Bóluefnin veita góða vörn fyrir alvarlegum veikindum og dauðsföllum en koma ekki algerlega í veg fyrir að fólk smitist af veirunni. Hugveitan Rand Corp. Áætlar að 49% íbúa á eyjunum sé með ónæmi fyrir veirunni fyrir tilstilli bóluefna. Það sé langt undir þeim mörkum sem þarf fyrir hjarðónæmi. Bóluefnin ein geti ekki stöðvað frekari hópsmit eða fjölgun tilfella þrátt fyrir að þau gagnist vel í að koma í veg fyrir dauðsföll og alvarleg veikindi. „Sóttkví, grímunotkun og félagsforðun ættu að vera hluti af aðgerðum lýðheilsuyfirvalda,“ segir Jennifer Huang Bouey, faraldsfræðingur hjá Rand Corp. Hagkerfi Seychelleseyja er að miklu leyti upp á ferðamannaiðnaðinn kominn. Eftir að landamærin voru opnuð seint í mars fjölgaði kórónuveirusmitum tvöfalt.Vísir/Getty Tvöfalt fleiri smit eftir að landamærin voru opnuð Efnahagur Seychelleseyja er afar háður ferðamönnum og smituðum byrjaði að fjölga skarpt eftir að þeim var leyft að koma aftur inn í landið í seinni hluta mars. Hvorki var gerð krafa um að ferðamenn færu í sóttkví né að þeir væru bólusettir. Þeir þurftu aðeins að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku innan við 72 klukkustundum fyrir komu. Ekki hefur verið sýnt fram á beint orsakasamhengi og ferðamenn eru um 10% þeirra sem hafa greinst smitaðir á eyjunum frá opnun landamæranna. Sumir óttast að uppgangur faraldursins eigi eftir að fæla ferðamenn frá eyjunum. „Covid-19 hefur afhjúpað algerlega veikleika eyríkis sem er enn ákaflega háð ferðamennsku,“ segir Malshini Senaratne, forstöðumaður umhverfisráðgjafarfyrirtækisins Eco-Sol á Seychelleseyjum.
Seychelleseyjar Indland Sameinuðu arabísku furstadæmin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira