KA liðið hefur nefnilega ekki skorað hjá KR í síðustu sex innbyrðis leikjum liðanna í Pepsi Max deildinni.
Síðasta mark KA á móti KR skoraði Elfar Árni Adalsteinsson á 85. mínútu í 2-3 tapi á Akureyrarvellinum 24. júní 2017.
Síðan þá eru liðnir 1413 dagar eða 46 mánuðir og 13 dagar.
KA-liðið hefur ennfremur spilað í 545 mínútur á móti KR án þess að ná að koma boltanum í markið.
Það er þó ekki eins og KR-ingar hafi raðað inn mörkunum á meðan því KR-mörkin í þessum sex leikjum eru aðeins fjögur.
Síðustu tveir leikir liðanna hafa endað með markalausu jafntefli.
Leikur KR og KA hefst klukkan 18.00 í kvöld en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
KR á móti KA undanfarin tímabil:
- 2017
- 3-2 sigur á Akureyri
- 0-0 jafntefli á KR-velli
- 2018
- 2-0 sigur á KR-velli
- 1-0 sigur á Akureyri
- 2019
- 1-0 sigur á KR-velli
- 0-0 jafntefli á Akureyri
- 2020
- 0-0 jafntefli á Akureyri