Bjóðast til að hýsa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Villa Park Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. maí 2021 23:01 Aston Villa vs Stoke City epa08713192 General view of the Villa Park ahead of the English Carabao Cup 4th round soccer match between Aston Villa and Stoke City in Birmingham, Britain, 01 October 2020. EPA-EFE/Rui Vieira / POOL EDITORIAL USE ONLY. No use with unauthorized audio, video, data, fixture lists, club/league logos or 'live' services. Online in-match use limited to 120 images, no video emulation. No use in betting, games or single club/league/player publications. Aston Villa hefur boðið Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum, Villa Park. Chelsea og Manchester City eru komin í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn á að fara fram í stærstu borg Tyrklands, Istanbúl, þann 29. maí. Fyrir viku var útgöngubann sett á í landinu þar sem Tyrkland var með flest virk kórónuveirusmit allra landa í Evrópu. UEFA hefur þó staðfest að leikurinn muni fara fram í Tyrklandi og að gefnar verði út ferðaupplýsingar síðar í þessari viku. Þá fer miðasala fyrir leikinn einnig af stað. Það virðist sem aðeins ríkisstjórn Tyrklands geti komið í veg fyrir að leikurinn fari þar fram. Fari svo að leikurinn yrði færður til Englands einfaldlega sökum þess að bæði liðin sem munu leika til úrslita eru frá Englandi og að það er heimsfaraldur í gangi þá hefur Aston Villa boðist til að hýsa úrslitaleikinn. Villa Park þyrfti þó að fá andlitslyftingu en sem stendur er blaðamannastúkan ekki nægilega stór til að taka á móti þeim fjölda blaðamanna sem myndi mæta. Þá eru svæði þar sem myndavélar yrðu í leik af þessari stærðargráðu einfaldlega ekki til staðar. Það er þó verið að vinna í því að gera völlinn leikhæfan. Það er hægara sagt en gert að flytja leik af þessari stærðargráðu með svo stuttum fyrirfara. Allt það fólk sem kemur að útsendingu leiksins, umfjöllun um hann sem og öllu öðru þyrfti að breyta ferðaáætlunum sínum með mjög skömmum tíma. Þá myndi þetta hafa mikil áhrif á auglýsendur og styrktaraðila. Ef svo fer hins vegar að ekki verður hægt að leika í Istanbúl þá er Aston Villa allavega tilbúið að hýsa leikinn. Sky Sports greindi frá. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Chelsea og Manchester City eru komin í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn á að fara fram í stærstu borg Tyrklands, Istanbúl, þann 29. maí. Fyrir viku var útgöngubann sett á í landinu þar sem Tyrkland var með flest virk kórónuveirusmit allra landa í Evrópu. UEFA hefur þó staðfest að leikurinn muni fara fram í Tyrklandi og að gefnar verði út ferðaupplýsingar síðar í þessari viku. Þá fer miðasala fyrir leikinn einnig af stað. Það virðist sem aðeins ríkisstjórn Tyrklands geti komið í veg fyrir að leikurinn fari þar fram. Fari svo að leikurinn yrði færður til Englands einfaldlega sökum þess að bæði liðin sem munu leika til úrslita eru frá Englandi og að það er heimsfaraldur í gangi þá hefur Aston Villa boðist til að hýsa úrslitaleikinn. Villa Park þyrfti þó að fá andlitslyftingu en sem stendur er blaðamannastúkan ekki nægilega stór til að taka á móti þeim fjölda blaðamanna sem myndi mæta. Þá eru svæði þar sem myndavélar yrðu í leik af þessari stærðargráðu einfaldlega ekki til staðar. Það er þó verið að vinna í því að gera völlinn leikhæfan. Það er hægara sagt en gert að flytja leik af þessari stærðargráðu með svo stuttum fyrirfara. Allt það fólk sem kemur að útsendingu leiksins, umfjöllun um hann sem og öllu öðru þyrfti að breyta ferðaáætlunum sínum með mjög skömmum tíma. Þá myndi þetta hafa mikil áhrif á auglýsendur og styrktaraðila. Ef svo fer hins vegar að ekki verður hægt að leika í Istanbúl þá er Aston Villa allavega tilbúið að hýsa leikinn. Sky Sports greindi frá. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira