Glæpahópar flytji inn konur til að stunda vændi Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 6. maí 2021 16:06 Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/ARNAR Lögregla telur að skipulagðir glæpahópar á Íslandi sendi konur til landsins í þeim eina tilgangi að stunda vændi. Viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi að sögn lögreglufulltrúa. Í vikunni hefur Kompás fjallað um skipulagða glæpahópa og ógnina af þeim. Lögregla telur að hér starfi um fimmtán hópar, með allt að þrjátíu manns í hverjum hópi. Fjallað var um aukna hörku, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti sem nú einkenna undirheima Íslands. Algengt er að mansal og vændi sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þeir gera út vændiskonur. Þessir hópar sem við erum að sjá eru jafnvel að gera út frá öðrum löndum og senda konurnar hingað sem eru hérna í stuttan tíma í senn, auglýsa sitt vændi og fara síðan aftur,“ segir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi. Málin séu oft flókin og erfitt fyrir lögreglu og taka þau lengra. „Þær konur sem hafa verið að stunda vændi hér á landi, erlendar konur í flestum tilfellum, hafa ekki verið fúsar til að ræða við lögreglu eða telja sig ekki vera fórnarlömb og segja okkur að það sé enginn sem neyðir þær til að koma hingað,“ segir Einar og bætir við að lögregla hafi þó sterkan grun um annað. Í byrjun desember fór lögregla í markvissar aðgerðir gegn vændi. Framboðið kom Einari á óvart. „Hversu mikið það var, og eins eftirspurnin. Við fórum á nokkra staði og ræddum við þessar konur og í kjölfarið fengu þó nokkrir menn réttarstöðu sakbornings,“ segir Einar. Á fimmta tug fengu réttarstöðu sakbornings eftir aðgerðir lögreglu í desember. Málin séu öll á leið á ákærusvið á næstu dögum og telur Einar allar líkur á því að þau endi með sektargreiðslu. „Þetta eru mjög alvarleg mál og viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi og það er náttúrulega mjög alvarlegt,“ segir Einar Guðberg. Kompás Lögreglumál Vændi Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Í vikunni hefur Kompás fjallað um skipulagða glæpahópa og ógnina af þeim. Lögregla telur að hér starfi um fimmtán hópar, með allt að þrjátíu manns í hverjum hópi. Fjallað var um aukna hörku, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti sem nú einkenna undirheima Íslands. Algengt er að mansal og vændi sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þeir gera út vændiskonur. Þessir hópar sem við erum að sjá eru jafnvel að gera út frá öðrum löndum og senda konurnar hingað sem eru hérna í stuttan tíma í senn, auglýsa sitt vændi og fara síðan aftur,“ segir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi. Málin séu oft flókin og erfitt fyrir lögreglu og taka þau lengra. „Þær konur sem hafa verið að stunda vændi hér á landi, erlendar konur í flestum tilfellum, hafa ekki verið fúsar til að ræða við lögreglu eða telja sig ekki vera fórnarlömb og segja okkur að það sé enginn sem neyðir þær til að koma hingað,“ segir Einar og bætir við að lögregla hafi þó sterkan grun um annað. Í byrjun desember fór lögregla í markvissar aðgerðir gegn vændi. Framboðið kom Einari á óvart. „Hversu mikið það var, og eins eftirspurnin. Við fórum á nokkra staði og ræddum við þessar konur og í kjölfarið fengu þó nokkrir menn réttarstöðu sakbornings,“ segir Einar. Á fimmta tug fengu réttarstöðu sakbornings eftir aðgerðir lögreglu í desember. Málin séu öll á leið á ákærusvið á næstu dögum og telur Einar allar líkur á því að þau endi með sektargreiðslu. „Þetta eru mjög alvarleg mál og viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi og það er náttúrulega mjög alvarlegt,“ segir Einar Guðberg.
Kompás Lögreglumál Vændi Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00