„Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. maí 2021 08:01 Jómfrúarfjölskyldan, fv: Jakob Jakobson yngri, sambýliskonan hans og barnsmóðir Sólveig Karlsdóttir, 9 ára dóttir þeirra Mía Henríetta, bræður Jakobs þeir Benjamín Bent og Brynjólfur Óli Árnasynir, Jakob Jakobson eldri, Guðmundur Guðjónsson eiginmaður hans og loks tíkurnar Gríma og Anís sem eru mæðgur. Vísir/Vilhelm „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Jómfrúna, Lækjargötu 4. Ástir og örlög Þær eru ófáar umfjallanir fjölmiðla um stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. Enda engin furða. Því Jómfrúin var fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem sérhæfði sig í smurbrauðum að dönskum sið ásamt ekta danskri matarmenningu og ekki síður stemningu. Með stofnun Jómfrúarinnar fékk Reykjavík á sig enn heimsborgaralegri blæ en áður. Í ofanálag, var Jakob Jakobsson, annar stofnandinn, fyrsti karlmaðurinn í heiminum sem útskrifaðist sem smurbrauðsfrú. Jakob hafði lært hjá Idu Davidsen í Kaupmannahöfn og heimsfrægari gat lærimeistarinn því ekki verið. „Hjá Jakobi Jómfrú“og „Smurbrauð að hætti smurbrauðsjómfrúarinnar“ voru meðal fyrirsagna fjölmiðla árið 1996. Meðstofnandi Jakobs er Guðmundur Guðjónsson. Jakob og Guðmundur giftu sig í Ráðhúsi Reykjavíkur þetta sögulega ár, þar sem loks voru samþykkt þau réttindi samkynhneigðra að mega ganga í staðfesta sambúð. ,,Sjónvarpsmaðurinn Stefan Villeneuve frá Canal Plus í Frakklandi er kominn hingað til lands ásamt fjögurra manna tökuliði til að fylgjast með brúðkaupi tveggja homma,“segir í helgarblaði DV 23.nóvember 1996, þar sem fjallað er um hjónavígslu Jakobs og Guðmundar. En hvað varð til þess að Jómfrúin varð stofnuð? Og hvers vegna lærði Jakob fagið? Í sinni einföldustu mynd má segja að saga Jómfrúarinnar hafi hafist ellefu árum fyrir stofnun staðarins. Og það sem gerir þá sögu svo sjarmerandi er í raun það sem einkennir allar góðar sögur: Ástir og örlög. Ást og örlög: Guðmundur og Jakob stofnuðu Jómfrúna árið 1996 en sagan þeirra, og þar með skýringin á því hvað varð til þess að Jómfrúin var stofnuð, hefst í raun ellefu árum fyrr. Vísir/Vilhelm Heimsfrægur söngvari Árið 1985 stóð Jakob á tímamótum. Hann hafði gifst yndislegri konu og fljótlega eignuðust þau soninn Jakob. Þá dreymdi hann um að verða heimsfrægur söngvari. Jakob hafði stundað nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur. Það nám kláraði hann þó ekki. Jakob yngri var fæddur og ég því kominn með ungan mann inn í mitt líf. En um svipað leyti kynntist ég öðrum ungum manni. Og þá áttaði ég mig á því að ég þurfti ekki lengur að syngja mig frá neinu. Gleðisönginn sjálfan fann ég í þessari nýju ást,“ segir Jakob og vísar þar til þess þegar að þeir Guðmundur tóku saman. „Við Guðmundur gátum ekki hugsað okkur að vera aðskildir eitt augnablik. Guðmundur er myndlistarmenntaður og við ákváðum strax að finna okkur eitthvað til að gera saman,“ segir Jakob. Í tvö sumur ráku Jakob og Guðmundur hótel á Raufarhöfn. Þá starfaði Jakob um tíma hjá Rúnari Marvinssyni á veitingastaðnum Við Tjörnina. „Kokkastarfið átti vel við mig en ég fann fljótlega að mig vantaði áþreifanlega menntunina,“ segir Jakob. Jakob og Guðmundur fluttust til Kaupmannahafnar og fóru í hótel- og veitingarekstrarnám. Jakob lærði síðan og útskrifaðist sem „smørrebrødsjomfru.“ Um tíma starfaði Guðmundur einnig á veitingastað Idu Davidsen. Auðkýfingur í Brasilíu Í Danmörku gerði brasilískur milljónamæringur Jakobi og Guðmundi tilboð: Að þeir myndu opna danskt veitingahús í heimaborginni hans, São Paulo, þar sem bjuggu um 25 milljónir. Jakob og Guðmundur fluttust því til Brasilíu og opnuðu veitingastaðinn . Sá rekstur gekk vel. Ekki síst vegna þess að Jakob og Guðmundur einsettu sér að höfða strax til ákveðins markhóps í borginni. Þar má nefna frægustu kappaksturshetjur í Formúla 1 á þeim tíma, til dæmis Mika Häkkinen, sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árin 1998 og 1999. Samningurinn hljóðaði upp á eitt ár og var Jakobi og Guðmundi þá boðið að vera áfram. En Ísland og heimþráin kallaði. Því í sveit Önundarfirði bjó tíu ára drengur hjá móður sinni og stjúpa. Og Jakob saknaði sonar síns. Með frú Vigdísi Finnbogadóttur á góðri stundu. Vigdís er hetja í augum Guðmundar og Jakobs, enda fór hún fram gegn karlaveldinu, ekki ólíkt þeim sjálfum. Þegar að Jakob og Guðmundur stofnuðu Jómfrúna árið 1996, dreymdi þeim um að frú Vigdís Finnbogadóttir kæmi til þeirra í mat. Sá draumur raungerðist því Vigdís kom á Jómfrúna strax fyrsta árið.Vísir/Freyja Gylfadóttir Ljótasta húsnæðið í bænum Þegar heim var komið, voru Jakob og Guðmundur ákveðnir í því að stofna sinn eigin veitingastað Reykjavík. En eins og algengt er hjá frumkvöðlum, áttu þeir engan pening. Sem betur fer, fengu þeir þó fimm hundruð þúsund króna yfirdrátt hjá Sparisjóði Reykjavíkur. Sá yfirdráttur dugði fyrir fyrstu birgðakaupunum. Við tókum húsnæðið á Lækjargötu 4 til leigu. Sem var ljótasta húsnæði sem við höfðum séð. Enda fengum við sjokk um leið og við vorum búnir að skrifa undir himinháan leigusamning,“ segir Jakob og hlær. Jakob og Guðmundur tóku staðinn í gegn eins vel og þeir gátu og unnu síðan myrkranna á milli næstu mánuði og ár. „Ég man að það var samt ekki fyrr en svona tveimur árum seinna sem maður fór að fatta að mjög líklega væri reksturinn að ganga upp. Ekki bara sem vinsæll veitingastaður heldur einnig fjárhagslega fyrir okkur Guðmund,“ segir Jakob. Feðgarnir. Jakob saknaði sonar síns, Jakobs, þegar hann var í Brasilíu og því fluttu Jakob og Guðmundur aftur til Íslands og stofnuðu Jómfrúna. Jakob yngri tók við rekstrinum fyrir nokkrum árum síðan og er eigandi Jómfrúarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Önnur kynslóðin: Jakob yngri Jakob yngri var tólf ára þegar að Jómfrúin var stofnuð. Ég man vel eftir því enda yfirtók Jómfrúin líf pabba og Guðmundar. Á Jómfrúnni var ég settur í að flysja kartöflur, vaska upp og fleira,“ segir Jakob. Smátt og smátt tók hann síðan eftir því að reksturinn virtist vera að ganga mjög vel. „Pabbarnir voru til dæmis allt í einu komnir á nýjan Volkswagen Golf,“ segir Jakob og hlær. Jakob yngri hafði reyndar líka hjálpað til á stað Idu Davidsen í Kaupmannahöfn. „Ég man að ég skar mig þegar að ég var að flysja kartöflur og Ida huggaði mig með því að faðma mig fast. Ég næstum því kafnaði,“ segir Jakob og skellihlær að minningunni. Til Brasilíu fór hann þó aldrei, en rifjar upp jólapakka sem hann fékk þaðan og hélt að væri örugglega geislaspilari. En reyndist vera tarantúla könguló steypt inn í gler. Jómfrúin hefur alla tíð verið mikið fjölskyldufyrirtæki og í dag starfa þar með Jakobi, tveir bræður hans: Benjamín Bent (til vinstri) og Brynjólfur Óli (til hægri) Árnasynir. Sólveig Karlsdóttir, sambýliskona og barnsmóðir Jakobs byrjaði einnig ung að vinna á Jómfrúnni, en Jakob og Sólveig eiga von á sínu öðru barni í júlí. Á myndinni er einnig dóttir þeirra, Mía Henríetta, sem er afmælisbarn dagsins því í dag, 9. maí, verður Mía 9. ára gömul. Vísir/Vilhelm Heimsmeistari á skíðum Sólveig Karlsdóttir, sambýliskona og barnsmóðir Jakobs yngri, fór líka snemma að vinna á Jómfrúnni. En Jakob dreymdi um að verða heimsmeistari á skíðum. Fór svo að Jakob útskrifaðist sem stúdent úr norskum skíðaskóla. Eftir stúdent fór hann í rekstrar- og stjórnunarnám í háskólanum í Ósló. Fyrir vetrarólympíuleikana í Tórínó árið 2006, kom í ljós að Jakob myndi ekki ná lágmörkunum inn á leikana. Það var þó naumt en í kjölfarið setti Jakob stóru skíðadraumana til hliðar. Við útskrift árið 2008 fékk Jakob atvinnutilboð frá Norsk-íslenska viðskiptaráðinu í Ósló. Hann ákvað að taka því tilboði ekki, heldur flytjast heim og fara að vinna á Jómfrúnni. Skömmu síðar blessaði Geir Haarde Ísland. Í 25 ár hefur Jómfrúin staðið fyrir þriggja mánaða djazz tónlistarviðburði á sumrin, því klukkan 15 alla laugardaga í júní, júlí og ágúst eru haldnir jazz tónleikar á Jómfrúnni. Plássfrekir forstjórar Svo ánægjulega þróuðust málin þó að velta Jómfrúarinnar jókst árin eftir bankahrunið. Segja feðgarnir skýringuna meðal annars þá að tryggir viðskiptavinir starfa margir í fjármálageiranum eða stjórnsýslunni í miðborginni. Rekstrarlega hjálpaði það líka að nokkru fyrir hrun hafði Jómfrúin keypt húsnæðið og var því ekki lengur háð leigusölum. Feðgunum fannst gaman að vinna saman, en gerðu sér grein fyrir því að það var ekkert endilega alltaf best fyrir staðinn sjálfan. Það þýddi auðvitað ekkert að vera með tvo plássfreka forstjóra hér,“ segir Jakob yngri og feðgarnir skella upp úr. Úr varð að Jakob yngri tók að sér það verkefni að setja á laggirnar veitingahús í aðdraganda opnunar Hörpu árið 2010. Sá rekstur var svo seldur árið 2013 og segja feðgarnir að þótt margt gott hafi fylgt þeim rekstri, hafi margar forsendur ekki gengið eftir sem skyldi. „Í útboðsgögnunum 2010 var til dæmis sagt að Marriot hótelið myndi rísa við hliðina á Hörpunni árið 2013. Það hótel er enn í byggingu, átta árum síðar. Síðan voru okkar hugmyndir líka þær að í Hörpu yrði viðburðarhald að vera alla daga eins og í sambærilegum húsnæðum erlendis, en ekki bara einstaka sinnum eins og forsvarsmenn Hörpunnar virðast vilja,“ segir Jakob yngri. Jakob yngri viðurkennir að eftir þetta tímabil hafi hann verið nálægt því að brenna út, enda hafði reksturinn í Hörpunni verið viðvarandi og langt álagstímabil. Jakob skellti sér því í MBA nám í Háskólanum í Reykjavík þetta sama ár. Feðgamynd. Eftir að hafa hitt Birgi Bieltvedt fjárfesti tóku samningaviðræður um viku en Jakob yngri og Birgir keyptu Jómfrúna af Jakobi eldri og Guðmundi árið 2015. Í fyrra keypti Jakob síðan Birgi út og því er hann í dag einn eigandi Jómfrúarinnar en Jakob eldri og Guðmundur eiga og reka sambærilegan stað í Hveragerði: Matkráin.Vísir/Freyja Gylfadóttir „Hvað myndir þú gera?“ Feðgarnir segjast stoltir af svo mörgu sem Jómfrúin hefur afrekað. Til dæmis þriggja mánaða jazz hátíð sem Jómfrúin heldur klukkan 15 á laugardögum öll sumur og hefur gert frá stofnun. Á mynd afhendir Heimir Már Pétursson feðgunum mannréttindaviðurkenningu Hinsegin daga, en málefni samkynhneigðra hefur alltaf verið feðgunum afar hugleikið. Stofnfundur jazzklúbbsins Múlinn var haldinn á Jómfrúnni og eitt árið var jazzhátíðin tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá hefur Jómfrúin hlotið mannréttindaviðurkenningu Hinsegin daga, enda málefnið þeim feðgum afar hugleikið. Þegar Jakob yngri lauk MBA náminu 2015, blundaði í honum að vilja gera eitthvað sjálfur. En hvað? Skólafélagi hans nefndi þá við hann að það væri maður sem hann þekkti, sem hann teldi að Jakob ætti endilega að hitta. Sá maður var Birgir Bieltvedt fjárfestir. Jakob og Birgir hittust á fundi og í því spjalli spyr Birgir: „Ef þú mættir ráða því hvað þú myndir gera, bara hvað sem er, ….hvað myndir þú gera?“ Og Jakob svaraði: „Ég hef reyndar óbilandi trú á tækifærum Jómfrúarinnar.“ Jakob yngri segir alltaf jafn gaman að vinna á Jómfrúnni. Gestirnir séu frábærir en það sé starfsfólkið líka. Á Þorláksmessu er hefð fyrir smá gleði og þá er alltaf tekin hópmynd. Og allar raddir þögnuðu Eftir mjög stuttar samningaviðræður við Guðmund og Jakob eldri, keyptu Jakob yngri og Birgir Jómfrúna. Næstu fimm árin saxaði Jakob á hlut Birgis smátt og smátt og keypti hann síðan endanlega út árið 2020. En síðan kom Covid. Jómfrúin brást við með hraði enda varð að leita leiða til að halda rekstrinum gangandi þrátt fyrir takmarkanir, stór þáttur í því var aukin áhersla á heimsendingarþjónustu. Fyrir jólin þurfti síðan að vísa hundruðum fastagesta frá því að samkvæmt venju eru hátt í 10 þúsund manns sem eiga pantað borð á Jómfrúnni í aðdraganda jólanna. „Þetta var ömurlegt,“ segir Jakob. Sem betur fer, höfðu Jakob eldri og Guðmundur opnað sambærilegan veitingastað í Hveragerði, Matkrána. Fyrir fjölskylduveislur og stærri fyrirtækjapantanir komu tengslin sér vel fyrir jólin, því þegar ekki var hægt að sinna fastakúnnum með veislupantanir var hringt austur. „Pabbi, þú verður að taka þetta.“ Feðgarnir segja lykilinn að árangri Jómfrúarinnar vera trygga viðskiptavini. Sem margir hafi komið reglulega frá upphafi og þar hafi verið kynslóðaskipti líka þar sem börn fastakúnna og jafnvel barnabörn eru að koma. Þeir segja margar skemmtilegar sögur til. Eftir hrun hafi það til dæmis stundum verið skrýtið að sjá í hádegishléum gesti í salnum sem ýmist voru starfsmenn saksóknara og réttarkerfisins annars vegar en lögmenn og ákærðir hins vegar, allir að borða á sama tíma! Eða þegar allar raddir þögnuðu í salnum þegar þrjár þekktustu útvarpsraddir landsins sátu saman við borð og spjölluðu, þau Jón Múli Árnason, Pétur Pétursson og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Fólk var ekki að hlusta á hvað þau voru að segja, heldur myndaðist þögn því fólk var að hlusta á þessar mögnuðu útvarpsraddir sem heilu kynslóðirnar höfðu alist upp við,“ segir Jakob eldri þegar hann rifjar upp þessa stund. Þá segja feðgarnir Jómfrúna státa af afar góðum og samheldnum hópi starfsmanna, en í þeim hópi eru einnig bræður Jakobs yngri, þeir Brynjólfur Óli Árnason sem er veitingastjóri og faglærður framreiðslumaður og Benjamín Bent Árnason sem starfar sem þjónn en er einnig er trommari hljómsveitarinnar Une Misére. „Þannig að Jómfrúin er fjölskyldufyrirtæki,“ segir Jakob yngri og pabbinn kinkar stoltur kolli. En nú þegar Jómfrúin fagnar 25 ára afmælisári er sonurinn spurður hvort hann verði enn til viðtals fyrir fjölmiðla þegar að Jómfrúin verður 50 ára? „Ég er sannfærður um að Jómfrúin verður fimmtíu ára, en það hvort ég verði hér veit ég svo sem ekki,“ svarar Jakob skellihlæjandi en bætir síðan við: Eða jú, ætli ég verði ekki bara hér enn!“ Gamla myndin Feðgar á Jómfrúnni. Myndin er tekin árið 2003. Helgarviðtal Atvinnulífsins Veitingastaðir Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00 „Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00 Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Jómfrúna, Lækjargötu 4. Ástir og örlög Þær eru ófáar umfjallanir fjölmiðla um stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. Enda engin furða. Því Jómfrúin var fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem sérhæfði sig í smurbrauðum að dönskum sið ásamt ekta danskri matarmenningu og ekki síður stemningu. Með stofnun Jómfrúarinnar fékk Reykjavík á sig enn heimsborgaralegri blæ en áður. Í ofanálag, var Jakob Jakobsson, annar stofnandinn, fyrsti karlmaðurinn í heiminum sem útskrifaðist sem smurbrauðsfrú. Jakob hafði lært hjá Idu Davidsen í Kaupmannahöfn og heimsfrægari gat lærimeistarinn því ekki verið. „Hjá Jakobi Jómfrú“og „Smurbrauð að hætti smurbrauðsjómfrúarinnar“ voru meðal fyrirsagna fjölmiðla árið 1996. Meðstofnandi Jakobs er Guðmundur Guðjónsson. Jakob og Guðmundur giftu sig í Ráðhúsi Reykjavíkur þetta sögulega ár, þar sem loks voru samþykkt þau réttindi samkynhneigðra að mega ganga í staðfesta sambúð. ,,Sjónvarpsmaðurinn Stefan Villeneuve frá Canal Plus í Frakklandi er kominn hingað til lands ásamt fjögurra manna tökuliði til að fylgjast með brúðkaupi tveggja homma,“segir í helgarblaði DV 23.nóvember 1996, þar sem fjallað er um hjónavígslu Jakobs og Guðmundar. En hvað varð til þess að Jómfrúin varð stofnuð? Og hvers vegna lærði Jakob fagið? Í sinni einföldustu mynd má segja að saga Jómfrúarinnar hafi hafist ellefu árum fyrir stofnun staðarins. Og það sem gerir þá sögu svo sjarmerandi er í raun það sem einkennir allar góðar sögur: Ástir og örlög. Ást og örlög: Guðmundur og Jakob stofnuðu Jómfrúna árið 1996 en sagan þeirra, og þar með skýringin á því hvað varð til þess að Jómfrúin var stofnuð, hefst í raun ellefu árum fyrr. Vísir/Vilhelm Heimsfrægur söngvari Árið 1985 stóð Jakob á tímamótum. Hann hafði gifst yndislegri konu og fljótlega eignuðust þau soninn Jakob. Þá dreymdi hann um að verða heimsfrægur söngvari. Jakob hafði stundað nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur. Það nám kláraði hann þó ekki. Jakob yngri var fæddur og ég því kominn með ungan mann inn í mitt líf. En um svipað leyti kynntist ég öðrum ungum manni. Og þá áttaði ég mig á því að ég þurfti ekki lengur að syngja mig frá neinu. Gleðisönginn sjálfan fann ég í þessari nýju ást,“ segir Jakob og vísar þar til þess þegar að þeir Guðmundur tóku saman. „Við Guðmundur gátum ekki hugsað okkur að vera aðskildir eitt augnablik. Guðmundur er myndlistarmenntaður og við ákváðum strax að finna okkur eitthvað til að gera saman,“ segir Jakob. Í tvö sumur ráku Jakob og Guðmundur hótel á Raufarhöfn. Þá starfaði Jakob um tíma hjá Rúnari Marvinssyni á veitingastaðnum Við Tjörnina. „Kokkastarfið átti vel við mig en ég fann fljótlega að mig vantaði áþreifanlega menntunina,“ segir Jakob. Jakob og Guðmundur fluttust til Kaupmannahafnar og fóru í hótel- og veitingarekstrarnám. Jakob lærði síðan og útskrifaðist sem „smørrebrødsjomfru.“ Um tíma starfaði Guðmundur einnig á veitingastað Idu Davidsen. Auðkýfingur í Brasilíu Í Danmörku gerði brasilískur milljónamæringur Jakobi og Guðmundi tilboð: Að þeir myndu opna danskt veitingahús í heimaborginni hans, São Paulo, þar sem bjuggu um 25 milljónir. Jakob og Guðmundur fluttust því til Brasilíu og opnuðu veitingastaðinn . Sá rekstur gekk vel. Ekki síst vegna þess að Jakob og Guðmundur einsettu sér að höfða strax til ákveðins markhóps í borginni. Þar má nefna frægustu kappaksturshetjur í Formúla 1 á þeim tíma, til dæmis Mika Häkkinen, sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árin 1998 og 1999. Samningurinn hljóðaði upp á eitt ár og var Jakobi og Guðmundi þá boðið að vera áfram. En Ísland og heimþráin kallaði. Því í sveit Önundarfirði bjó tíu ára drengur hjá móður sinni og stjúpa. Og Jakob saknaði sonar síns. Með frú Vigdísi Finnbogadóttur á góðri stundu. Vigdís er hetja í augum Guðmundar og Jakobs, enda fór hún fram gegn karlaveldinu, ekki ólíkt þeim sjálfum. Þegar að Jakob og Guðmundur stofnuðu Jómfrúna árið 1996, dreymdi þeim um að frú Vigdís Finnbogadóttir kæmi til þeirra í mat. Sá draumur raungerðist því Vigdís kom á Jómfrúna strax fyrsta árið.Vísir/Freyja Gylfadóttir Ljótasta húsnæðið í bænum Þegar heim var komið, voru Jakob og Guðmundur ákveðnir í því að stofna sinn eigin veitingastað Reykjavík. En eins og algengt er hjá frumkvöðlum, áttu þeir engan pening. Sem betur fer, fengu þeir þó fimm hundruð þúsund króna yfirdrátt hjá Sparisjóði Reykjavíkur. Sá yfirdráttur dugði fyrir fyrstu birgðakaupunum. Við tókum húsnæðið á Lækjargötu 4 til leigu. Sem var ljótasta húsnæði sem við höfðum séð. Enda fengum við sjokk um leið og við vorum búnir að skrifa undir himinháan leigusamning,“ segir Jakob og hlær. Jakob og Guðmundur tóku staðinn í gegn eins vel og þeir gátu og unnu síðan myrkranna á milli næstu mánuði og ár. „Ég man að það var samt ekki fyrr en svona tveimur árum seinna sem maður fór að fatta að mjög líklega væri reksturinn að ganga upp. Ekki bara sem vinsæll veitingastaður heldur einnig fjárhagslega fyrir okkur Guðmund,“ segir Jakob. Feðgarnir. Jakob saknaði sonar síns, Jakobs, þegar hann var í Brasilíu og því fluttu Jakob og Guðmundur aftur til Íslands og stofnuðu Jómfrúna. Jakob yngri tók við rekstrinum fyrir nokkrum árum síðan og er eigandi Jómfrúarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Önnur kynslóðin: Jakob yngri Jakob yngri var tólf ára þegar að Jómfrúin var stofnuð. Ég man vel eftir því enda yfirtók Jómfrúin líf pabba og Guðmundar. Á Jómfrúnni var ég settur í að flysja kartöflur, vaska upp og fleira,“ segir Jakob. Smátt og smátt tók hann síðan eftir því að reksturinn virtist vera að ganga mjög vel. „Pabbarnir voru til dæmis allt í einu komnir á nýjan Volkswagen Golf,“ segir Jakob og hlær. Jakob yngri hafði reyndar líka hjálpað til á stað Idu Davidsen í Kaupmannahöfn. „Ég man að ég skar mig þegar að ég var að flysja kartöflur og Ida huggaði mig með því að faðma mig fast. Ég næstum því kafnaði,“ segir Jakob og skellihlær að minningunni. Til Brasilíu fór hann þó aldrei, en rifjar upp jólapakka sem hann fékk þaðan og hélt að væri örugglega geislaspilari. En reyndist vera tarantúla könguló steypt inn í gler. Jómfrúin hefur alla tíð verið mikið fjölskyldufyrirtæki og í dag starfa þar með Jakobi, tveir bræður hans: Benjamín Bent (til vinstri) og Brynjólfur Óli (til hægri) Árnasynir. Sólveig Karlsdóttir, sambýliskona og barnsmóðir Jakobs byrjaði einnig ung að vinna á Jómfrúnni, en Jakob og Sólveig eiga von á sínu öðru barni í júlí. Á myndinni er einnig dóttir þeirra, Mía Henríetta, sem er afmælisbarn dagsins því í dag, 9. maí, verður Mía 9. ára gömul. Vísir/Vilhelm Heimsmeistari á skíðum Sólveig Karlsdóttir, sambýliskona og barnsmóðir Jakobs yngri, fór líka snemma að vinna á Jómfrúnni. En Jakob dreymdi um að verða heimsmeistari á skíðum. Fór svo að Jakob útskrifaðist sem stúdent úr norskum skíðaskóla. Eftir stúdent fór hann í rekstrar- og stjórnunarnám í háskólanum í Ósló. Fyrir vetrarólympíuleikana í Tórínó árið 2006, kom í ljós að Jakob myndi ekki ná lágmörkunum inn á leikana. Það var þó naumt en í kjölfarið setti Jakob stóru skíðadraumana til hliðar. Við útskrift árið 2008 fékk Jakob atvinnutilboð frá Norsk-íslenska viðskiptaráðinu í Ósló. Hann ákvað að taka því tilboði ekki, heldur flytjast heim og fara að vinna á Jómfrúnni. Skömmu síðar blessaði Geir Haarde Ísland. Í 25 ár hefur Jómfrúin staðið fyrir þriggja mánaða djazz tónlistarviðburði á sumrin, því klukkan 15 alla laugardaga í júní, júlí og ágúst eru haldnir jazz tónleikar á Jómfrúnni. Plássfrekir forstjórar Svo ánægjulega þróuðust málin þó að velta Jómfrúarinnar jókst árin eftir bankahrunið. Segja feðgarnir skýringuna meðal annars þá að tryggir viðskiptavinir starfa margir í fjármálageiranum eða stjórnsýslunni í miðborginni. Rekstrarlega hjálpaði það líka að nokkru fyrir hrun hafði Jómfrúin keypt húsnæðið og var því ekki lengur háð leigusölum. Feðgunum fannst gaman að vinna saman, en gerðu sér grein fyrir því að það var ekkert endilega alltaf best fyrir staðinn sjálfan. Það þýddi auðvitað ekkert að vera með tvo plássfreka forstjóra hér,“ segir Jakob yngri og feðgarnir skella upp úr. Úr varð að Jakob yngri tók að sér það verkefni að setja á laggirnar veitingahús í aðdraganda opnunar Hörpu árið 2010. Sá rekstur var svo seldur árið 2013 og segja feðgarnir að þótt margt gott hafi fylgt þeim rekstri, hafi margar forsendur ekki gengið eftir sem skyldi. „Í útboðsgögnunum 2010 var til dæmis sagt að Marriot hótelið myndi rísa við hliðina á Hörpunni árið 2013. Það hótel er enn í byggingu, átta árum síðar. Síðan voru okkar hugmyndir líka þær að í Hörpu yrði viðburðarhald að vera alla daga eins og í sambærilegum húsnæðum erlendis, en ekki bara einstaka sinnum eins og forsvarsmenn Hörpunnar virðast vilja,“ segir Jakob yngri. Jakob yngri viðurkennir að eftir þetta tímabil hafi hann verið nálægt því að brenna út, enda hafði reksturinn í Hörpunni verið viðvarandi og langt álagstímabil. Jakob skellti sér því í MBA nám í Háskólanum í Reykjavík þetta sama ár. Feðgamynd. Eftir að hafa hitt Birgi Bieltvedt fjárfesti tóku samningaviðræður um viku en Jakob yngri og Birgir keyptu Jómfrúna af Jakobi eldri og Guðmundi árið 2015. Í fyrra keypti Jakob síðan Birgi út og því er hann í dag einn eigandi Jómfrúarinnar en Jakob eldri og Guðmundur eiga og reka sambærilegan stað í Hveragerði: Matkráin.Vísir/Freyja Gylfadóttir „Hvað myndir þú gera?“ Feðgarnir segjast stoltir af svo mörgu sem Jómfrúin hefur afrekað. Til dæmis þriggja mánaða jazz hátíð sem Jómfrúin heldur klukkan 15 á laugardögum öll sumur og hefur gert frá stofnun. Á mynd afhendir Heimir Már Pétursson feðgunum mannréttindaviðurkenningu Hinsegin daga, en málefni samkynhneigðra hefur alltaf verið feðgunum afar hugleikið. Stofnfundur jazzklúbbsins Múlinn var haldinn á Jómfrúnni og eitt árið var jazzhátíðin tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá hefur Jómfrúin hlotið mannréttindaviðurkenningu Hinsegin daga, enda málefnið þeim feðgum afar hugleikið. Þegar Jakob yngri lauk MBA náminu 2015, blundaði í honum að vilja gera eitthvað sjálfur. En hvað? Skólafélagi hans nefndi þá við hann að það væri maður sem hann þekkti, sem hann teldi að Jakob ætti endilega að hitta. Sá maður var Birgir Bieltvedt fjárfestir. Jakob og Birgir hittust á fundi og í því spjalli spyr Birgir: „Ef þú mættir ráða því hvað þú myndir gera, bara hvað sem er, ….hvað myndir þú gera?“ Og Jakob svaraði: „Ég hef reyndar óbilandi trú á tækifærum Jómfrúarinnar.“ Jakob yngri segir alltaf jafn gaman að vinna á Jómfrúnni. Gestirnir séu frábærir en það sé starfsfólkið líka. Á Þorláksmessu er hefð fyrir smá gleði og þá er alltaf tekin hópmynd. Og allar raddir þögnuðu Eftir mjög stuttar samningaviðræður við Guðmund og Jakob eldri, keyptu Jakob yngri og Birgir Jómfrúna. Næstu fimm árin saxaði Jakob á hlut Birgis smátt og smátt og keypti hann síðan endanlega út árið 2020. En síðan kom Covid. Jómfrúin brást við með hraði enda varð að leita leiða til að halda rekstrinum gangandi þrátt fyrir takmarkanir, stór þáttur í því var aukin áhersla á heimsendingarþjónustu. Fyrir jólin þurfti síðan að vísa hundruðum fastagesta frá því að samkvæmt venju eru hátt í 10 þúsund manns sem eiga pantað borð á Jómfrúnni í aðdraganda jólanna. „Þetta var ömurlegt,“ segir Jakob. Sem betur fer, höfðu Jakob eldri og Guðmundur opnað sambærilegan veitingastað í Hveragerði, Matkrána. Fyrir fjölskylduveislur og stærri fyrirtækjapantanir komu tengslin sér vel fyrir jólin, því þegar ekki var hægt að sinna fastakúnnum með veislupantanir var hringt austur. „Pabbi, þú verður að taka þetta.“ Feðgarnir segja lykilinn að árangri Jómfrúarinnar vera trygga viðskiptavini. Sem margir hafi komið reglulega frá upphafi og þar hafi verið kynslóðaskipti líka þar sem börn fastakúnna og jafnvel barnabörn eru að koma. Þeir segja margar skemmtilegar sögur til. Eftir hrun hafi það til dæmis stundum verið skrýtið að sjá í hádegishléum gesti í salnum sem ýmist voru starfsmenn saksóknara og réttarkerfisins annars vegar en lögmenn og ákærðir hins vegar, allir að borða á sama tíma! Eða þegar allar raddir þögnuðu í salnum þegar þrjár þekktustu útvarpsraddir landsins sátu saman við borð og spjölluðu, þau Jón Múli Árnason, Pétur Pétursson og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Fólk var ekki að hlusta á hvað þau voru að segja, heldur myndaðist þögn því fólk var að hlusta á þessar mögnuðu útvarpsraddir sem heilu kynslóðirnar höfðu alist upp við,“ segir Jakob eldri þegar hann rifjar upp þessa stund. Þá segja feðgarnir Jómfrúna státa af afar góðum og samheldnum hópi starfsmanna, en í þeim hópi eru einnig bræður Jakobs yngri, þeir Brynjólfur Óli Árnason sem er veitingastjóri og faglærður framreiðslumaður og Benjamín Bent Árnason sem starfar sem þjónn en er einnig er trommari hljómsveitarinnar Une Misére. „Þannig að Jómfrúin er fjölskyldufyrirtæki,“ segir Jakob yngri og pabbinn kinkar stoltur kolli. En nú þegar Jómfrúin fagnar 25 ára afmælisári er sonurinn spurður hvort hann verði enn til viðtals fyrir fjölmiðla þegar að Jómfrúin verður 50 ára? „Ég er sannfærður um að Jómfrúin verður fimmtíu ára, en það hvort ég verði hér veit ég svo sem ekki,“ svarar Jakob skellihlæjandi en bætir síðan við: Eða jú, ætli ég verði ekki bara hér enn!“ Gamla myndin Feðgar á Jómfrúnni. Myndin er tekin árið 2003.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Veitingastaðir Vigdís Finnbogadóttir Tengdar fréttir Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00 Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01 „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00 „Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00 Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25. apríl 2021 08:00
Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. 18. apríl 2021 08:01
„Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00
„Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00
Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01