Kristján: Skilaboð um að deildin eigi að vera í lagi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 22:03 Stjörnukonur fagna eftir að Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir minnkaði muninn í 2-1 gegn Val. vísir/vilhelm Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með spilamennsku Stjörnunnar gegn Val þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. Stjarnan tapaði leiknum, 2-1, þrátt fyrir góða frammistöðu. „Við erum ánægðar með leikinn. Við vorum betra liðið heilt yfir, sérstaklega eftir að við lentum undir. Fram að því vorum við aðeins að gefa boltann frá okkur og skapa hættu en eftir það vorum við mun betra liðið. Við áttum allavega að taka stig,“ sagði Kristján í samtali við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Honum fannst grunnatriðin vera í lagi hjá sínu liði; sendingar og vinnusemi. „Það var greinilegt að við gátum hlaupið meira en andstæðingurinn. Sendingarnar bötnuðu til muna í seinni hálfleik sem við þurftum að bæta. Og þá vorum við leikinn algjörlega í höndunum. En við gerðum ein stór mistök sem kosta mark en við bjuggum til færi til að vinna leikinn og áttum að fá víti undir lokin. Það er klárt,“ sagði Kristján og vísaði til atviksins þegar Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var toguð niður í vítateig Vals í uppbótartíma. Eins og Kristján nefndi gerði Stjarnan slæm mistök í öðru marki Vals. Liðið gerði einnig svipuð mistök, sem kostuðu reyndar ekki mark, í fyrri hálfleik. En er þetta viðbúinn fórnarkostnaður við það að reyna að spila boltanum út úr vörninni? „Það getur vel verið. Kannski erum við heldur ekki alveg komnar af stað. En þetta kemur fyrir þegar þú spilar út úr vörninni en við erum búnar að gera þetta nokkuð vel. Þetta voru bara smá mistök sem við vinnum úr,“ svaraði Kristján. Hann segir að Stjörnukonur gangi beinar í baki frá leiknum þrátt fyrir tap. „Við vorum betra liðið en stundum þarf það að lúta í lægra haldi. En við þurfum kannski að vinna leik þar sem við eigum minna skilið í staðinn til að vinna þessi stig upp. Ég er mjög jákvæður og ánægður fyrir hönd deildarinnar að þessi leikur spilaðist svona. Þetta eru skilaboð um að deildin eigi að vera í lagi,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Við erum ánægðar með leikinn. Við vorum betra liðið heilt yfir, sérstaklega eftir að við lentum undir. Fram að því vorum við aðeins að gefa boltann frá okkur og skapa hættu en eftir það vorum við mun betra liðið. Við áttum allavega að taka stig,“ sagði Kristján í samtali við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Honum fannst grunnatriðin vera í lagi hjá sínu liði; sendingar og vinnusemi. „Það var greinilegt að við gátum hlaupið meira en andstæðingurinn. Sendingarnar bötnuðu til muna í seinni hálfleik sem við þurftum að bæta. Og þá vorum við leikinn algjörlega í höndunum. En við gerðum ein stór mistök sem kosta mark en við bjuggum til færi til að vinna leikinn og áttum að fá víti undir lokin. Það er klárt,“ sagði Kristján og vísaði til atviksins þegar Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var toguð niður í vítateig Vals í uppbótartíma. Eins og Kristján nefndi gerði Stjarnan slæm mistök í öðru marki Vals. Liðið gerði einnig svipuð mistök, sem kostuðu reyndar ekki mark, í fyrri hálfleik. En er þetta viðbúinn fórnarkostnaður við það að reyna að spila boltanum út úr vörninni? „Það getur vel verið. Kannski erum við heldur ekki alveg komnar af stað. En þetta kemur fyrir þegar þú spilar út úr vörninni en við erum búnar að gera þetta nokkuð vel. Þetta voru bara smá mistök sem við vinnum úr,“ svaraði Kristján. Hann segir að Stjörnukonur gangi beinar í baki frá leiknum þrátt fyrir tap. „Við vorum betra liðið en stundum þarf það að lúta í lægra haldi. En við þurfum kannski að vinna leik þar sem við eigum minna skilið í staðinn til að vinna þessi stig upp. Ég er mjög jákvæður og ánægður fyrir hönd deildarinnar að þessi leikur spilaðist svona. Þetta eru skilaboð um að deildin eigi að vera í lagi,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn