Kristján: Skilaboð um að deildin eigi að vera í lagi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 22:03 Stjörnukonur fagna eftir að Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir minnkaði muninn í 2-1 gegn Val. vísir/vilhelm Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með spilamennsku Stjörnunnar gegn Val þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. Stjarnan tapaði leiknum, 2-1, þrátt fyrir góða frammistöðu. „Við erum ánægðar með leikinn. Við vorum betra liðið heilt yfir, sérstaklega eftir að við lentum undir. Fram að því vorum við aðeins að gefa boltann frá okkur og skapa hættu en eftir það vorum við mun betra liðið. Við áttum allavega að taka stig,“ sagði Kristján í samtali við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Honum fannst grunnatriðin vera í lagi hjá sínu liði; sendingar og vinnusemi. „Það var greinilegt að við gátum hlaupið meira en andstæðingurinn. Sendingarnar bötnuðu til muna í seinni hálfleik sem við þurftum að bæta. Og þá vorum við leikinn algjörlega í höndunum. En við gerðum ein stór mistök sem kosta mark en við bjuggum til færi til að vinna leikinn og áttum að fá víti undir lokin. Það er klárt,“ sagði Kristján og vísaði til atviksins þegar Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var toguð niður í vítateig Vals í uppbótartíma. Eins og Kristján nefndi gerði Stjarnan slæm mistök í öðru marki Vals. Liðið gerði einnig svipuð mistök, sem kostuðu reyndar ekki mark, í fyrri hálfleik. En er þetta viðbúinn fórnarkostnaður við það að reyna að spila boltanum út úr vörninni? „Það getur vel verið. Kannski erum við heldur ekki alveg komnar af stað. En þetta kemur fyrir þegar þú spilar út úr vörninni en við erum búnar að gera þetta nokkuð vel. Þetta voru bara smá mistök sem við vinnum úr,“ svaraði Kristján. Hann segir að Stjörnukonur gangi beinar í baki frá leiknum þrátt fyrir tap. „Við vorum betra liðið en stundum þarf það að lúta í lægra haldi. En við þurfum kannski að vinna leik þar sem við eigum minna skilið í staðinn til að vinna þessi stig upp. Ég er mjög jákvæður og ánægður fyrir hönd deildarinnar að þessi leikur spilaðist svona. Þetta eru skilaboð um að deildin eigi að vera í lagi,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
„Við erum ánægðar með leikinn. Við vorum betra liðið heilt yfir, sérstaklega eftir að við lentum undir. Fram að því vorum við aðeins að gefa boltann frá okkur og skapa hættu en eftir það vorum við mun betra liðið. Við áttum allavega að taka stig,“ sagði Kristján í samtali við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Honum fannst grunnatriðin vera í lagi hjá sínu liði; sendingar og vinnusemi. „Það var greinilegt að við gátum hlaupið meira en andstæðingurinn. Sendingarnar bötnuðu til muna í seinni hálfleik sem við þurftum að bæta. Og þá vorum við leikinn algjörlega í höndunum. En við gerðum ein stór mistök sem kosta mark en við bjuggum til færi til að vinna leikinn og áttum að fá víti undir lokin. Það er klárt,“ sagði Kristján og vísaði til atviksins þegar Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var toguð niður í vítateig Vals í uppbótartíma. Eins og Kristján nefndi gerði Stjarnan slæm mistök í öðru marki Vals. Liðið gerði einnig svipuð mistök, sem kostuðu reyndar ekki mark, í fyrri hálfleik. En er þetta viðbúinn fórnarkostnaður við það að reyna að spila boltanum út úr vörninni? „Það getur vel verið. Kannski erum við heldur ekki alveg komnar af stað. En þetta kemur fyrir þegar þú spilar út úr vörninni en við erum búnar að gera þetta nokkuð vel. Þetta voru bara smá mistök sem við vinnum úr,“ svaraði Kristján. Hann segir að Stjörnukonur gangi beinar í baki frá leiknum þrátt fyrir tap. „Við vorum betra liðið en stundum þarf það að lúta í lægra haldi. En við þurfum kannski að vinna leik þar sem við eigum minna skilið í staðinn til að vinna þessi stig upp. Ég er mjög jákvæður og ánægður fyrir hönd deildarinnar að þessi leikur spilaðist svona. Þetta eru skilaboð um að deildin eigi að vera í lagi,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira