Biden styður að fella niður einkaleyfi á bóluefnum Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2021 20:34 Katherine Tai, sendiherra Bandaríkjanna hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni tilkynnti ákvörðun ríkisstjórnar Bidens í kvöld. AP/Sarah Silbiger Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur ákveðið að styðja viðleitni innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um að fella niður einkaleyfi á bóluefnum gegn Covid-19. Markmiðið er að gera öðrum ríkjum kleift að framleiða meira af bóluefnum og hraða bólusetningum á heimsvísu. Katherine Tai, sendiherra Bandaríkjanna hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, tilkynnti þessa ákvörðun í kvöld. Undanfarna daga hafa staðið yfir viðræður innan veggja stofnunarinnar um það að fella niður viðskiptareglur til að auka framleiðslu bóluefna. Í tilkynningunni segir hún að frekari viðræður þurfi að eiga sér stað og þær gæti tekið einhvern tíma, áður en önnur ríki geti farið að framleiða bóluefnin. Viðræðurnar hafa snúist um að fella tímabundið niður einkaleyfi á bóluefnum svo hægt væri að framleiða meira af þeim á heimsvísu. AP fréttaveitan segir að til standi að funda aftur um málið í byrjun júní. Tai sagði faraldur Covid-19 vera hnattrænt neyðarástand og það fordæmalausa ástand sem hefði myndast í heiminum, kallaði á fordæmalausar aðgerðir. These extraordinary times and circumstances of call for extraordinary measures. The US supports the waiver of IP protections on COVID-19 vaccines to help end the pandemic and we ll actively participate in @WTO negotiations to make that happen. pic.twitter.com/96ERlboZS8— Ambassador Katherine Tai (@AmbassadorTai) May 5, 2021 Meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við það að fella niður einkaleyfi á bóluefnum eru Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Hann hefur meðal annars bent á að tólin til tímabundinnar niðurfellingar eru í verkfærakistu WTO og ekki sé betri tími til að beita þeim tólum en nú. Gegn heimsfaraldri sem hafi leitt til minnst 3,2 milljóna dauðsfalla og smitað 437 milljónir manna. Leiðtogar rúmlega hundrað ríkja hafa lýst yfir stuðningi við þessar aðgerðir. Andstæðingar þeirra segja málið flóknara en fólk átti sig á. Framleiðsla bóluefna sé flókin og hún aukist ekki af sjálfu sér við það að fella niður einkaleyfi á bóluefnum. Þá óttast þeir að aðgerðirnar muni koma niður á nýsköpun í framtíðinni. Bandaríkin Bólusetningar Joe Biden Tengdar fréttir Börn niður í tólf ára fá bóluefni Pfizer Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19. 5. maí 2021 17:45 Fimm handteknir fyrir að selja „endurunna“ sýnatökupinna Lögregluyfirvöld á Indónesíu hafa handtekið nokkra starfsmenn lyfjafyrirtækis, sem eru grunaðir um að hafa þvegið sýnatökupinna og selt. Lögregla telur svikin hafa átt sér stað frá því í desember. 5. maí 2021 07:46 Biden vill bólusetja tólf til sautján ára sem allra fyrst Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi nýja áætlun sem miðar að því að búið verði að bólusetja 70 prósent allra fullorðinna Bandaríkjamanna fyrir þjóðhátíðardag landsins, fjórða júlí. 5. maí 2021 07:01 Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu. 4. maí 2021 15:45 Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Katherine Tai, sendiherra Bandaríkjanna hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni, tilkynnti þessa ákvörðun í kvöld. Undanfarna daga hafa staðið yfir viðræður innan veggja stofnunarinnar um það að fella niður viðskiptareglur til að auka framleiðslu bóluefna. Í tilkynningunni segir hún að frekari viðræður þurfi að eiga sér stað og þær gæti tekið einhvern tíma, áður en önnur ríki geti farið að framleiða bóluefnin. Viðræðurnar hafa snúist um að fella tímabundið niður einkaleyfi á bóluefnum svo hægt væri að framleiða meira af þeim á heimsvísu. AP fréttaveitan segir að til standi að funda aftur um málið í byrjun júní. Tai sagði faraldur Covid-19 vera hnattrænt neyðarástand og það fordæmalausa ástand sem hefði myndast í heiminum, kallaði á fordæmalausar aðgerðir. These extraordinary times and circumstances of call for extraordinary measures. The US supports the waiver of IP protections on COVID-19 vaccines to help end the pandemic and we ll actively participate in @WTO negotiations to make that happen. pic.twitter.com/96ERlboZS8— Ambassador Katherine Tai (@AmbassadorTai) May 5, 2021 Meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við það að fella niður einkaleyfi á bóluefnum eru Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Hann hefur meðal annars bent á að tólin til tímabundinnar niðurfellingar eru í verkfærakistu WTO og ekki sé betri tími til að beita þeim tólum en nú. Gegn heimsfaraldri sem hafi leitt til minnst 3,2 milljóna dauðsfalla og smitað 437 milljónir manna. Leiðtogar rúmlega hundrað ríkja hafa lýst yfir stuðningi við þessar aðgerðir. Andstæðingar þeirra segja málið flóknara en fólk átti sig á. Framleiðsla bóluefna sé flókin og hún aukist ekki af sjálfu sér við það að fella niður einkaleyfi á bóluefnum. Þá óttast þeir að aðgerðirnar muni koma niður á nýsköpun í framtíðinni.
Bandaríkin Bólusetningar Joe Biden Tengdar fréttir Börn niður í tólf ára fá bóluefni Pfizer Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19. 5. maí 2021 17:45 Fimm handteknir fyrir að selja „endurunna“ sýnatökupinna Lögregluyfirvöld á Indónesíu hafa handtekið nokkra starfsmenn lyfjafyrirtækis, sem eru grunaðir um að hafa þvegið sýnatökupinna og selt. Lögregla telur svikin hafa átt sér stað frá því í desember. 5. maí 2021 07:46 Biden vill bólusetja tólf til sautján ára sem allra fyrst Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi nýja áætlun sem miðar að því að búið verði að bólusetja 70 prósent allra fullorðinna Bandaríkjamanna fyrir þjóðhátíðardag landsins, fjórða júlí. 5. maí 2021 07:01 Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu. 4. maí 2021 15:45 Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Börn niður í tólf ára fá bóluefni Pfizer Kanadísk heilbrigðisyfirvöld hafa tekið ákvörðun um að heimila að börn niður í tólf ára verði bólusett með bóluefni Pfizer gegn covid-19. Kanada er þar með fyrsta landið sem leyfir svo ungum börnum að vera bólusett gegn covid-19. 5. maí 2021 17:45
Fimm handteknir fyrir að selja „endurunna“ sýnatökupinna Lögregluyfirvöld á Indónesíu hafa handtekið nokkra starfsmenn lyfjafyrirtækis, sem eru grunaðir um að hafa þvegið sýnatökupinna og selt. Lögregla telur svikin hafa átt sér stað frá því í desember. 5. maí 2021 07:46
Biden vill bólusetja tólf til sautján ára sem allra fyrst Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi nýja áætlun sem miðar að því að búið verði að bólusetja 70 prósent allra fullorðinna Bandaríkjamanna fyrir þjóðhátíðardag landsins, fjórða júlí. 5. maí 2021 07:01
Bóluefni Sinovac komið í áfangamat hjá EMA Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið áfangamat á bóluefni kínverska líftæknifyrirtækisins Sinovac gegn Covid-19. Er fyrirtækið þar með komið einu skrefi nær því geta sótt um markaðsleyfi í Evrópu. 4. maí 2021 15:45
Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. 4. maí 2021 08:57