Blaðamaður mbl.is segir sig úr stjórn Blaðamannafélags Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2021 17:21 Þrír blaðamenn hjá Morgunblaðinu og mbl.is hafa sagt af sér störfum á vegum Blaðamannafélags Íslands í vikunni. Vísir/Egill Þorsteinn Ásgrímsson, blaðamaður á mbl.is, hefur sagt sig úr stjórn Blaðamannafélags Íslands. Talsverður óróleiki hefur verið meðal blaðamanna Morgunblaðsins og mbl.is undanfarna daga eftir að stjórn BÍ gerði athugasemd við auglýsingabirtingu Samherja á miðlinum. Báðir trúnaðarmenn BÍ hjá Morgunblaðinu sögðu af sér þeim störfum í vikunni, þau Kristín Heiða Kristinsdóttir og Guðni Einarsson. Ástæða beggja afsagna var afskipti stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja. Í tilkynningu frá Þorsteini, sem birt er á vef Blaðamannafélagsins, segir hann að ákvörðunarferli eftir stjórnarfund BÍ síðasta föstudag og yfirlýsing félagsins í kjölfarið hafi ekki verið í takt við þá samvinnu innan stjórnar og stéttarinnar í heild sem hann telji mikilvæga. „Ég tel mikilvægt að haldinn sé umræðufundur eins og stefnt er að á fimmtudaginn vegna háttsemi Samherja í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um fyrirtækið og að sú umræða sé tekin á víðum grundvelli. Slíkt er nauðsynlegt í faginu þegar stórfyrirtæki fer gegn ákveðnum fréttamönnum,“ skrifar Þorsteinn í tilkynningunni. Umrædd auglýsing Samherja sem birtist á mbl.is á dögunum bar yfirskriftina: „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti“. Í auglýsingunni er meðal annars kvartað undan því að niðurstaða siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur blaðamönnum RÚV hafi ekki leitt til þess að Helga Seljan fréttamann hafi verið bannað að fjalla frekar um mál Samherja. Í kjölfarið fordæmdi stjórn Blaðamannafélags Íslands Árvakur, útgáfufélag mbl.is og Morgunblaðsins, fyrir að hafa birt auglýsinguna. Í yfirlýsingu stjórnarinnar sagði að auglýsingin væri liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Seljan og samstarfsfélögum hans sem hafi staðið linnulaust í eitt og hálft ár. Yfirlýsing félagsins var meðal fyrstu verka Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns á RÚV, í nýju forystuhlutverki en hún var á dögunum kjörin nýr formaður félagsins. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. 3. maí 2021 11:56 Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Báðir trúnaðarmenn BÍ hjá Morgunblaðinu sögðu af sér þeim störfum í vikunni, þau Kristín Heiða Kristinsdóttir og Guðni Einarsson. Ástæða beggja afsagna var afskipti stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja. Í tilkynningu frá Þorsteini, sem birt er á vef Blaðamannafélagsins, segir hann að ákvörðunarferli eftir stjórnarfund BÍ síðasta föstudag og yfirlýsing félagsins í kjölfarið hafi ekki verið í takt við þá samvinnu innan stjórnar og stéttarinnar í heild sem hann telji mikilvæga. „Ég tel mikilvægt að haldinn sé umræðufundur eins og stefnt er að á fimmtudaginn vegna háttsemi Samherja í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um fyrirtækið og að sú umræða sé tekin á víðum grundvelli. Slíkt er nauðsynlegt í faginu þegar stórfyrirtæki fer gegn ákveðnum fréttamönnum,“ skrifar Þorsteinn í tilkynningunni. Umrædd auglýsing Samherja sem birtist á mbl.is á dögunum bar yfirskriftina: „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti“. Í auglýsingunni er meðal annars kvartað undan því að niðurstaða siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur blaðamönnum RÚV hafi ekki leitt til þess að Helga Seljan fréttamann hafi verið bannað að fjalla frekar um mál Samherja. Í kjölfarið fordæmdi stjórn Blaðamannafélags Íslands Árvakur, útgáfufélag mbl.is og Morgunblaðsins, fyrir að hafa birt auglýsinguna. Í yfirlýsingu stjórnarinnar sagði að auglýsingin væri liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Seljan og samstarfsfélögum hans sem hafi staðið linnulaust í eitt og hálft ár. Yfirlýsing félagsins var meðal fyrstu verka Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns á RÚV, í nýju forystuhlutverki en hún var á dögunum kjörin nýr formaður félagsins.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. 3. maí 2021 11:56 Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. 3. maí 2021 11:56
Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00