Helgi Hrafn einn á móti Miðflokksmönnum í málþófi um innflytjendur Snorri Másson skrifar 4. maí 2021 23:12 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að hælisleitendakerfið sé misnotað hér á landi. Vísir/Vilhelm Miðflokksmenn hafa frá því klukkan þrjú í dag haldið uppi umræðum á Alþingi um frumvarp ríkisstjórnarinnar um málefni innflytjenda. Það er að sögn þingmanns Vinstri grænna komið út í málþóf. Ræðurnar eru orðnar 97 í dag. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa miklar efasemdir um frumvarpið og telja að það muni auka straum innflytjenda og flóttamanna til landsins. Þessu mótmæla stjórnarþingmenn og einnig Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem hefur staðið í ströngu í andsvörum við Miðflokksmenn í kvöld. Helgi hefur að segja má tekið vaktir á móti Brynjari Níelssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins í að veita Miðflokkinum andsvör í kvöld. Helgi hefur þó verið öllu iðnari við kolann en Brynjar. Ræður hans eru 22 en Brynjars aðeins níu og áttu sér allar stað innan sömu klukkustundar. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hefur flutt 22 ræður það sem af er kvöldi.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt því fram í síðustu ræðu sem hann hélt, að hælisleitendakerfið væri misnotað hér á landi. „Enda er ekki hægt að gera ráð fyrir að glæpagengi sem taka aleiguna af fólki og setja það í lífshættu muni vilja fylgja í öllum tilvikum settum reglum,“ sagði Sigmundur. Hann sagði þá að „misnotkun“ á kerfinu bitnaði mest á þeim sem mest þyrftu á kerfinu að halda. Helgi Hrafn er ósammála þingmönnunum. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að fólk sem komi hingað, hælisleitendur eða kvótaflóttamenn, hafi fullt færi á að aðlagast íslensku samfélagi og að þeir séu aðstoðaðir við það. Þess vegna er ég hlynntur þessu frumvarpi sem við erum að ræða núna og þess vegna skil ég ekki hvers vegna háttvirtir þingmenn eru á móti því. Rökin sem þeir hafa fært fram og ég er búinn að heyra milljón sinnum standast ekki mína skoðun og ég er ósammála háttvirtum þingmönnum um áhrif frumvarpsins,“ sagði Helgi. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir Miðflokksmenn standa í málþófi vegna slæms gengis í skoðanakönnunum, en síðast mældust þeir með 8% fylgi, sem er vissulega lágt í sögulegu samhengi. „Miðflokknum gengur illa í skoðanakönnunum og fer í málþóf um innflytjendur. Fátt nýtt undir sólinni,“ skrifar Kolbeinn. Þess er skemmst að geta að Miðflokksmenn komust nálægt Íslandsmeti í málþófi vegna þriðja orkupakkans sumarið 2019, sem stóð í fleiri sólarhringa. Miðflokkurinn Píratar Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Stoltur af því að vera hvítur, miðaldra karlmaður Deilt er um frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks. Þingmenn Miðflokksins mótmæla því og telja að það muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. 4. maí 2021 18:12 Ríkisstjórnin héldi velli og Sósíalistar næðu inn Vinstri hreyfingin - grænt framboð bætir við sig 2% prósentustigum í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup og mælist með 14,3% fylgi ef gengið yrði til kosninga í dag. Í kosningunum 2017 fékk flokkurinn 16,9% fylgi. 3. maí 2021 23:46 Ber orðræðu Miðflokksins um útlendingamál saman við gyðingahatur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins vegna umræðu um málefni innflytjenda sem fór fram á Alþingi í dag og kvöld. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratugi síðustu aldar og gyðingahatur. 16. febrúar 2021 21:02 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Sjá meira
Ræðurnar eru orðnar 97 í dag. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa miklar efasemdir um frumvarpið og telja að það muni auka straum innflytjenda og flóttamanna til landsins. Þessu mótmæla stjórnarþingmenn og einnig Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem hefur staðið í ströngu í andsvörum við Miðflokksmenn í kvöld. Helgi hefur að segja má tekið vaktir á móti Brynjari Níelssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins í að veita Miðflokkinum andsvör í kvöld. Helgi hefur þó verið öllu iðnari við kolann en Brynjar. Ræður hans eru 22 en Brynjars aðeins níu og áttu sér allar stað innan sömu klukkustundar. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hefur flutt 22 ræður það sem af er kvöldi.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt því fram í síðustu ræðu sem hann hélt, að hælisleitendakerfið væri misnotað hér á landi. „Enda er ekki hægt að gera ráð fyrir að glæpagengi sem taka aleiguna af fólki og setja það í lífshættu muni vilja fylgja í öllum tilvikum settum reglum,“ sagði Sigmundur. Hann sagði þá að „misnotkun“ á kerfinu bitnaði mest á þeim sem mest þyrftu á kerfinu að halda. Helgi Hrafn er ósammála þingmönnunum. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að fólk sem komi hingað, hælisleitendur eða kvótaflóttamenn, hafi fullt færi á að aðlagast íslensku samfélagi og að þeir séu aðstoðaðir við það. Þess vegna er ég hlynntur þessu frumvarpi sem við erum að ræða núna og þess vegna skil ég ekki hvers vegna háttvirtir þingmenn eru á móti því. Rökin sem þeir hafa fært fram og ég er búinn að heyra milljón sinnum standast ekki mína skoðun og ég er ósammála háttvirtum þingmönnum um áhrif frumvarpsins,“ sagði Helgi. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir Miðflokksmenn standa í málþófi vegna slæms gengis í skoðanakönnunum, en síðast mældust þeir með 8% fylgi, sem er vissulega lágt í sögulegu samhengi. „Miðflokknum gengur illa í skoðanakönnunum og fer í málþóf um innflytjendur. Fátt nýtt undir sólinni,“ skrifar Kolbeinn. Þess er skemmst að geta að Miðflokksmenn komust nálægt Íslandsmeti í málþófi vegna þriðja orkupakkans sumarið 2019, sem stóð í fleiri sólarhringa.
Miðflokkurinn Píratar Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Stoltur af því að vera hvítur, miðaldra karlmaður Deilt er um frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks. Þingmenn Miðflokksins mótmæla því og telja að það muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. 4. maí 2021 18:12 Ríkisstjórnin héldi velli og Sósíalistar næðu inn Vinstri hreyfingin - grænt framboð bætir við sig 2% prósentustigum í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup og mælist með 14,3% fylgi ef gengið yrði til kosninga í dag. Í kosningunum 2017 fékk flokkurinn 16,9% fylgi. 3. maí 2021 23:46 Ber orðræðu Miðflokksins um útlendingamál saman við gyðingahatur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins vegna umræðu um málefni innflytjenda sem fór fram á Alþingi í dag og kvöld. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratugi síðustu aldar og gyðingahatur. 16. febrúar 2021 21:02 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Sjá meira
Stoltur af því að vera hvítur, miðaldra karlmaður Deilt er um frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks. Þingmenn Miðflokksins mótmæla því og telja að það muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. 4. maí 2021 18:12
Ríkisstjórnin héldi velli og Sósíalistar næðu inn Vinstri hreyfingin - grænt framboð bætir við sig 2% prósentustigum í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup og mælist með 14,3% fylgi ef gengið yrði til kosninga í dag. Í kosningunum 2017 fékk flokkurinn 16,9% fylgi. 3. maí 2021 23:46
Ber orðræðu Miðflokksins um útlendingamál saman við gyðingahatur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins vegna umræðu um málefni innflytjenda sem fór fram á Alþingi í dag og kvöld. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratugi síðustu aldar og gyðingahatur. 16. febrúar 2021 21:02