Þórólfur segir aðgerðir á landamærum skila árangri Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2021 20:31 Heilbrigðisráðherra býst við að hægt verði að slaka töluvert á sóttvarnaaðgerðum undir lok næstu viku en ákvað í dag að framlengja gildandi sóttvarnareglur um viku. Sóttvarnalæknir segir nýjustu aðgerðir á landamærunum hafa skilað árangri. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í morgun að framlengja reglugerð um sóttvarnatakmarkanir sem ella hefði fallið úr gildi á fimmtudag um viku. Sóttvarnalækni lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur með tilslakanir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Svandís segir flesta hafa greinst innan sóttkvíar að undanförnu og það sé gott. „Við höfum góða stjórn á landamærunum en sjáum að mikla fjölgun á fólki sem er að koma þar inn. Bólusetningarnar eru að ganga mjög vel. Þannig að ég tel að í næstu viku höfum við allar forsendur til að taka skref í átt til afléttingar. Enda er það í samræmi við okkar áætlanir,“ segir heilbrigðisráðherra. Þórólfur segir rétt að fara varlega í tilslakanir. „Við erum nýbúin að vera með nokkur hópsmit í gangi og erum enn að greina fólk í tengslum við þessi hópsmit. Eins og gerðist til dæmis í gær. Ég held við eigum að fara varlega og reyna að halda þessum árangri. Halda áfram að aflétta frekar en fara of hratt og þurfa þá að bakka,” segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir eru bæði mjög sátt við gang bólusetninga og reikna með að hjarðónæmi verði náð í júlímánuði. „Og ég held að það sé mjög raunhæft að við getum ráðist í frekari afléttingar í næstu viku,” segir Þórólfur. Hann voni að verið sé að ná utanum þær hópsýkingar sem grasserað hafi að undanförnu. „Samt erum við að greina einstaklinga sem komu ekki upp í rakningunni en tengjast þessum hópsmitum. Þannig að veiran er enn þarna úti og það er það sem ég vil minna á,“ segir sóttvarnalæknir. Nýjustu aðgerðir á landamærunum hafi skilað árangri en þær feli í sér mikla áskorun og vinnu fyrir alla sem að komi þar og í sóttvarnahúsi. Færri greinist nú við landamærin. „Það kann vel að vera að þessar aðgerðir núna velji einhvern veginn betur út þá sem eru ekki smitaðir. Kannski vorum við að fá fólk meira sem var smitað. Við erum klárlega að fá minna smit inn í landið eins og staðan er,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í morgun að framlengja reglugerð um sóttvarnatakmarkanir sem ella hefði fallið úr gildi á fimmtudag um viku. Sóttvarnalækni lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur með tilslakanir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Svandís segir flesta hafa greinst innan sóttkvíar að undanförnu og það sé gott. „Við höfum góða stjórn á landamærunum en sjáum að mikla fjölgun á fólki sem er að koma þar inn. Bólusetningarnar eru að ganga mjög vel. Þannig að ég tel að í næstu viku höfum við allar forsendur til að taka skref í átt til afléttingar. Enda er það í samræmi við okkar áætlanir,“ segir heilbrigðisráðherra. Þórólfur segir rétt að fara varlega í tilslakanir. „Við erum nýbúin að vera með nokkur hópsmit í gangi og erum enn að greina fólk í tengslum við þessi hópsmit. Eins og gerðist til dæmis í gær. Ég held við eigum að fara varlega og reyna að halda þessum árangri. Halda áfram að aflétta frekar en fara of hratt og þurfa þá að bakka,” segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir eru bæði mjög sátt við gang bólusetninga og reikna með að hjarðónæmi verði náð í júlímánuði. „Og ég held að það sé mjög raunhæft að við getum ráðist í frekari afléttingar í næstu viku,” segir Þórólfur. Hann voni að verið sé að ná utanum þær hópsýkingar sem grasserað hafi að undanförnu. „Samt erum við að greina einstaklinga sem komu ekki upp í rakningunni en tengjast þessum hópsmitum. Þannig að veiran er enn þarna úti og það er það sem ég vil minna á,“ segir sóttvarnalæknir. Nýjustu aðgerðir á landamærunum hafi skilað árangri en þær feli í sér mikla áskorun og vinnu fyrir alla sem að komi þar og í sóttvarnahúsi. Færri greinist nú við landamærin. „Það kann vel að vera að þessar aðgerðir núna velji einhvern veginn betur út þá sem eru ekki smitaðir. Kannski vorum við að fá fólk meira sem var smitað. Við erum klárlega að fá minna smit inn í landið eins og staðan er,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57
Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36