Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. maí 2021 08:57 Aðstaða sjúklinga er víða bág en þeir sem fá pláss eru heppnir. Aðrir deyja heima eða jafnvel fyrir utan sjúkrahúsin. epa/Idrees Mohammed Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. Súrefnisskortur er enn útbreiddur í landinu og öll sjúkrahús full. Þá anna bálstofur ekki eftirspurn. Margir sérfræðingar telja fjölda látinna raunar allt að fimm til tíu sinnum meiri en opinberar tölur gefa til kynna. „Eina leiðin til að stoppa útbreiðslu kórónuveirunnar er algjört útgöngubann,“ sagði Rahul Gandhi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, á Twitter. Sagði hann aðgerðarleysi stjórnvalda hafa leitt til fjölda dauðsfalla. Undir þetta tekur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar og ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Hann hefur ráðlagt Indverjum að grípa til útgöngubanns á landsvísu og gera allt til að auka hraðann í bólusetningum til að koma böndum á útbreiðslu SARS-CoV-2. „Ástandið á Indlandi er afar alvarlegt,“ sagði hann. Útgöngubann er þegar í gildi í mörgum ríkjum og borgum, til dæmis Delí og Mumbai, en forsætisráðherrann Narendra Modi er sagður hafa veigrað sér við því að fyrirskipa harðar aðgerðir á landsvísu vegna efnahagslegra afleiðinga. Þegar gripið var til útgöngubanns á landsvísu í mars 2020 kom það harkalega niður á dagverkamönnum. Talið er að aðgerðirnar hafi ýtt 75 milljónum undir fátækramörk. Í Delí er unnið að því allan sólahringinn að brenna lík hinna látnu.epa/Idrees Mohammed Indverska heilbrigðiskrefið er hins vegar sprungið. Á mánudag létust 23 sjúklingar á spítala í ríkinu Karnataka þegar súrefnisbirgðirnar þrutu. Hæstiréttur Delí hefur ákveðið að refsa embættismönnum ef úthlutaðar súrefnisbirgðir berast ekki sjúkrahúsum. Í gær létust 448 af völdum Covid-19 í höfuðborginni í gær. Fyrir utan Lok Nayak-sjúkrahúsið, þar sem öll 1.500 Covid-19 plássin eru full, mátti sjá hvernig sjúkrabifreiðum var vísað á brott, með fárveika einstaklinga innanborðs. Þá beið þar fólk eftir því að fá afhentar jarðneskar leifar ástvina. „Móðir mín beið fyrir utan þetta sjúkrahús í sex tíma í gær en þeir vildu ekki hleypa henni inn, ekki einu sinni þegar súrefnismettunin var komin í 19 prósent,“ segir hin 29 ára Priyanka Gupta. „Það var bara þegar hún dó sem þeir tóku hana inn og nú veit ég ekki hvenær ég fæ hana til baka.“ Guardian fjallar um ástandið. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Súrefnisskortur er enn útbreiddur í landinu og öll sjúkrahús full. Þá anna bálstofur ekki eftirspurn. Margir sérfræðingar telja fjölda látinna raunar allt að fimm til tíu sinnum meiri en opinberar tölur gefa til kynna. „Eina leiðin til að stoppa útbreiðslu kórónuveirunnar er algjört útgöngubann,“ sagði Rahul Gandhi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, á Twitter. Sagði hann aðgerðarleysi stjórnvalda hafa leitt til fjölda dauðsfalla. Undir þetta tekur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar og ráðgjafi Bandaríkjaforseta. Hann hefur ráðlagt Indverjum að grípa til útgöngubanns á landsvísu og gera allt til að auka hraðann í bólusetningum til að koma böndum á útbreiðslu SARS-CoV-2. „Ástandið á Indlandi er afar alvarlegt,“ sagði hann. Útgöngubann er þegar í gildi í mörgum ríkjum og borgum, til dæmis Delí og Mumbai, en forsætisráðherrann Narendra Modi er sagður hafa veigrað sér við því að fyrirskipa harðar aðgerðir á landsvísu vegna efnahagslegra afleiðinga. Þegar gripið var til útgöngubanns á landsvísu í mars 2020 kom það harkalega niður á dagverkamönnum. Talið er að aðgerðirnar hafi ýtt 75 milljónum undir fátækramörk. Í Delí er unnið að því allan sólahringinn að brenna lík hinna látnu.epa/Idrees Mohammed Indverska heilbrigðiskrefið er hins vegar sprungið. Á mánudag létust 23 sjúklingar á spítala í ríkinu Karnataka þegar súrefnisbirgðirnar þrutu. Hæstiréttur Delí hefur ákveðið að refsa embættismönnum ef úthlutaðar súrefnisbirgðir berast ekki sjúkrahúsum. Í gær létust 448 af völdum Covid-19 í höfuðborginni í gær. Fyrir utan Lok Nayak-sjúkrahúsið, þar sem öll 1.500 Covid-19 plássin eru full, mátti sjá hvernig sjúkrabifreiðum var vísað á brott, með fárveika einstaklinga innanborðs. Þá beið þar fólk eftir því að fá afhentar jarðneskar leifar ástvina. „Móðir mín beið fyrir utan þetta sjúkrahús í sex tíma í gær en þeir vildu ekki hleypa henni inn, ekki einu sinni þegar súrefnismettunin var komin í 19 prósent,“ segir hin 29 ára Priyanka Gupta. „Það var bara þegar hún dó sem þeir tóku hana inn og nú veit ég ekki hvenær ég fæ hana til baka.“ Guardian fjallar um ástandið.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira