Íslenski boltinn

„Þær eru auðvitað bara svekktar eftir síðasta tímabil“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Metta Jensen og Sonný Lára Þráinsdóttir í baráttu um boltann í úrslitaleik Vals og Breiðablik í Pepsi Max deild kvenna í fyrrasumar.
Elín Metta Jensen og Sonný Lára Þráinsdóttir í baráttu um boltann í úrslitaleik Vals og Breiðablik í Pepsi Max deild kvenna í fyrrasumar. Vísir/Hulda Margrét

Pepsi Max kvenna hefst á morgun og nú má sjá allan upphitunarþáttinn inn á Vísi.

Pepsi Max deild kvenna í fótbolta hefst annað kvöld með tveimur leikjum en Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar spáðu í spilin fyrir komandi tímabil í upphitunarþætti fyrir deildina.

Sérfræðingar Helenu Ólafsdóttur í fyrsta þætti tímabilsins voru reynsluboltarnir Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir sem báðar voru með í fyrra.

Í þættinum var spáð fyrir um lokaröðina í deildinni og farið vel yfir hvert lið og þær breytingar sem hafa orðið á hverju liði.

Sérfræðingarnir Lilja Dögg Valþórsdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir, Árni Freyr Guðnason og Katrín Ómarsdóttir sögðu sína skoðun á liðunum tíu sem skipa deildina í sumar.

„Það er langt síðan Valur hefur náð stöðugleika varðandi þjálfara en Pétur er núna að fara inn á sitt þriðja tímabil sem er mjög gott. Ég veit að þær hafa æft mikið í vetur, Pétur er búinn að láta þær hlaupa og hafa svolítið fyrir hlutunum. Þær eru auðvitað bara svekktar eftir síðasta tímabil,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir meðal annars um Valsliðið.

Það má sjá allan þáttinn hér fyrir neðan.

Klippa: Upphitunarþáttur fyrir Pepsi Max deild kvenna 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×