Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2021 18:45 Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins. AP/Evan Vucci Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá því í dag að takmarkanirnar tækju gildi aðfaranótt þriðjudagsins 4. maí. Með þeim yrði flestum ferðalögum sem eru ekki bandarískir borgarar bannað að koma til Bandaríkjanna hafi þeir dvalið á Indlandi innan fjórtán daga fyrir komu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) vísar til gríðarlegs fjölda smita á Indlandi um þessar mundir og nokkurra mismunandi afbrigða veirunnar sem eru þar í dreifingu. Sambærilegar takmarkanir eru þegar í gildi fyrir fólk sem hefur verið í Suður-Afríku, Brasilíu, Bretlandi, Írlandi og 26 Evrópuríkjum sem leyfa frjálsa för yfir landamæri sín. Fleiri en 300.000 manns hafa greinst smitaðir á Indlandi á hverjum degi undanfarna níu daga í röð. Fjöldinn náði 386.352 í dag en talið er að raunverulegur fjöldi smitaðra sé enn hærri vegna takmarkaðar skimunar sem fer fram í landinu. Að minnsta kosti rúmlega 200.000 manns eru látnir og hátt í nítján milljónir hafa greinst smitaðar. Sérfræðingar telja að raunverulegu tölurnar gætu verið allt frá fimm til tíu sinnum hærri en þær opinberu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrr í vikunni ráðlagði bandaríska utanríkisráðuneytið borgurum sínum að forðast ferðalög til Indlands og að snúa þaðan sem fyrst ef þeir væru þar staddir. Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins, greindi frá því í dag að takmarkanirnar tækju gildi aðfaranótt þriðjudagsins 4. maí. Með þeim yrði flestum ferðalögum sem eru ekki bandarískir borgarar bannað að koma til Bandaríkjanna hafi þeir dvalið á Indlandi innan fjórtán daga fyrir komu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) vísar til gríðarlegs fjölda smita á Indlandi um þessar mundir og nokkurra mismunandi afbrigða veirunnar sem eru þar í dreifingu. Sambærilegar takmarkanir eru þegar í gildi fyrir fólk sem hefur verið í Suður-Afríku, Brasilíu, Bretlandi, Írlandi og 26 Evrópuríkjum sem leyfa frjálsa för yfir landamæri sín. Fleiri en 300.000 manns hafa greinst smitaðir á Indlandi á hverjum degi undanfarna níu daga í röð. Fjöldinn náði 386.352 í dag en talið er að raunverulegur fjöldi smitaðra sé enn hærri vegna takmarkaðar skimunar sem fer fram í landinu. Að minnsta kosti rúmlega 200.000 manns eru látnir og hátt í nítján milljónir hafa greinst smitaðar. Sérfræðingar telja að raunverulegu tölurnar gætu verið allt frá fimm til tíu sinnum hærri en þær opinberu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fyrr í vikunni ráðlagði bandaríska utanríkisráðuneytið borgurum sínum að forðast ferðalög til Indlands og að snúa þaðan sem fyrst ef þeir væru þar staddir.
Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50
Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. 29. apríl 2021 17:32