Klárum leikinn - fyrir fjölskyldur Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 30. apríl 2021 17:00 Fjölskyldan skipar stóran sess í íslensku samfélagi. Fjölskyldur eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Til þess að skapa gott samfélag er lykilatriði að hlúa vel að fjölskyldum landsins. Það hefur ávallt verið stefna Framsóknarflokksins að styðja við fjölskyldur. Góð fjölskyldueining er undirstaða að framtíð barna. Tekjur heimilisins geta haft áhrif á heilsu og líðan og dregið úr samveru og gæðastundum. Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir margar fjölskyldur en nú sér vonandi fyrir endann á þessum faraldri. Bólusetningar ganga vel og áður en við vitum af verða hjól atvinnulífsins aftur kominn í gang, og vonandi öflugri en aldrei fyrr. Þangað til að samfélagið og fjölskyldur landsins hafa komist í gegnum brimskaflinn er stjórnvöldum ljúft og skylt að styðja við fólkið í landinu. Barnabótaauki Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til þess að styðja við fjölskyldur og atvinnulíf. Hér er um að ræða fjölþættar aðgerðir til þess að styðja bæði við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Einn liður í aðgerðum til þess að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 er sérstakur barnabótaauki. Allir þeir sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur fá greiddan sérstakan 30 þúsund króna barnabótaauka með hverju barni við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2021. Ferðagjöf Ferðagjöfin er endurvakin, hún styrkir bæði fjölskyldur til ferðalaga innanlands sem og innlend ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðagjöfin verður með sama sniði og í fyrra úrræði, þar sem landsmenn fá fjárhagslegan hvata til að njóta íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan á Íslandi hefur orðið fyrir miklum búsifjum síðastliðið ár og því er stuðningur sem þessi mikilvægur. Ef við náum að koma fyrirtækjum í ferðaþjónustu í gegnum brimið þá verður viðspyrnan hraðari. Í góðu árferði skapar ferðaþjónustan fjölda starfa og miklar gjaldeyristekjur. Ég hvet landsmenn til að nýta ferðagjöfina í að gera eitthvað saman með fjölskyldunni, hvort sem það er stórt eða lítið. Það sem eftir stendur eru vonandi góðar minningar fyrir börn og fullorðna og öflugri ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Geðheilbrigði þjóðar Eftir erfiðleika síðasta árs er einnig mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum. Ákveðið hefur verið að leggja 600 m. kr. viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni ásamt 200 m. kr. vegna aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 á börn, eldri borgara, öryrkja, fólk af erlendum uppruna og öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Margir hafa átt erfitt á síðustu misserum og útlit er fyrir að erfiðleikar síðustu mánaða geti valdið eftirköstum. Félagslegt og líkamlegt heilbrigði jafnt sem andlegt og tilfinningalegt jafnvægi er samofið velgengni í einkalífi og starfi. Með því að hlúa að geðheilbrigði hlúum við að fjölskyldum landsins. Hér hef ég stiklað á stóru, en fleiri aðgerðir eru í pakkanum. Það mikilvægasta af öllu er að standa saman á lokametrum baráttunnar við veiruna. Það sést til lands, við erum að koma í mark. Klárum þetta saman, klárum leikinn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Fjölskyldan skipar stóran sess í íslensku samfélagi. Fjölskyldur eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Til þess að skapa gott samfélag er lykilatriði að hlúa vel að fjölskyldum landsins. Það hefur ávallt verið stefna Framsóknarflokksins að styðja við fjölskyldur. Góð fjölskyldueining er undirstaða að framtíð barna. Tekjur heimilisins geta haft áhrif á heilsu og líðan og dregið úr samveru og gæðastundum. Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir margar fjölskyldur en nú sér vonandi fyrir endann á þessum faraldri. Bólusetningar ganga vel og áður en við vitum af verða hjól atvinnulífsins aftur kominn í gang, og vonandi öflugri en aldrei fyrr. Þangað til að samfélagið og fjölskyldur landsins hafa komist í gegnum brimskaflinn er stjórnvöldum ljúft og skylt að styðja við fólkið í landinu. Barnabótaauki Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til þess að styðja við fjölskyldur og atvinnulíf. Hér er um að ræða fjölþættar aðgerðir til þess að styðja bæði við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Einn liður í aðgerðum til þess að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 er sérstakur barnabótaauki. Allir þeir sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur fá greiddan sérstakan 30 þúsund króna barnabótaauka með hverju barni við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2021. Ferðagjöf Ferðagjöfin er endurvakin, hún styrkir bæði fjölskyldur til ferðalaga innanlands sem og innlend ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðagjöfin verður með sama sniði og í fyrra úrræði, þar sem landsmenn fá fjárhagslegan hvata til að njóta íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan á Íslandi hefur orðið fyrir miklum búsifjum síðastliðið ár og því er stuðningur sem þessi mikilvægur. Ef við náum að koma fyrirtækjum í ferðaþjónustu í gegnum brimið þá verður viðspyrnan hraðari. Í góðu árferði skapar ferðaþjónustan fjölda starfa og miklar gjaldeyristekjur. Ég hvet landsmenn til að nýta ferðagjöfina í að gera eitthvað saman með fjölskyldunni, hvort sem það er stórt eða lítið. Það sem eftir stendur eru vonandi góðar minningar fyrir börn og fullorðna og öflugri ferðaþjónustufyrirtæki í landinu. Geðheilbrigði þjóðar Eftir erfiðleika síðasta árs er einnig mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum. Ákveðið hefur verið að leggja 600 m. kr. viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni ásamt 200 m. kr. vegna aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 á börn, eldri borgara, öryrkja, fólk af erlendum uppruna og öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Margir hafa átt erfitt á síðustu misserum og útlit er fyrir að erfiðleikar síðustu mánaða geti valdið eftirköstum. Félagslegt og líkamlegt heilbrigði jafnt sem andlegt og tilfinningalegt jafnvægi er samofið velgengni í einkalífi og starfi. Með því að hlúa að geðheilbrigði hlúum við að fjölskyldum landsins. Hér hef ég stiklað á stóru, en fleiri aðgerðir eru í pakkanum. Það mikilvægasta af öllu er að standa saman á lokametrum baráttunnar við veiruna. Það sést til lands, við erum að koma í mark. Klárum þetta saman, klárum leikinn! Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun