Slæmur endir á aprílmánuði um einhverfu hjá Reykjavíkurborg Sigrún Birgisdóttir og Guðlaug Svala Kristjánsdóttir skrifa 30. apríl 2021 15:49 Nýverið fengu foreldrar 30 barna í Reykjavík bréf um fyrirhugaða synjun við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þau höfðu sótt um pláss í sérdeildum vegna þess að þau töldu börnin ekki höndla að vera inni í bekk allan daginn með sínum jafnöldrum. Hluti þessara barna hefur áður verið í almennum bekkjum og ekki notið sín í því umhverfi en flestar umsóknir komu frá foreldrum barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Þegar um einhverf börn er að ræða er að ýmsu að huga varðandi skólagöngu. Eru bekkir nógu fámennir? Hvernig er aðstaða í kennslustofunni þegar litið er til skynjunar, svo sem varðandi hljóðvist, lýsingu og eril? Er stuðningur nægilegur og haldbær þekking á einhverfu til staðar? Er fagþekking í skólanum til að mæta þörfum barnsins t.d. þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sérkennari? Er námsefnið við hæfi eða er þekking til að búa til námsefni fyrir nemandann sem byggir á hans áhugasviði? Býðst nemandanum stuðningur í félagslegum samskiptum utan sem innan kennslustunda? Þetta er meðal þess sem þarf að vera í lagi en þó engan veginn tæmandi listi. Einhverfusamtökin hafa lengi bent þörf fyrir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun. Einn þáttur í þeirri starfsemi væri fræðsla og ráðgjöf inn í skólasamfélagið til að auðvelda öllum skólum að taka á móti einhverfum nemendum og bjóða upp á það umhverfi sem hentar þeim hópi. Í grein um þessa yfirvofandi synjun sem birtist í Kjarnanum 30. apríl er vitnað í svör og ummæli fulltrúa Reykjavíkurborgar, þess efnis að metfjöldi umsókna í einhverfudeild í ár tengist meðal annars auknum greiningum en að einnig sé til staðar „misskilningur um að einhverfudeild sé framtíðarúrræði“ enda sé markmiðið að einhverfir nemendur fari í almennar bekkjardeildir. Þetta svar ýtir að okkar mati enn undir þörfina á því að sérþekkingu á einhverfu sé safnað á einn stað til að sporna gegn því að stefna aðila eins og Reykjavíkurborgar um að dreifa kröftunum hafi neikvæð áhrif á líf og líðan einhverfra barna. Hvað fjölgun greininga varðar er einnig rétt að halda því til haga að um þessar mundir bíða um 380 börn eftir greiningu vegna gruns um einhverfu á Þroska- og hegðunarstöð og einnig eru mörg börn á biðlista á Greiningar- og ráðgjafarstöð. Biðtíminn eftir greiningur er allt að 24 mánuðir. Því má áætla að mun fleiri börn þurfi þjónustu en þessi 30. Það er misskilningur að skóli án aðgreiningar þýði að öll börn þurfi að læra inni í sama rými. Skóli án aðgreiningar á að bjóða öll börn velkomin í sinn heimaskóla í aðstæður sem henta hverjum og einum. Helstu sérþarfir einhverfra snúa að umhverfi og samskiptum. Skynáreiti ráða miklu um getu þeirra til að njóta sín í námi og leik. Það gefur auga leið að auðveldara er að mæta þessum þörfum í sérhönnuðu umhverfi en í ólíkum bekkjardeildum í misjöfnu umhverfi eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Markmið Reykjavíkurborgar um að einhverfudeildir heyri bráðum fortíðinni til eru afar metnaðarfull og í raun aðdáunarverð ef í þeim felst yfirlýsing um að bráðum verði öll rými í skólum borgarinnar einhverfuvæn. Að flúorperum verði útrýmt, hópar minnkaðir og hljóðvist bætt til muna. Það er sannarlega tilhlökkunarefni. Á raunsærri nótum munum við hins vegar enn um sinn halda áfram að berjast fyrir viðunandi úrræðum fyrir einhverf börn á þeirra eigin forsendum. Óvissustaða 30 barna núna, sem og allra hinna sem bíða greiningar og stuðnings, ýtir enn undir mikilvægi þess að stjórnvöld bregðist við kröfum Einhverfusamtakanna um stofnun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum. 28. apríl 2021 13:27 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið fengu foreldrar 30 barna í Reykjavík bréf um fyrirhugaða synjun við umsókn um skólavist í sérdeildum fyrir einhverfa. Þau höfðu sótt um pláss í sérdeildum vegna þess að þau töldu börnin ekki höndla að vera inni í bekk allan daginn með sínum jafnöldrum. Hluti þessara barna hefur áður verið í almennum bekkjum og ekki notið sín í því umhverfi en flestar umsóknir komu frá foreldrum barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Þegar um einhverf börn er að ræða er að ýmsu að huga varðandi skólagöngu. Eru bekkir nógu fámennir? Hvernig er aðstaða í kennslustofunni þegar litið er til skynjunar, svo sem varðandi hljóðvist, lýsingu og eril? Er stuðningur nægilegur og haldbær þekking á einhverfu til staðar? Er fagþekking í skólanum til að mæta þörfum barnsins t.d. þroskaþjálfi, iðjuþjálfi eða sérkennari? Er námsefnið við hæfi eða er þekking til að búa til námsefni fyrir nemandann sem byggir á hans áhugasviði? Býðst nemandanum stuðningur í félagslegum samskiptum utan sem innan kennslustunda? Þetta er meðal þess sem þarf að vera í lagi en þó engan veginn tæmandi listi. Einhverfusamtökin hafa lengi bent þörf fyrir Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun. Einn þáttur í þeirri starfsemi væri fræðsla og ráðgjöf inn í skólasamfélagið til að auðvelda öllum skólum að taka á móti einhverfum nemendum og bjóða upp á það umhverfi sem hentar þeim hópi. Í grein um þessa yfirvofandi synjun sem birtist í Kjarnanum 30. apríl er vitnað í svör og ummæli fulltrúa Reykjavíkurborgar, þess efnis að metfjöldi umsókna í einhverfudeild í ár tengist meðal annars auknum greiningum en að einnig sé til staðar „misskilningur um að einhverfudeild sé framtíðarúrræði“ enda sé markmiðið að einhverfir nemendur fari í almennar bekkjardeildir. Þetta svar ýtir að okkar mati enn undir þörfina á því að sérþekkingu á einhverfu sé safnað á einn stað til að sporna gegn því að stefna aðila eins og Reykjavíkurborgar um að dreifa kröftunum hafi neikvæð áhrif á líf og líðan einhverfra barna. Hvað fjölgun greininga varðar er einnig rétt að halda því til haga að um þessar mundir bíða um 380 börn eftir greiningu vegna gruns um einhverfu á Þroska- og hegðunarstöð og einnig eru mörg börn á biðlista á Greiningar- og ráðgjafarstöð. Biðtíminn eftir greiningur er allt að 24 mánuðir. Því má áætla að mun fleiri börn þurfi þjónustu en þessi 30. Það er misskilningur að skóli án aðgreiningar þýði að öll börn þurfi að læra inni í sama rými. Skóli án aðgreiningar á að bjóða öll börn velkomin í sinn heimaskóla í aðstæður sem henta hverjum og einum. Helstu sérþarfir einhverfra snúa að umhverfi og samskiptum. Skynáreiti ráða miklu um getu þeirra til að njóta sín í námi og leik. Það gefur auga leið að auðveldara er að mæta þessum þörfum í sérhönnuðu umhverfi en í ólíkum bekkjardeildum í misjöfnu umhverfi eftir aðstæðum á hverjum stað fyrir sig. Markmið Reykjavíkurborgar um að einhverfudeildir heyri bráðum fortíðinni til eru afar metnaðarfull og í raun aðdáunarverð ef í þeim felst yfirlýsing um að bráðum verði öll rými í skólum borgarinnar einhverfuvæn. Að flúorperum verði útrýmt, hópar minnkaðir og hljóðvist bætt til muna. Það er sannarlega tilhlökkunarefni. Á raunsærri nótum munum við hins vegar enn um sinn halda áfram að berjast fyrir viðunandi úrræðum fyrir einhverf börn á þeirra eigin forsendum. Óvissustaða 30 barna núna, sem og allra hinna sem bíða greiningar og stuðnings, ýtir enn undir mikilvægi þess að stjórnvöld bregðist við kröfum Einhverfusamtakanna um stofnun Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar. Sigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Einhverfusamtakanna
Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum. 28. apríl 2021 13:27
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun