Fyrsta þrenna Bale í rúm átta ár og Tottenham lyfti sér upp í fimmta sæti 2. maí 2021 20:18 Gareth Bale fagnar þriðja marki sínu. Shaun Botterill/Getty Images Tottenham tók á móti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sheffield United er nú þegar fallið úr deildinni, á meðan Tottenham heldur enn í vonina um Meistaradeildarsæti. Þrenna frá Gareth Bale og gullfallegt mark fra Heung-Min Son tryggðu heimamönnum 4-0 sigur. Tottenham var mun líklegri aðilinn allt frá fyrstu mínútu leiksins. Heimamenn fengu nokkur hálffæri, en það tók þá 36. mínútur að brjóta vörn Sheffield manna á bak aftur. Serge Aurier átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Sheffield manna, og Gareth Bale gerði virkilega vel í að lyfta boltanum yfir Aaron Ramsdale, markvörð Sheffield. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heung-Min Son hélt að hann hefði tvöfaldað forystu Tottenham þegar hann slapp einn í gegn eftir frábæra sendingu frá Toby Alderweireld. Son kláraði færið vel, en við nánari skoðun kom í ljós að Kóreumaðurinn var rangstæður. Son var þó aftur á ferðinni þegar hann lagði upp annað mark Tottenham, og annað mark Gareth Bale á 61. mínútu. Bale slapp þá einn í gegn og gerði eingin mistök þegar hann setti boltann framhjá Aaron Ramsdale. Aðeins átta mínútum síðar fullkomnaði Bale svo þrennu sína. Bale fékk þá boltann frá Serge Aurier og fast skot fyrir utan teig söng í netinu. Þetta var fyrsta þrenna Gareth Bale í treyju Tottenham í rúm átta ár, eða síðan á öðrum degi jóla árið 2012. Þá skoraði hann þrennu í 4-0 útisigri gegn Aston Villa. Gareth Bale s first Premier League hat-trick since December 2012 pic.twitter.com/G25F3Jezaz— B/R Football (@brfootball) May 2, 2021 Tottenham voru þó ekki hættir. Þegar um 13 mínútur voru til leiksloka fékk Heung-Min Son boltann fyrir utan teig frá Steven Bergwijn. Son færði boltann yfir á hægri fótinn og smellti honum stöngin inn. Heimamenn fengu svo nokkur ágætis færi undir lok leiksins til að bæta við fimmta markinu, en allt kom fyrir ekki. Niðurstaðan því verðskuldaður 4-0 sigur Tottenham. Tottenham er því með 56 stig í fimmta sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sæti þegar fjórir leikir eru eftir. Tottenham þarf því að vinna þá leiki sem eftir eru og treysta á önnur úrslit til að eiga möguleika á sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Enski boltinn
Tottenham tók á móti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sheffield United er nú þegar fallið úr deildinni, á meðan Tottenham heldur enn í vonina um Meistaradeildarsæti. Þrenna frá Gareth Bale og gullfallegt mark fra Heung-Min Son tryggðu heimamönnum 4-0 sigur. Tottenham var mun líklegri aðilinn allt frá fyrstu mínútu leiksins. Heimamenn fengu nokkur hálffæri, en það tók þá 36. mínútur að brjóta vörn Sheffield manna á bak aftur. Serge Aurier átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Sheffield manna, og Gareth Bale gerði virkilega vel í að lyfta boltanum yfir Aaron Ramsdale, markvörð Sheffield. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Heung-Min Son hélt að hann hefði tvöfaldað forystu Tottenham þegar hann slapp einn í gegn eftir frábæra sendingu frá Toby Alderweireld. Son kláraði færið vel, en við nánari skoðun kom í ljós að Kóreumaðurinn var rangstæður. Son var þó aftur á ferðinni þegar hann lagði upp annað mark Tottenham, og annað mark Gareth Bale á 61. mínútu. Bale slapp þá einn í gegn og gerði eingin mistök þegar hann setti boltann framhjá Aaron Ramsdale. Aðeins átta mínútum síðar fullkomnaði Bale svo þrennu sína. Bale fékk þá boltann frá Serge Aurier og fast skot fyrir utan teig söng í netinu. Þetta var fyrsta þrenna Gareth Bale í treyju Tottenham í rúm átta ár, eða síðan á öðrum degi jóla árið 2012. Þá skoraði hann þrennu í 4-0 útisigri gegn Aston Villa. Gareth Bale s first Premier League hat-trick since December 2012 pic.twitter.com/G25F3Jezaz— B/R Football (@brfootball) May 2, 2021 Tottenham voru þó ekki hættir. Þegar um 13 mínútur voru til leiksloka fékk Heung-Min Son boltann fyrir utan teig frá Steven Bergwijn. Son færði boltann yfir á hægri fótinn og smellti honum stöngin inn. Heimamenn fengu svo nokkur ágætis færi undir lok leiksins til að bæta við fimmta markinu, en allt kom fyrir ekki. Niðurstaðan því verðskuldaður 4-0 sigur Tottenham. Tottenham er því með 56 stig í fimmta sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sæti þegar fjórir leikir eru eftir. Tottenham þarf því að vinna þá leiki sem eftir eru og treysta á önnur úrslit til að eiga möguleika á sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti