Hverjir stýra peningunum? Aníta Rut Hilmarsdóttir, Rakel Eva Sævarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir skrifa 30. apríl 2021 09:00 Ungar konur í dag eiga fyrri kynslóðum margt að þakka. Fyrir tilstilli öflugra einstaklinga hafa ótal stórir sigrar unnist. Þannig má fullyrða að umhverfið og viðhorfið til jafnréttismála hafi gjörbreyst undanfarin ár og áratugi. Í atvinnulífinu má nefna baráttuna fyrir jafnri atvinnuþátttöku kvenna, jöfnum launum og hærra hlutfalli kvenna í stjórnum fyrirtækja. Áfram mætti lengi telja. Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir að við eigum víða langt í land. Nærtækt er að nefna kynjahlutföll í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja, þar sem enn hallar verulega á konur. Hlutföllin eru aftur á móti hvað skökkust þegar kemur að ákveðnu grundvallaratriði; hverjir stýra peningunum í landinu. Fjölbreytni umfram einsleitni Almenn samstaða er um að fjölbreyttur hópur stjórnenda haldist í hendur við betri árangur og hærri arðsemi fyrirtækja. Einsleitni er sjaldan af hinu góða. Þannig leggja hluthafar áherslu á jöfn kynjahlutföll stjórnenda í því skyni að fá að borðinu breiðari reynslu, þekkingu og viðhorf. Fjölbreytnin skilar sér í betri og upplýstari ákvarðanatöku, framtíðarsýn og stefnu fyrirtækisins og allt þar á milli. Eðli málsins samkvæmt má ætla að það sama eigi við víðast hvar, ekki síst þegar kemur að því að beinlínis stýra peningunum. Þegar reynsla og gildismat eins kyns ræður yfirleitt ferðinni gefur auga leið að ákvarðanirnar litast að miklu leyti af því. Ákvarðanir á borð við hvaða lyf eru þróuð, hvaða sjúkdómar eru rannsakaðir og hvers konar uppbygging og fjárfestingaverkefni fá forgang eru eðli málsins samkvæmt í miklum mæli teknar á fjárhagslegum grunni. Ákvarðanirnar eru þannig, þegar öllu er á botninn hvolft, teknar af þeim sem stýra fjármagninu. 11 á móti 89 Eðlilegt er að spyrja sig hverjir taka þessar stóru ákvarðanir á Íslandi og stýra í raun fjármagninu? Segja má að þar fari fremst í flokki stjórnendur lífeyrissjóðanna, sem stýra hátt í 6.000 milljörðum, auk stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja; viðskiptabankanna, verðbréfa- og sjóðstýringarfyrirtækja og tryggingafélaga. Á dögunum birti Kjarninn árlega samantekt um stýringu fjármagns á Íslandi. Samantektin nær til 100 æðstu stjórnendafjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, en af þeim eru 89 karlar og 11 konur. Með öðrum orðum má því líta svo á að hópurinn sem stýrir fjármagninu í landinu og ákveður í hvað peningarnir renna samanstandi af 11% konum og 89% körlum. Ef einsleitur hópur stjórnenda skilar lakari árangri í fyrirtækjarekstri er líklega óhætt að spyrja sig hvort það sama eigi ekki við um stýringu fjármagns. Kvennalaus Kauphöll Það er algeng fullyrðing í umræðu um jafnréttismál að breytingar taki einfaldlega tíma. Aftur á móti virðist sem sumt breytist seint, sama hvað tímanum líður. Engin kona stýrir starfsleyfisskyldu rekstrarfélagi, engin kona stýrir tryggingafélagi og engin kona stýrir skráðu félagi í Kauphöll Íslands. Raunar hefur engin kona stýrt skráðu félagi síðan árið 2016, þrátt fyrir að skipt hafi verið um fólk í forstjórastólum tólf sinnum í millitíðinni. Frá upphafsdögum íslensku kauphallarinnar hafa aðeins tvær konur setið í forstjórastóli í skráðu félagi. Hvað þarf til? Það skortir ekki á að konur búi yfir menntun, þekkingu og reynslu til að láta til sín taka á fjármálamarkaði. Þrátt fyrir það ber fyrrnefnd úttekt Kjarnans með sér lækkandi hlutfall kvenna milli ára þegar kemur að stýringu fjármagns, úr 13,5% í 11%. Það er erfitt að átta sig á hvað skýrir þetta mikla viðvarandi kynjabil, sem ekkert minnkar þó árin líði. Velta má fyrir sér skorti á fyrirmyndum, rótgrónum staðalímyndum eða uppeldislegum orsökum. Einhver kann jafnvel að telja að konur séu einfaldlega alveg ómögulegar. Undir það síðastnefnda geta greinarhöfundar allavega tæplega tekið. Við trúum statt og stöðugt á að halda samtalinu gangandi, uppræta staðalímyndir, efla fyrirmyndir, taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Jafnrétti er eftir allt saman ákvörðun. Ákvörðun sem hluthafar og stjórnarmenn þurfa að hafa kjark til að taka og þor til að fylgja eftir. Höfundar standa að baki Fortuna Invest, vettvangi á Instagram með það markmið að auka fjölbreytta þátttöku á fjármálamarkaði. UAK x Fortuna Invest standa fyrir viðburðinum „Hverjir stýra peningum?“ næsta þriðjudag þar sem stýring fjármagns með tilliti til kynjasjónarmiða verður rædd. Viðburðinum verður streymt á Facebook. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Jafnréttismál Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Ungar konur í dag eiga fyrri kynslóðum margt að þakka. Fyrir tilstilli öflugra einstaklinga hafa ótal stórir sigrar unnist. Þannig má fullyrða að umhverfið og viðhorfið til jafnréttismála hafi gjörbreyst undanfarin ár og áratugi. Í atvinnulífinu má nefna baráttuna fyrir jafnri atvinnuþátttöku kvenna, jöfnum launum og hærra hlutfalli kvenna í stjórnum fyrirtækja. Áfram mætti lengi telja. Það eru hins vegar ekki nýjar fréttir að við eigum víða langt í land. Nærtækt er að nefna kynjahlutföll í stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja, þar sem enn hallar verulega á konur. Hlutföllin eru aftur á móti hvað skökkust þegar kemur að ákveðnu grundvallaratriði; hverjir stýra peningunum í landinu. Fjölbreytni umfram einsleitni Almenn samstaða er um að fjölbreyttur hópur stjórnenda haldist í hendur við betri árangur og hærri arðsemi fyrirtækja. Einsleitni er sjaldan af hinu góða. Þannig leggja hluthafar áherslu á jöfn kynjahlutföll stjórnenda í því skyni að fá að borðinu breiðari reynslu, þekkingu og viðhorf. Fjölbreytnin skilar sér í betri og upplýstari ákvarðanatöku, framtíðarsýn og stefnu fyrirtækisins og allt þar á milli. Eðli málsins samkvæmt má ætla að það sama eigi við víðast hvar, ekki síst þegar kemur að því að beinlínis stýra peningunum. Þegar reynsla og gildismat eins kyns ræður yfirleitt ferðinni gefur auga leið að ákvarðanirnar litast að miklu leyti af því. Ákvarðanir á borð við hvaða lyf eru þróuð, hvaða sjúkdómar eru rannsakaðir og hvers konar uppbygging og fjárfestingaverkefni fá forgang eru eðli málsins samkvæmt í miklum mæli teknar á fjárhagslegum grunni. Ákvarðanirnar eru þannig, þegar öllu er á botninn hvolft, teknar af þeim sem stýra fjármagninu. 11 á móti 89 Eðlilegt er að spyrja sig hverjir taka þessar stóru ákvarðanir á Íslandi og stýra í raun fjármagninu? Segja má að þar fari fremst í flokki stjórnendur lífeyrissjóðanna, sem stýra hátt í 6.000 milljörðum, auk stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja; viðskiptabankanna, verðbréfa- og sjóðstýringarfyrirtækja og tryggingafélaga. Á dögunum birti Kjarninn árlega samantekt um stýringu fjármagns á Íslandi. Samantektin nær til 100 æðstu stjórnendafjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða, en af þeim eru 89 karlar og 11 konur. Með öðrum orðum má því líta svo á að hópurinn sem stýrir fjármagninu í landinu og ákveður í hvað peningarnir renna samanstandi af 11% konum og 89% körlum. Ef einsleitur hópur stjórnenda skilar lakari árangri í fyrirtækjarekstri er líklega óhætt að spyrja sig hvort það sama eigi ekki við um stýringu fjármagns. Kvennalaus Kauphöll Það er algeng fullyrðing í umræðu um jafnréttismál að breytingar taki einfaldlega tíma. Aftur á móti virðist sem sumt breytist seint, sama hvað tímanum líður. Engin kona stýrir starfsleyfisskyldu rekstrarfélagi, engin kona stýrir tryggingafélagi og engin kona stýrir skráðu félagi í Kauphöll Íslands. Raunar hefur engin kona stýrt skráðu félagi síðan árið 2016, þrátt fyrir að skipt hafi verið um fólk í forstjórastólum tólf sinnum í millitíðinni. Frá upphafsdögum íslensku kauphallarinnar hafa aðeins tvær konur setið í forstjórastóli í skráðu félagi. Hvað þarf til? Það skortir ekki á að konur búi yfir menntun, þekkingu og reynslu til að láta til sín taka á fjármálamarkaði. Þrátt fyrir það ber fyrrnefnd úttekt Kjarnans með sér lækkandi hlutfall kvenna milli ára þegar kemur að stýringu fjármagns, úr 13,5% í 11%. Það er erfitt að átta sig á hvað skýrir þetta mikla viðvarandi kynjabil, sem ekkert minnkar þó árin líði. Velta má fyrir sér skorti á fyrirmyndum, rótgrónum staðalímyndum eða uppeldislegum orsökum. Einhver kann jafnvel að telja að konur séu einfaldlega alveg ómögulegar. Undir það síðastnefnda geta greinarhöfundar allavega tæplega tekið. Við trúum statt og stöðugt á að halda samtalinu gangandi, uppræta staðalímyndir, efla fyrirmyndir, taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Jafnrétti er eftir allt saman ákvörðun. Ákvörðun sem hluthafar og stjórnarmenn þurfa að hafa kjark til að taka og þor til að fylgja eftir. Höfundar standa að baki Fortuna Invest, vettvangi á Instagram með það markmið að auka fjölbreytta þátttöku á fjármálamarkaði. UAK x Fortuna Invest standa fyrir viðburðinum „Hverjir stýra peningum?“ næsta þriðjudag þar sem stýring fjármagns með tilliti til kynjasjónarmiða verður rædd. Viðburðinum verður streymt á Facebook.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun