Gríska undrið náði ekki að klára fyrstu mínútuna og Porter skoraði fimmtíu Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2021 07:30 Giannis Antetokounmpo virtist þjáður þegar hann féll í gólfið. AP/Mark Mulligan Giannis Antetokounmpo lék aðeins 46 sekúndur í tapi Milwaukee Bucks gegn lakasta liði NBA-deildarinnar, Houston Rockets, í nótt. Hinn tvítugi Kevin Porter skoraði 50 stig fyrir Houston. Antetokounmpo missti fyrir skömmu af sex leikjum vegna meiðsla og óvíst var með þátttöku hans í leiknum í nótt vegna ökklameiðsla. Grikkinn byrjaði engu að síður leikinn en strax á fyrstu mínútu, þegar hann hljóp að körfunni, steig hann á fót Kelly Olynyk og meiddist í ökklanum. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en þjálfari Bucks, Mike Budenholzer, sagði að meta þyrfti stöðuna og að kannski yrði hægt að svara einhverju í dag um hve lengi Antetokounmpo yrði frá keppni. Mikil hætta virðist þó á því að Antetokounmpo missi af leikjunum tveimur við Brooklyn Nets sem eru handan við hornið. Með sigri í báðum leikjum á Milwaukee enn möguleika á efsta sætinu í austurdeild en tapið í nótt skemmir reyndar fyrir liðinu sem er í 3. sæti. Þetta var aðeins sextándi sigur Houston á tímabilinu en hinn tvítugi Porter á allan heiðurinn að sigrinum. Porter hafði mest skorað 30 stig í leik í NBA-deildinni og sagðist sjálfur ekki hafa skorað 50 stig í leik síðan í fjórða bekk. 50 PTS (career high) for KPJ 11 AST 9 3PM (career high) @HoustonRockets W@Kevinporterjr becomes the YOUNGEST PLAYER in NBA history with 50+ POINTS and 10+ ASSISTS in a game! pic.twitter.com/l0kMbPNNuJ— NBA (@NBA) April 30, 2021 „Eftir að ég sá þriðja þriggja stiga skotið fara niður þá vissi ég að þetta yrði einstakt kvöld. Þetta var í mínum höndum og ég hélt bara áfram að sækja, og þetta varð að góðu kvöldi,“ sagði Porter sem auk þess átti 11 stoðsendingar og er yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að ná að lágmarki 50 stigum og 10 stoðsendingum í einum leik. Úrslitin í nótt: Detroit 105-115 Dallas Indiana 113-130 Brooklyn Houston 143-136 Milwaukee Minnesota 126-114 Golden State Oklahoma 95-109 New Orleans Denver 121-111 Toronto NBA Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Antetokounmpo missti fyrir skömmu af sex leikjum vegna meiðsla og óvíst var með þátttöku hans í leiknum í nótt vegna ökklameiðsla. Grikkinn byrjaði engu að síður leikinn en strax á fyrstu mínútu, þegar hann hljóp að körfunni, steig hann á fót Kelly Olynyk og meiddist í ökklanum. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en þjálfari Bucks, Mike Budenholzer, sagði að meta þyrfti stöðuna og að kannski yrði hægt að svara einhverju í dag um hve lengi Antetokounmpo yrði frá keppni. Mikil hætta virðist þó á því að Antetokounmpo missi af leikjunum tveimur við Brooklyn Nets sem eru handan við hornið. Með sigri í báðum leikjum á Milwaukee enn möguleika á efsta sætinu í austurdeild en tapið í nótt skemmir reyndar fyrir liðinu sem er í 3. sæti. Þetta var aðeins sextándi sigur Houston á tímabilinu en hinn tvítugi Porter á allan heiðurinn að sigrinum. Porter hafði mest skorað 30 stig í leik í NBA-deildinni og sagðist sjálfur ekki hafa skorað 50 stig í leik síðan í fjórða bekk. 50 PTS (career high) for KPJ 11 AST 9 3PM (career high) @HoustonRockets W@Kevinporterjr becomes the YOUNGEST PLAYER in NBA history with 50+ POINTS and 10+ ASSISTS in a game! pic.twitter.com/l0kMbPNNuJ— NBA (@NBA) April 30, 2021 „Eftir að ég sá þriðja þriggja stiga skotið fara niður þá vissi ég að þetta yrði einstakt kvöld. Þetta var í mínum höndum og ég hélt bara áfram að sækja, og þetta varð að góðu kvöldi,“ sagði Porter sem auk þess átti 11 stoðsendingar og er yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að ná að lágmarki 50 stigum og 10 stoðsendingum í einum leik. Úrslitin í nótt: Detroit 105-115 Dallas Indiana 113-130 Brooklyn Houston 143-136 Milwaukee Minnesota 126-114 Golden State Oklahoma 95-109 New Orleans Denver 121-111 Toronto
Detroit 105-115 Dallas Indiana 113-130 Brooklyn Houston 143-136 Milwaukee Minnesota 126-114 Golden State Oklahoma 95-109 New Orleans Denver 121-111 Toronto
NBA Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum