Þórólfur skilar minnisblaði um helgina Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2021 19:21 Afléttingaráætlun stjórnvalda tekur mið af því hvernig gengur að bólusetja landsmenn. Sóttvarnalæknir mætti ásamt hátt í níu þúsund jafnöldum í bólusetningnu í dag Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að smit berist út fyrir þann hóp sem smitast hefur að undanförnu. Hann reiknar með að leggja fram nýjar tillögur í sóttvarnamálum um helgina. Núgildandi sóttvarnatakmarkanir voru settar hinn 15. apríl og gilda til 6. maí eða fimmtudags í næstu viku. En þá vonar heilbrigðisráðherra að hægt verði að slaka aðeins á aðgerðum samkvæmt afléttingaráætlun sem ráðherra kynnti í gær. Næsta minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni til ráðherra ræður því hins vegar hvort það gangi eftir. En hann tekur vel í afléttingaáætlun stjórnvalda. „Mér líst bara ágætlega á hana. Hún er bjartsýn ég held að það sé það sem við þurfum núna og það er bara fínt að hafa bjartsýna áætlun,“ segir Þórólfur. Hann eigi hins vegar eftir að koma fram með sínar tillögur. En eins og staðan er í dag ertu þá bjartsýnn eins og hún að það verði hægt að aflétta einhverjum aðgerðum strax 6. maí? „Ég veit það ekki. Mínar tillögur taka mið af faraldrinum og því sem er að gerast. Bæði hér innanlands og erlendis og hvernig staðan er. Ef maður skoðar áætlun ríkisstjórnarinnar eru dálítið stór vikmörk í því. Þannig að vonandi mun það bara rætast,“ segir Þórólfur þannig að ekki er öll von úti enn. Þórólfur segist meta stöðuna næstu daga og reikni með að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Hann hafi hins vegar áhyggjur af því að smit nái út fyrir þann hóp sem hafi verið að greinast að undanförnu. „Já, já. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því. Þess vegna erum við að hvetja alla til að fara í sýnatöku sem eru með minnstu einkenni. Það verður þá bara að koma í ljós. Þeir sem hafa verið að greinast undanfarið við getum tengt þá meira og minna við þessi hópsmit. Það er greinilegt að í þessum hópsmitum hefur fólk verið með einkenni í töluverðan tíma áður en það fer í sýnatöku. Þannig að vonandi tekst okkur að ná utan um þetta með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Núgildandi sóttvarnatakmarkanir voru settar hinn 15. apríl og gilda til 6. maí eða fimmtudags í næstu viku. En þá vonar heilbrigðisráðherra að hægt verði að slaka aðeins á aðgerðum samkvæmt afléttingaráætlun sem ráðherra kynnti í gær. Næsta minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni til ráðherra ræður því hins vegar hvort það gangi eftir. En hann tekur vel í afléttingaáætlun stjórnvalda. „Mér líst bara ágætlega á hana. Hún er bjartsýn ég held að það sé það sem við þurfum núna og það er bara fínt að hafa bjartsýna áætlun,“ segir Þórólfur. Hann eigi hins vegar eftir að koma fram með sínar tillögur. En eins og staðan er í dag ertu þá bjartsýnn eins og hún að það verði hægt að aflétta einhverjum aðgerðum strax 6. maí? „Ég veit það ekki. Mínar tillögur taka mið af faraldrinum og því sem er að gerast. Bæði hér innanlands og erlendis og hvernig staðan er. Ef maður skoðar áætlun ríkisstjórnarinnar eru dálítið stór vikmörk í því. Þannig að vonandi mun það bara rætast,“ segir Þórólfur þannig að ekki er öll von úti enn. Þórólfur segist meta stöðuna næstu daga og reikni með að skila heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Hann hafi hins vegar áhyggjur af því að smit nái út fyrir þann hóp sem hafi verið að greinast að undanförnu. „Já, já. Það er ástæða til að hafa áhyggjur af því. Þess vegna erum við að hvetja alla til að fara í sýnatöku sem eru með minnstu einkenni. Það verður þá bara að koma í ljós. Þeir sem hafa verið að greinast undanfarið við getum tengt þá meira og minna við þessi hópsmit. Það er greinilegt að í þessum hópsmitum hefur fólk verið með einkenni í töluverðan tíma áður en það fer í sýnatöku. Þannig að vonandi tekst okkur að ná utan um þetta með þeim aðgerðum sem eru í gangi,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira