Sala Elko jókst um 25 prósent milli ára Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2021 16:29 Forstjóri félagsins segir niðurstöðuna vera mjög ánægjulegu miðað við aðstæður. Festi Festi hagnaðist um 289 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 53 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var 1,5 milljarður króna samanborið við 1,0 milljarð á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem jafngildir 47,5% hækkun milli ára. Framlegð af vöru- og þjónustusölu Festar nam 5,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi og hækkaði um 19,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Festar sem birt var í dag en félagið rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum Krónunnar, N1 og Elko. Alls jókst vöru- og þjónustusala um 11,1% milli ára og nam 20,9 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Framlegð af vörusölu var 24,6% á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 22,9% á sama tíma í fyrra. Umtalsverð söluaukning í raftækjum og dagvöru Tekjur af dagvörusölu, á borð við matvöru, hækkuðu um 18,1% á fjórðungnum og tekjur af raftækjasölu um 25,2%. Á sama tíma lækkuðu tekjur af eldsneyti og rafmagni um 8,3%. Tekjur af öðrum vörum og þjónustu lækkuðu um 4,2% milli ára. Tekjur nýrra verslana skýra 1,1 milljarð króna af aukningu milli ára en alls jókst vöru- og þjónustusala Festar um 2,1 milljarð króna milli fyrsta ársfjórðungs 2021 og 2020. Kostnaður vegna heimsfaraldurs Covid-19 var metinn 37 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en var 48 milljónir í fyrra. Eigið fé í lok mars var 29,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 34,8% samanborið við 35,7% í lok árs 2020. Rekstrarkostnaður hækkaði um 436 milljónir og var 4.094 milljónir króna. Þar af hækkaði launakostnaður um 210 milljónir milli fjórðunga vegna samningsbundinna launahækkana Vonast til að sjá aukin umsvif Haft er eftir Eggert Þór Kristóferssyni, forstjóra Festi, í tilkynningu að öll félög samstæðunnar hafi bætt rekstur sinn samanborið við fyrsta ársfjórðung 2020 þrátt fyrir samkomutakmarkanir. „Nú hillir undir lokin á heimsfaraldrinum þar sem bólusetningar ganga betur og vonandi getum við farið að horfa til betri tíma um mitt ár og aukin umsvif. ELKO hefur verið að auka söluna í gegnum vefverslun og sýnir fyrirtækið mikla aðlögunarhæfni við mjög breyttar aðstæður. Krónan hefur verið leiðandi í að bjóða upp á aukin ferskleika og heilsusamlega valkosti sem viðskiptavinir hafa tekið vel. N1 hefur þurft að fækka starfsfólki vegna samkomutakmarkana en kaupin á Ísey skyrbar hafa aukið umsvif á þjónustustöðvum félagsins.“ N1 keypti rekstur Ísey skyrbar á fjórum þjónustustöðvum sínum af Skyrboozt ehf. í júlí í fyrra. Skyrboozt rekur áfram skyrbari í verslunum Hagkaups. Markaðir Verslun Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Framlegð af vöru- og þjónustusölu Festar nam 5,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi og hækkaði um 19,5% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Festar sem birt var í dag en félagið rekur verslanir og þjónustustöðvar undir merkjum Krónunnar, N1 og Elko. Alls jókst vöru- og þjónustusala um 11,1% milli ára og nam 20,9 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Framlegð af vörusölu var 24,6% á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 22,9% á sama tíma í fyrra. Umtalsverð söluaukning í raftækjum og dagvöru Tekjur af dagvörusölu, á borð við matvöru, hækkuðu um 18,1% á fjórðungnum og tekjur af raftækjasölu um 25,2%. Á sama tíma lækkuðu tekjur af eldsneyti og rafmagni um 8,3%. Tekjur af öðrum vörum og þjónustu lækkuðu um 4,2% milli ára. Tekjur nýrra verslana skýra 1,1 milljarð króna af aukningu milli ára en alls jókst vöru- og þjónustusala Festar um 2,1 milljarð króna milli fyrsta ársfjórðungs 2021 og 2020. Kostnaður vegna heimsfaraldurs Covid-19 var metinn 37 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins en var 48 milljónir í fyrra. Eigið fé í lok mars var 29,2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 34,8% samanborið við 35,7% í lok árs 2020. Rekstrarkostnaður hækkaði um 436 milljónir og var 4.094 milljónir króna. Þar af hækkaði launakostnaður um 210 milljónir milli fjórðunga vegna samningsbundinna launahækkana Vonast til að sjá aukin umsvif Haft er eftir Eggert Þór Kristóferssyni, forstjóra Festi, í tilkynningu að öll félög samstæðunnar hafi bætt rekstur sinn samanborið við fyrsta ársfjórðung 2020 þrátt fyrir samkomutakmarkanir. „Nú hillir undir lokin á heimsfaraldrinum þar sem bólusetningar ganga betur og vonandi getum við farið að horfa til betri tíma um mitt ár og aukin umsvif. ELKO hefur verið að auka söluna í gegnum vefverslun og sýnir fyrirtækið mikla aðlögunarhæfni við mjög breyttar aðstæður. Krónan hefur verið leiðandi í að bjóða upp á aukin ferskleika og heilsusamlega valkosti sem viðskiptavinir hafa tekið vel. N1 hefur þurft að fækka starfsfólki vegna samkomutakmarkana en kaupin á Ísey skyrbar hafa aukið umsvif á þjónustustöðvum félagsins.“ N1 keypti rekstur Ísey skyrbar á fjórum þjónustustöðvum sínum af Skyrboozt ehf. í júlí í fyrra. Skyrboozt rekur áfram skyrbari í verslunum Hagkaups.
Markaðir Verslun Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira