Gary Martin tók nektarmynd af liðsfélaga sem kærði hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2021 12:20 Gary Martin hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Fyrrverandi samherji Garys Martin hjá ÍBV kærði hann fyrir að taka nektarmynd af sér eftir leik liðsins í síðustu viku. ÍBV hefur rift samningi Garys við félagið vegna agabrots. Það felst í nektarmynd sem hann tók af samherja sínum eftir leik ÍBV í síðustu viku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gary sjálfum sem 433.is birtir. Þar segist hann hafa tekið mynd af samherja sínum þegar hann var nýkominn úr sturtu og sent á lokaða spjallrás leikmanna ÍBV. Gary segir að tilgangurinn með myndinni hafi verið að reyna að vera fyndinn. Það fannst leikmanninum ekki. Hann kærði Gary til lögreglu og kvartaði yfir honum til ÍBV sem rifti samningi hans. Gary segist margoft hafa reynt að ræða við leikmanninn en án árangurs. Lögmaður enska framherjans segir að besta lausnin í málinu sé sennilega að leysa málið með sáttameðferð hjá lögreglu. Gary segir að nektarmyndir af honum sjálfum hafi birst á spjallrás leikmanna ÍBV en hann hafi engar athugasemdir gert við það. Yfirlýsing Garys Martin Í tilefni af fréttatilkynningu IBV vill ég taka eftirfarandi fram: Ég hef lagt mig 100% fram fyrir félagið frá því ég kom og ávallt gert mitt besta. Það var gagnkvæm ánægja með samstarfið og m.a. þess vegna framlengdum við samningi mínum til ársloka 2022. Við erum 15-20 leikmenn með lokaða spjallrás þar sem við sendum Snapchat, myndir og skilaboð milli okkar. Oftar en ekki hef ég fengið minn skammt af stríðni og myndum og tekið því misvel eins og gengur. Í síðustu viku tók ég mynd inni í klefa eftir sigurleik af leikmanni nýkomnum úr sturtu og sendi með athugasemd sem átti að vera fyndin. Þó að mörgum þætti sendingin fyndin þá þótt leikmanninum sem myndin var af það ekki. Hann kærði mig til lögreglunnar og kvartaði til félagsins sem bregst við með þeim hætti sem fréttatilkynning þeirra sýnir. Ég hef margoft reynt að ná til leikmannsins en hann vill ekki hitta mig. Hef ég sent honum skilaboð þar sem ég bið hann auðmjúklega afsökunar á því að hafa sært hann en hann svarar ekki. Ég hef farið heim til hans en hann vildi ekki tala við mig. Þetta er ekki fyrsta myndin á spjallrás okkar sem sýnir einhvern beran. Það hefur t.a.m. komið mynd þar af mér allsberum í vetur sem ég gerði engar athugasemdir við. Þetta og fleira eru margir leikmenn tilbúnir að staðfesta. En ég virði skoðanir leikmannsins og var alls ekki að reyna að særa hann. Ég var að reyna að vera fyndinn. Og nú er búið að kæra mig til lögreglunnar og rifta samningi mínum við ÍBV sem þýðir að ég er atvinnulaus. Mér er gert að yfirgefa íbúðina mína 1 maí sem er eftir 3 daga. Bæði ég og lögmaður minn erum búnir að reyna að sætta þetta mál en án árangurs. Hann hefur sagt mér að það sé líklega best fyrir alla aðila að leysa þetta mál hjá lögreglu með sáttameðferð því það sé þungt fyrir alla ef þetta fer fyrir dóm. En stjórn ÍBV hefur hafnað sáttum og ég þarf því líklega að sækja minn rétt gagnvart ÍBV og verja mig hjá lögreglu. Ég vil að lokum þakka öllu fólkinu hér í eyjum fyrir frábæran tíma og viðkynningu. Einnig þjálfurum, leikmönnum og forsvarsmönnum ÍBV sem ég óska alls hins besta í framtíðinni. Lengjudeildin ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Gary Martin rekinn frá ÍBV vegna agabrots Gary Martin hefur verið rekinn frá ÍBV vegna agabrots. Enski framherjinn hafði leikið með liðinu síðan 2019. 28. apríl 2021 11:23 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
ÍBV hefur rift samningi Garys við félagið vegna agabrots. Það felst í nektarmynd sem hann tók af samherja sínum eftir leik ÍBV í síðustu viku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gary sjálfum sem 433.is birtir. Þar segist hann hafa tekið mynd af samherja sínum þegar hann var nýkominn úr sturtu og sent á lokaða spjallrás leikmanna ÍBV. Gary segir að tilgangurinn með myndinni hafi verið að reyna að vera fyndinn. Það fannst leikmanninum ekki. Hann kærði Gary til lögreglu og kvartaði yfir honum til ÍBV sem rifti samningi hans. Gary segist margoft hafa reynt að ræða við leikmanninn en án árangurs. Lögmaður enska framherjans segir að besta lausnin í málinu sé sennilega að leysa málið með sáttameðferð hjá lögreglu. Gary segir að nektarmyndir af honum sjálfum hafi birst á spjallrás leikmanna ÍBV en hann hafi engar athugasemdir gert við það. Yfirlýsing Garys Martin Í tilefni af fréttatilkynningu IBV vill ég taka eftirfarandi fram: Ég hef lagt mig 100% fram fyrir félagið frá því ég kom og ávallt gert mitt besta. Það var gagnkvæm ánægja með samstarfið og m.a. þess vegna framlengdum við samningi mínum til ársloka 2022. Við erum 15-20 leikmenn með lokaða spjallrás þar sem við sendum Snapchat, myndir og skilaboð milli okkar. Oftar en ekki hef ég fengið minn skammt af stríðni og myndum og tekið því misvel eins og gengur. Í síðustu viku tók ég mynd inni í klefa eftir sigurleik af leikmanni nýkomnum úr sturtu og sendi með athugasemd sem átti að vera fyndin. Þó að mörgum þætti sendingin fyndin þá þótt leikmanninum sem myndin var af það ekki. Hann kærði mig til lögreglunnar og kvartaði til félagsins sem bregst við með þeim hætti sem fréttatilkynning þeirra sýnir. Ég hef margoft reynt að ná til leikmannsins en hann vill ekki hitta mig. Hef ég sent honum skilaboð þar sem ég bið hann auðmjúklega afsökunar á því að hafa sært hann en hann svarar ekki. Ég hef farið heim til hans en hann vildi ekki tala við mig. Þetta er ekki fyrsta myndin á spjallrás okkar sem sýnir einhvern beran. Það hefur t.a.m. komið mynd þar af mér allsberum í vetur sem ég gerði engar athugasemdir við. Þetta og fleira eru margir leikmenn tilbúnir að staðfesta. En ég virði skoðanir leikmannsins og var alls ekki að reyna að særa hann. Ég var að reyna að vera fyndinn. Og nú er búið að kæra mig til lögreglunnar og rifta samningi mínum við ÍBV sem þýðir að ég er atvinnulaus. Mér er gert að yfirgefa íbúðina mína 1 maí sem er eftir 3 daga. Bæði ég og lögmaður minn erum búnir að reyna að sætta þetta mál en án árangurs. Hann hefur sagt mér að það sé líklega best fyrir alla aðila að leysa þetta mál hjá lögreglu með sáttameðferð því það sé þungt fyrir alla ef þetta fer fyrir dóm. En stjórn ÍBV hefur hafnað sáttum og ég þarf því líklega að sækja minn rétt gagnvart ÍBV og verja mig hjá lögreglu. Ég vil að lokum þakka öllu fólkinu hér í eyjum fyrir frábæran tíma og viðkynningu. Einnig þjálfurum, leikmönnum og forsvarsmönnum ÍBV sem ég óska alls hins besta í framtíðinni.
Í tilefni af fréttatilkynningu IBV vill ég taka eftirfarandi fram: Ég hef lagt mig 100% fram fyrir félagið frá því ég kom og ávallt gert mitt besta. Það var gagnkvæm ánægja með samstarfið og m.a. þess vegna framlengdum við samningi mínum til ársloka 2022. Við erum 15-20 leikmenn með lokaða spjallrás þar sem við sendum Snapchat, myndir og skilaboð milli okkar. Oftar en ekki hef ég fengið minn skammt af stríðni og myndum og tekið því misvel eins og gengur. Í síðustu viku tók ég mynd inni í klefa eftir sigurleik af leikmanni nýkomnum úr sturtu og sendi með athugasemd sem átti að vera fyndin. Þó að mörgum þætti sendingin fyndin þá þótt leikmanninum sem myndin var af það ekki. Hann kærði mig til lögreglunnar og kvartaði til félagsins sem bregst við með þeim hætti sem fréttatilkynning þeirra sýnir. Ég hef margoft reynt að ná til leikmannsins en hann vill ekki hitta mig. Hef ég sent honum skilaboð þar sem ég bið hann auðmjúklega afsökunar á því að hafa sært hann en hann svarar ekki. Ég hef farið heim til hans en hann vildi ekki tala við mig. Þetta er ekki fyrsta myndin á spjallrás okkar sem sýnir einhvern beran. Það hefur t.a.m. komið mynd þar af mér allsberum í vetur sem ég gerði engar athugasemdir við. Þetta og fleira eru margir leikmenn tilbúnir að staðfesta. En ég virði skoðanir leikmannsins og var alls ekki að reyna að særa hann. Ég var að reyna að vera fyndinn. Og nú er búið að kæra mig til lögreglunnar og rifta samningi mínum við ÍBV sem þýðir að ég er atvinnulaus. Mér er gert að yfirgefa íbúðina mína 1 maí sem er eftir 3 daga. Bæði ég og lögmaður minn erum búnir að reyna að sætta þetta mál en án árangurs. Hann hefur sagt mér að það sé líklega best fyrir alla aðila að leysa þetta mál hjá lögreglu með sáttameðferð því það sé þungt fyrir alla ef þetta fer fyrir dóm. En stjórn ÍBV hefur hafnað sáttum og ég þarf því líklega að sækja minn rétt gagnvart ÍBV og verja mig hjá lögreglu. Ég vil að lokum þakka öllu fólkinu hér í eyjum fyrir frábæran tíma og viðkynningu. Einnig þjálfurum, leikmönnum og forsvarsmönnum ÍBV sem ég óska alls hins besta í framtíðinni.
Lengjudeildin ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Gary Martin rekinn frá ÍBV vegna agabrots Gary Martin hefur verið rekinn frá ÍBV vegna agabrots. Enski framherjinn hafði leikið með liðinu síðan 2019. 28. apríl 2021 11:23 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Gary Martin rekinn frá ÍBV vegna agabrots Gary Martin hefur verið rekinn frá ÍBV vegna agabrots. Enski framherjinn hafði leikið með liðinu síðan 2019. 28. apríl 2021 11:23