Geta ekki annað en treyst fólki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 19:08 Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Stöð 2/Egill Búast má við því að gestum á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún fjölgi enn frekar í nótt þegar farþegar úr flugi frá Varsjá í Póllandi skila sér út af Keflavíkurflugvelli. Ráðgert er að vélin lendi á tólfta tímanum í nótt en farþegar frá Póllandi, meðal annarra landa, þurfa nú að sæta skyldusóttkví á slíku hóteli nema sérstök undanþága fáist. Rætt var við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann sóttvarnahúsa Rauða krossins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hótelið við Þórunnartún við það að fyllast, þó einhver herbergi verði laus þegar farþegar Varsjárvélarinnar mæta til höfuðborgarinnar. „En við erum búin að gera allt klárt hérna hinu megin við götuna á hótel Stormi. Við gerðum það klárt klukkan tvö í dag, þannig að það verður nóg pláss fyrir alla,“ segir Gylfi. Hann segir að nú dvelji um þrjú hundruð manns á hótelinu við Þórunnartún. Þá segir hann að engar kvartanir vegna nýrra reglna um dvöl á sóttkvíarhóteli hafi borist honum í dag, en borið hefur á því að komufarþegar hafi verið ósáttir með að fá ekki að taka út sína sóttkví eftir eigin höfði. „Hingað til hafa menn og konur verið bara nokkuð ánægð. Þau eru allavega komin, lent og komust hingað inn og við höfum ekki fengið neinar kvartanir enn þá.“ Eitthvað hefur borið á því að fólk fari ekki á sóttkvíarhótelið með rútunni sem ferjar farþega frá flugvellinum á hótelið, heldur með eigin leiðum. Gylfi segir lítið við því að gera. „Já, einhverjir hafa komið á eigin bílum, að eigin sögn. Við náttúrulega getum ekki annað en treyst fólki, þannig að við verðum bara að vona það besta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ráðgert er að vélin lendi á tólfta tímanum í nótt en farþegar frá Póllandi, meðal annarra landa, þurfa nú að sæta skyldusóttkví á slíku hóteli nema sérstök undanþága fáist. Rætt var við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann sóttvarnahúsa Rauða krossins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hótelið við Þórunnartún við það að fyllast, þó einhver herbergi verði laus þegar farþegar Varsjárvélarinnar mæta til höfuðborgarinnar. „En við erum búin að gera allt klárt hérna hinu megin við götuna á hótel Stormi. Við gerðum það klárt klukkan tvö í dag, þannig að það verður nóg pláss fyrir alla,“ segir Gylfi. Hann segir að nú dvelji um þrjú hundruð manns á hótelinu við Þórunnartún. Þá segir hann að engar kvartanir vegna nýrra reglna um dvöl á sóttkvíarhóteli hafi borist honum í dag, en borið hefur á því að komufarþegar hafi verið ósáttir með að fá ekki að taka út sína sóttkví eftir eigin höfði. „Hingað til hafa menn og konur verið bara nokkuð ánægð. Þau eru allavega komin, lent og komust hingað inn og við höfum ekki fengið neinar kvartanir enn þá.“ Eitthvað hefur borið á því að fólk fari ekki á sóttkvíarhótelið með rútunni sem ferjar farþega frá flugvellinum á hótelið, heldur með eigin leiðum. Gylfi segir lítið við því að gera. „Já, einhverjir hafa komið á eigin bílum, að eigin sögn. Við náttúrulega getum ekki annað en treyst fólki, þannig að við verðum bara að vona það besta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent