Svandís bjartsýn afléttingu takmarkana samhliða auknum bólusetningum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2021 19:21 Heilbrigðisráðherra segir unnið að því að útfæra bólusetningardagatalið þannig að fólk á öllum aldri geti séð nokkurn veginn hvenær það megi reikna með að fá bólusetningu við covid 19. Í dag var birt áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða samhliða fjölgun fólks sem verið hefur bólusett. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fyrsta áfangann af fjórum við afléttingu samkomutakmarkana hafa verið um miðjan þennan mánuð. Þá var búið var að bólusetja tuttugu og fimm prósent þjóðarinnar með að minnsta kosti fyrri sprautunni. heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisráðherra vonar að þegar búið verði að bólusetja 35 prósent með fyrri sprautunni í byrjun maí verði hægt að fara með fjöldatakmarkanir í tuttugu til tvö hundruð eftir atvikum. Svandís Svavarsdóttir reiknar með að öllum helstu sóttvarnatakmörkunum verði aflétt fyrir lok júní mánaðar.Vísir/Vilhelm „Í lok maí þegar við erum komin með fimmtíu prósent geti talan orðið tvö hundruð til þúsund. Þegar við erum svo í lok júní komin með sjötíu og fimm prósent sem hafa þá fengið fyrri sprautu getum við aflétt öllum sóttvarnaráðstöfunum innanlands. Það er að segja þessum takmörkunum sem við þekkjum best,“ segir Svandís. Þetta sé áætlun til viðmiðunar en allar tillögur um tilslakanir muni eins og hingað til byggja á tillögum sóttvarnalæknis til hennar. Núgildandi takmarkanir gilda til 6. maí og Þórólfur Guðnason mun því væntanlega koma með nýjar tillögur fyrir þann tíma. Þórólfur Guðnason segir bjartsýni einkenna afléttinigaráform stjórnvalda. Hans hlutverki sé og verði að leggja fram tillögur sem taki mið af faraldrinnum.Vísir/Vilhelm „Ég fagna því að stjórnvöld séu með sínar áætlanir. Það er bara gott. Mitt hlutverk er hins vegar að leggja mat á faraldurinn á hverjum tíma. Mér finnst vera bjartsýni í þessu. En ég sé ekkert að því að vera bjartsýnn,“ segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra segir einnig unnið að uppfærslu á bólusetningadagatalinu þannig að allir aldurshópar ættu að geta séð hvenær þeir megi búast við að fá boðun í bólusetningu. En í dag sýnir dagatalið bara sextíu ára og eldri og ýmsa hópa. „Það væri betra ef við gætum sagt með tiltölulega nákvæmum hætti í hvaða viku fólk gæti átt von á því að vera kallað í bólusetningu.“ Einhver slík uppfærsla kannski á leiðinni? „Já við ætlum að skoða það,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29 Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fyrsta áfangann af fjórum við afléttingu samkomutakmarkana hafa verið um miðjan þennan mánuð. Þá var búið var að bólusetja tuttugu og fimm prósent þjóðarinnar með að minnsta kosti fyrri sprautunni. heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisráðherra vonar að þegar búið verði að bólusetja 35 prósent með fyrri sprautunni í byrjun maí verði hægt að fara með fjöldatakmarkanir í tuttugu til tvö hundruð eftir atvikum. Svandís Svavarsdóttir reiknar með að öllum helstu sóttvarnatakmörkunum verði aflétt fyrir lok júní mánaðar.Vísir/Vilhelm „Í lok maí þegar við erum komin með fimmtíu prósent geti talan orðið tvö hundruð til þúsund. Þegar við erum svo í lok júní komin með sjötíu og fimm prósent sem hafa þá fengið fyrri sprautu getum við aflétt öllum sóttvarnaráðstöfunum innanlands. Það er að segja þessum takmörkunum sem við þekkjum best,“ segir Svandís. Þetta sé áætlun til viðmiðunar en allar tillögur um tilslakanir muni eins og hingað til byggja á tillögum sóttvarnalæknis til hennar. Núgildandi takmarkanir gilda til 6. maí og Þórólfur Guðnason mun því væntanlega koma með nýjar tillögur fyrir þann tíma. Þórólfur Guðnason segir bjartsýni einkenna afléttinigaráform stjórnvalda. Hans hlutverki sé og verði að leggja fram tillögur sem taki mið af faraldrinnum.Vísir/Vilhelm „Ég fagna því að stjórnvöld séu með sínar áætlanir. Það er bara gott. Mitt hlutverk er hins vegar að leggja mat á faraldurinn á hverjum tíma. Mér finnst vera bjartsýni í þessu. En ég sé ekkert að því að vera bjartsýnn,“ segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra segir einnig unnið að uppfærslu á bólusetningadagatalinu þannig að allir aldurshópar ættu að geta séð hvenær þeir megi búast við að fá boðun í bólusetningu. En í dag sýnir dagatalið bara sextíu ára og eldri og ýmsa hópa. „Það væri betra ef við gætum sagt með tiltölulega nákvæmum hætti í hvaða viku fólk gæti átt von á því að vera kallað í bólusetningu.“ Einhver slík uppfærsla kannski á leiðinni? „Já við ætlum að skoða það,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29 Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29
Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22