Veitingamenn líta sumarið björtum augum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 26. apríl 2021 22:00 Veitingamenn segjast bjartsýnir fyrir komandi tímum þrátt fyrir erfiðleika í vetur. Vísir Sólin lét loks sjá sig víða um land í dag og landsmenn nýttu daginn til hins ítrasta. Mikil stemning var í miðbæ Reykjavíkur þegar fréttamann bar þar að garði á sjöunda tímanum og fólk sat úti í góða veðrinu. „Það er búið að vera hér fullsetið frá opnun og fyrst að tínast úr núna,“ segir Daníel Arnór Snorrason, rekstrarstjóri Snaps og Bodega Hann segist hiklaust finna mikinn mun á fólki þegar sólin lætur sjá sig. „Fólk er almennt hressara og almennt bjartara yfir fólki.“ Sumarblíða var í Reykjavík í dag.Vísir/Vilhelm Fara vel af stað inn í sumarið Daníel segir að nýtt Óðinstorg muni nýtast rekstraraðilum við torgið vel í sumar en þar er nú góð aðstaða fyrir gesti og gangandi. „Við erum ótrúlega heppin með staðsetningu og þetta torg er geggjað. Það er búið að vera iðandi af lífi og gleði síðan það var klárað,“ segir Daníel. Daníel segir það auðvelda rekstraraðilum lífið að geta þjónað til borðs utandyra nú þegar sóttvarnaaðgerðir eru enn nokkuð harðar. „Þá er hægt að ná fleiri gestum í einu og það gerir þetta mjög auðvelt,“ segir Daníel. Hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum en Daníel segist líta bjartur til framtíðar. „Þetta er búið að ganga mjög vel hjá okkur og við erum að fara vel af stað inn í sumarið.“ Langt er um liðið frá því að landsmenn upplifðu slíka veðurblíðu.Vísir/Vilhelm Telur þetta tilvalinn tíma til að opna mathöll Mathallir halda áfram að spretta fram og sú nýjasta er við Borgartún 29, við litum þangað í dag. „Þetta ferli er búið að vera sirka ár síðan hugmyndin fæddist og framkvæmdir hófust seint í haust og við opnuðum loksins á þriðjudag. Viðtökurnar hafa verið draumi líkast síðustu vikurnar,“ segir Björn Bragi Arnarson, einn af eigendum Borg29. Mathöllin var opnuð í síðustu viku en þar er að finna níu ólíka veitingastaði. Sumir myndu kalla það kjánaskap að opna mathöll svona í heimsfaraldri. Hvernig kom þetta til? „Þetta var hugmynd sem einn í hópnum hafði og svo átómatískt duttum við inn í þetta með honum og okkur fannst þetta brilljant hugmynd,“ segir Ágúst Sverrir Daníelsson, einn af eigendum Borg29. „Það er kominn mikill þorsti í fólk að fara að komast aftur út, hitta fólk og gera sér glaðan dag. Ég held að þetta sé fullkominn tími til að fara út í svona skemmtilegt verkefni,“ segir Björn. „Ég held að í öllu ferlinu hafi maður aðeins svitnað út af covid en þetta hefur gengið frábærlega í alla staði,“ segir Ágúst. Hvorugur er með reynslu af veitingahúsarekstri en þeir eru báðir spenntir fyrir frekari uppbyggingu og komandi tímum. „Við erum kannski ekkert þekktastir fyrir takta í eldhúsinu en okkar styrkleikar liggja annars staðar en teymið er mjög sterkt og menn að koma með styrkleika úr ólíkum áttum,“ segir Björn. Hér að neðan eru ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af mannlífinu í borginni í dag. Fólk naut lífsins á Klambratúni í sólinni.Vísir/Vilhelm Ungir sem aldnir nutu sólarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Margir nýttu daginn í að sóla sig.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Mikil stemning var í miðbæ Reykjavíkur þegar fréttamann bar þar að garði á sjöunda tímanum og fólk sat úti í góða veðrinu. „Það er búið að vera hér fullsetið frá opnun og fyrst að tínast úr núna,“ segir Daníel Arnór Snorrason, rekstrarstjóri Snaps og Bodega Hann segist hiklaust finna mikinn mun á fólki þegar sólin lætur sjá sig. „Fólk er almennt hressara og almennt bjartara yfir fólki.“ Sumarblíða var í Reykjavík í dag.Vísir/Vilhelm Fara vel af stað inn í sumarið Daníel segir að nýtt Óðinstorg muni nýtast rekstraraðilum við torgið vel í sumar en þar er nú góð aðstaða fyrir gesti og gangandi. „Við erum ótrúlega heppin með staðsetningu og þetta torg er geggjað. Það er búið að vera iðandi af lífi og gleði síðan það var klárað,“ segir Daníel. Daníel segir það auðvelda rekstraraðilum lífið að geta þjónað til borðs utandyra nú þegar sóttvarnaaðgerðir eru enn nokkuð harðar. „Þá er hægt að ná fleiri gestum í einu og það gerir þetta mjög auðvelt,“ segir Daníel. Hart hefur verið í ári hjá veitingamönnum en Daníel segist líta bjartur til framtíðar. „Þetta er búið að ganga mjög vel hjá okkur og við erum að fara vel af stað inn í sumarið.“ Langt er um liðið frá því að landsmenn upplifðu slíka veðurblíðu.Vísir/Vilhelm Telur þetta tilvalinn tíma til að opna mathöll Mathallir halda áfram að spretta fram og sú nýjasta er við Borgartún 29, við litum þangað í dag. „Þetta ferli er búið að vera sirka ár síðan hugmyndin fæddist og framkvæmdir hófust seint í haust og við opnuðum loksins á þriðjudag. Viðtökurnar hafa verið draumi líkast síðustu vikurnar,“ segir Björn Bragi Arnarson, einn af eigendum Borg29. Mathöllin var opnuð í síðustu viku en þar er að finna níu ólíka veitingastaði. Sumir myndu kalla það kjánaskap að opna mathöll svona í heimsfaraldri. Hvernig kom þetta til? „Þetta var hugmynd sem einn í hópnum hafði og svo átómatískt duttum við inn í þetta með honum og okkur fannst þetta brilljant hugmynd,“ segir Ágúst Sverrir Daníelsson, einn af eigendum Borg29. „Það er kominn mikill þorsti í fólk að fara að komast aftur út, hitta fólk og gera sér glaðan dag. Ég held að þetta sé fullkominn tími til að fara út í svona skemmtilegt verkefni,“ segir Björn. „Ég held að í öllu ferlinu hafi maður aðeins svitnað út af covid en þetta hefur gengið frábærlega í alla staði,“ segir Ágúst. Hvorugur er með reynslu af veitingahúsarekstri en þeir eru báðir spenntir fyrir frekari uppbyggingu og komandi tímum. „Við erum kannski ekkert þekktastir fyrir takta í eldhúsinu en okkar styrkleikar liggja annars staðar en teymið er mjög sterkt og menn að koma með styrkleika úr ólíkum áttum,“ segir Björn. Hér að neðan eru ljósmyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af mannlífinu í borginni í dag. Fólk naut lífsins á Klambratúni í sólinni.Vísir/Vilhelm Ungir sem aldnir nutu sólarinnar í dag.Vísir/Vilhelm Margir nýttu daginn í að sóla sig.Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira