Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 15:45 Reyes Maroto, ferðamálaráðherra, sýnir mynd af hnífnum sem henni var sendur fyrir helgi. Hún hefur þegar kært sendandann. Vísir/EPA Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. Sósíalistaflokkur Spánar leiðir samsteypustjórn með vinstriflokknum Sameinaðar getum við. Í síðustu viku fengu Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra, Pablo Iglesias, leiðtogi Sameinaðar getum við, og María Gámez, yfirmaður þjóðvarðliðsins, morðhótanir í pósti. Reyes Maroto, ferðamálaráðherra, greindi svo frá því í dag að henni hefði borist hnífur sem var útataður í rauðum slettum í pósti. Reuters-fréttastofan segir að hnífurinn hafi verið sendur ráðuneyti hennar á föstudag. Á pakkanum hafi verið heimilisfang til endursendingar. „Þetta er alvarlegt. Við ættum að hafa áhyggjur því ég er ekki umdeild manneskja,“ sagði Maroto sem hefur verið iðnaðar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra fyrir Sósíalistaflokkinn frá 2018. Marlaska innanríkisráðherra tengdi hótanirnar við pólitíska skautun sem hefði leyft hatursorðræðu að blómstra á Spáni. Nefndi hann þó ekki hver gæti hafa staðið að hótununum. „Það er ákveðin andlýðræðisleg stjórnmálaumræða við lýði sem við verðum að taka á af hörku,“ sagði hann og setti hótanirnar í samhengi við nýleg skemmdarverk sem voru unnin á vegglistaverki jafnréttissinna í Madrid og styttu af Francisco Largo-Caballero, fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum sósíalista. Spennan í spænskum stjórnmálum hefur farið vaxandi í aðdraganda héraðskosninga í Madrid í næstu viku. Slagorð Isabelu Díaz Ayuso, forseta sjálfstjórnarhéraðsins Madridar sem tilheyrir hægrisinnaða Lýðflokknum, er „kommúnismi eða frelsi“. Iglesias býður sig fram gegn Díaz Ayuso í Madrid. Hann gekk út úr sjónvarpskappræðum á föstudagskvöld eftir að Rocío Monasterio, frambjóðandi hægriöfgaflokksins Vox, efaðist um að hótanirnar væru raunverulegar. Róstursamt hefur verið í spænskum stjórnmálum undanfarin ár, ekki síst vegna meiriháttar spillingarmál Lýðflokksins, stærsta hægriflokk landsins, og sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Erfiðlega hefur gengið að mynda samsteypustjórnir en frá 2015 til 2019 fóru fram fernar þingkosningar, þar af tvennar árið 2019. Spánn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Sósíalistaflokkur Spánar leiðir samsteypustjórn með vinstriflokknum Sameinaðar getum við. Í síðustu viku fengu Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra, Pablo Iglesias, leiðtogi Sameinaðar getum við, og María Gámez, yfirmaður þjóðvarðliðsins, morðhótanir í pósti. Reyes Maroto, ferðamálaráðherra, greindi svo frá því í dag að henni hefði borist hnífur sem var útataður í rauðum slettum í pósti. Reuters-fréttastofan segir að hnífurinn hafi verið sendur ráðuneyti hennar á föstudag. Á pakkanum hafi verið heimilisfang til endursendingar. „Þetta er alvarlegt. Við ættum að hafa áhyggjur því ég er ekki umdeild manneskja,“ sagði Maroto sem hefur verið iðnaðar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra fyrir Sósíalistaflokkinn frá 2018. Marlaska innanríkisráðherra tengdi hótanirnar við pólitíska skautun sem hefði leyft hatursorðræðu að blómstra á Spáni. Nefndi hann þó ekki hver gæti hafa staðið að hótununum. „Það er ákveðin andlýðræðisleg stjórnmálaumræða við lýði sem við verðum að taka á af hörku,“ sagði hann og setti hótanirnar í samhengi við nýleg skemmdarverk sem voru unnin á vegglistaverki jafnréttissinna í Madrid og styttu af Francisco Largo-Caballero, fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum sósíalista. Spennan í spænskum stjórnmálum hefur farið vaxandi í aðdraganda héraðskosninga í Madrid í næstu viku. Slagorð Isabelu Díaz Ayuso, forseta sjálfstjórnarhéraðsins Madridar sem tilheyrir hægrisinnaða Lýðflokknum, er „kommúnismi eða frelsi“. Iglesias býður sig fram gegn Díaz Ayuso í Madrid. Hann gekk út úr sjónvarpskappræðum á föstudagskvöld eftir að Rocío Monasterio, frambjóðandi hægriöfgaflokksins Vox, efaðist um að hótanirnar væru raunverulegar. Róstursamt hefur verið í spænskum stjórnmálum undanfarin ár, ekki síst vegna meiriháttar spillingarmál Lýðflokksins, stærsta hægriflokk landsins, og sjálfstæðisbaráttu Katalóna. Erfiðlega hefur gengið að mynda samsteypustjórnir en frá 2015 til 2019 fóru fram fernar þingkosningar, þar af tvennar árið 2019.
Spánn Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira