Neita að ræða við uppreisnarmennina sem felldu forsetann Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2021 08:42 Hermenn Tjad fyrir framan kosningaskilti Idriss Deby. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Herráð Tjad mun ekki hefja viðræður við uppreisnarmennina sem felldu Idriss Deby, forseta landsins til þrjátíu ára. Eykur það líkurnar á því að uppreisnarmennirnir láti verða af hótunum sínum og ráðist á höfuðborg landsins, í samráði við aðra hópa sem eru ósáttir við að sonur Deby, Magamat, hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarhópurinn kallast FACT og hafa þeir verið með höfuðstöðvar í Líbíu. Fyrr í þessum mánuði gerðu þeir þó atlögu að Tjad, sama dag og Deby var kosinn til að sitja áfram í embætti forseta. Hann vann kosningarnar auðveldlega, samkvæmt opinberum tölum, en helstu leiðtogar stjórnarandstöðunnar neituðu að taka þátt í kosningunum. Degi eftir kosningarnar var tilkynnt að Deby hefði særst er hann heimsótti hermenn sem börðust gegn uppreisnarmönnunum og hann hefði dáið vegna sára sinna. Sonur hans, Mahamat Idriss Deby, var gerður að formanni herráðs landsins sem tók völdin. Ráðið segir að um tímabundna stjórn sé að ræða og að kosningar verði haldnar eftir eitt og hálft ár. Stjórnarandstaða Tjad segir Mahamat og herráðið hafa framið valdarán. Forseti þingsins hafi með réttu átt að taka við stjórn Tjad. Því hefur stjórnarandstaðan kallað eftir mótmælum í vikunni. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sótti jarðarför Deby en Tjad var frönsk nýlenda á árum áður og aðgerðum Franska hersins gegn vígamönnum á Sahel-svæðinu svokallaða er stýrt frá herstöð í landinu. Vígahópum og íslamistum hefur vaxið ásmegin á svæðinu á undanförnum árum. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Talsmaður FACT sagði í samtali við AP fréttaveituna að uppreisnarmennirnir ættu í viðræðum við aðra hópa vopnaðra manna sem séu ósáttir við að Mahamat hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarmennirnir tilkynntu um helgina að þeir væru tilbúnir til viðræðna við herráðið. Þeirri yfirlýsingu var ekki tekið fagnandi. Talsmaður hersins sagði í sjónvarpsávarpi uppreisnarmennirnir ætluðu sér að starfa með vígahópum og mannræningjum sem hafi starfað sem málaliðar í Líbíu. Ástandið væri ógn gegn stöðugleika í Tjad og Sahel og ekki væri hægt að ræða við þessa „útlaga“. „Þetta eru uppreisnarmenn, sem er ástæðan fyrir því að við erum að gera loftárásir á þá. Við erum í stríði,“ hefur BBC eftir herforingjanum Azem Bermendao Agouna. Agouna sagði að uppreisnarmenn hefðu flúið til Níger og kallaði hann eftir samvinnu yfirvalda þar. Tjad Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Uppreisnarhópurinn kallast FACT og hafa þeir verið með höfuðstöðvar í Líbíu. Fyrr í þessum mánuði gerðu þeir þó atlögu að Tjad, sama dag og Deby var kosinn til að sitja áfram í embætti forseta. Hann vann kosningarnar auðveldlega, samkvæmt opinberum tölum, en helstu leiðtogar stjórnarandstöðunnar neituðu að taka þátt í kosningunum. Degi eftir kosningarnar var tilkynnt að Deby hefði særst er hann heimsótti hermenn sem börðust gegn uppreisnarmönnunum og hann hefði dáið vegna sára sinna. Sonur hans, Mahamat Idriss Deby, var gerður að formanni herráðs landsins sem tók völdin. Ráðið segir að um tímabundna stjórn sé að ræða og að kosningar verði haldnar eftir eitt og hálft ár. Stjórnarandstaða Tjad segir Mahamat og herráðið hafa framið valdarán. Forseti þingsins hafi með réttu átt að taka við stjórn Tjad. Því hefur stjórnarandstaðan kallað eftir mótmælum í vikunni. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sótti jarðarför Deby en Tjad var frönsk nýlenda á árum áður og aðgerðum Franska hersins gegn vígamönnum á Sahel-svæðinu svokallaða er stýrt frá herstöð í landinu. Vígahópum og íslamistum hefur vaxið ásmegin á svæðinu á undanförnum árum. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Talsmaður FACT sagði í samtali við AP fréttaveituna að uppreisnarmennirnir ættu í viðræðum við aðra hópa vopnaðra manna sem séu ósáttir við að Mahamat hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarmennirnir tilkynntu um helgina að þeir væru tilbúnir til viðræðna við herráðið. Þeirri yfirlýsingu var ekki tekið fagnandi. Talsmaður hersins sagði í sjónvarpsávarpi uppreisnarmennirnir ætluðu sér að starfa með vígahópum og mannræningjum sem hafi starfað sem málaliðar í Líbíu. Ástandið væri ógn gegn stöðugleika í Tjad og Sahel og ekki væri hægt að ræða við þessa „útlaga“. „Þetta eru uppreisnarmenn, sem er ástæðan fyrir því að við erum að gera loftárásir á þá. Við erum í stríði,“ hefur BBC eftir herforingjanum Azem Bermendao Agouna. Agouna sagði að uppreisnarmenn hefðu flúið til Níger og kallaði hann eftir samvinnu yfirvalda þar.
Tjad Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira