Neita að ræða við uppreisnarmennina sem felldu forsetann Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2021 08:42 Hermenn Tjad fyrir framan kosningaskilti Idriss Deby. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Herráð Tjad mun ekki hefja viðræður við uppreisnarmennina sem felldu Idriss Deby, forseta landsins til þrjátíu ára. Eykur það líkurnar á því að uppreisnarmennirnir láti verða af hótunum sínum og ráðist á höfuðborg landsins, í samráði við aðra hópa sem eru ósáttir við að sonur Deby, Magamat, hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarhópurinn kallast FACT og hafa þeir verið með höfuðstöðvar í Líbíu. Fyrr í þessum mánuði gerðu þeir þó atlögu að Tjad, sama dag og Deby var kosinn til að sitja áfram í embætti forseta. Hann vann kosningarnar auðveldlega, samkvæmt opinberum tölum, en helstu leiðtogar stjórnarandstöðunnar neituðu að taka þátt í kosningunum. Degi eftir kosningarnar var tilkynnt að Deby hefði særst er hann heimsótti hermenn sem börðust gegn uppreisnarmönnunum og hann hefði dáið vegna sára sinna. Sonur hans, Mahamat Idriss Deby, var gerður að formanni herráðs landsins sem tók völdin. Ráðið segir að um tímabundna stjórn sé að ræða og að kosningar verði haldnar eftir eitt og hálft ár. Stjórnarandstaða Tjad segir Mahamat og herráðið hafa framið valdarán. Forseti þingsins hafi með réttu átt að taka við stjórn Tjad. Því hefur stjórnarandstaðan kallað eftir mótmælum í vikunni. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sótti jarðarför Deby en Tjad var frönsk nýlenda á árum áður og aðgerðum Franska hersins gegn vígamönnum á Sahel-svæðinu svokallaða er stýrt frá herstöð í landinu. Vígahópum og íslamistum hefur vaxið ásmegin á svæðinu á undanförnum árum. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Talsmaður FACT sagði í samtali við AP fréttaveituna að uppreisnarmennirnir ættu í viðræðum við aðra hópa vopnaðra manna sem séu ósáttir við að Mahamat hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarmennirnir tilkynntu um helgina að þeir væru tilbúnir til viðræðna við herráðið. Þeirri yfirlýsingu var ekki tekið fagnandi. Talsmaður hersins sagði í sjónvarpsávarpi uppreisnarmennirnir ætluðu sér að starfa með vígahópum og mannræningjum sem hafi starfað sem málaliðar í Líbíu. Ástandið væri ógn gegn stöðugleika í Tjad og Sahel og ekki væri hægt að ræða við þessa „útlaga“. „Þetta eru uppreisnarmenn, sem er ástæðan fyrir því að við erum að gera loftárásir á þá. Við erum í stríði,“ hefur BBC eftir herforingjanum Azem Bermendao Agouna. Agouna sagði að uppreisnarmenn hefðu flúið til Níger og kallaði hann eftir samvinnu yfirvalda þar. Tjad Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Sjá meira
Uppreisnarhópurinn kallast FACT og hafa þeir verið með höfuðstöðvar í Líbíu. Fyrr í þessum mánuði gerðu þeir þó atlögu að Tjad, sama dag og Deby var kosinn til að sitja áfram í embætti forseta. Hann vann kosningarnar auðveldlega, samkvæmt opinberum tölum, en helstu leiðtogar stjórnarandstöðunnar neituðu að taka þátt í kosningunum. Degi eftir kosningarnar var tilkynnt að Deby hefði særst er hann heimsótti hermenn sem börðust gegn uppreisnarmönnunum og hann hefði dáið vegna sára sinna. Sonur hans, Mahamat Idriss Deby, var gerður að formanni herráðs landsins sem tók völdin. Ráðið segir að um tímabundna stjórn sé að ræða og að kosningar verði haldnar eftir eitt og hálft ár. Stjórnarandstaða Tjad segir Mahamat og herráðið hafa framið valdarán. Forseti þingsins hafi með réttu átt að taka við stjórn Tjad. Því hefur stjórnarandstaðan kallað eftir mótmælum í vikunni. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sótti jarðarför Deby en Tjad var frönsk nýlenda á árum áður og aðgerðum Franska hersins gegn vígamönnum á Sahel-svæðinu svokallaða er stýrt frá herstöð í landinu. Vígahópum og íslamistum hefur vaxið ásmegin á svæðinu á undanförnum árum. Sjá einnig: Vígamenn mala gull í Afríku Talsmaður FACT sagði í samtali við AP fréttaveituna að uppreisnarmennirnir ættu í viðræðum við aðra hópa vopnaðra manna sem séu ósáttir við að Mahamat hafi tekið völdin í Tjad. Uppreisnarmennirnir tilkynntu um helgina að þeir væru tilbúnir til viðræðna við herráðið. Þeirri yfirlýsingu var ekki tekið fagnandi. Talsmaður hersins sagði í sjónvarpsávarpi uppreisnarmennirnir ætluðu sér að starfa með vígahópum og mannræningjum sem hafi starfað sem málaliðar í Líbíu. Ástandið væri ógn gegn stöðugleika í Tjad og Sahel og ekki væri hægt að ræða við þessa „útlaga“. „Þetta eru uppreisnarmenn, sem er ástæðan fyrir því að við erum að gera loftárásir á þá. Við erum í stríði,“ hefur BBC eftir herforingjanum Azem Bermendao Agouna. Agouna sagði að uppreisnarmenn hefðu flúið til Níger og kallaði hann eftir samvinnu yfirvalda þar.
Tjad Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Sjá meira