BBC segir frá því að söngferill Ludwig hafi byrjað í Frankfurt skömmu eftir lok seinna stríðs, þegar hún var átján ára að aldri. Hún hætti að syngja opinberlega árið 1994.
Lugwig ólst upp í Aachen í vesturhluta Þýskalands, en foreldrar hennar voru bæði tónlistarmenn. Starfaði faðir hennar sem tenór og móðir hennar messósópran.
Ludwig gekk til liðs við Vínaróperuna árið 1955 og kom meðal annars fram á tónlistarhátíðinni í Salzburg. Á meðal þekkra hlutverka hennar var Dorabella í Cosi fan tutte eftir Mozart, Kundry í Parsifal eftir Wagner og Leonora í Fidelio eftir Beethoven.
Á ferli sínum söng hún einnig í Royal Opera House í London, Metropolitan-óperunni í New York og La Scala í Mílanó.
Ludwig giftist austurríska söngvaranum Walter Berry árið 1957, en þau skildu árið 1970. Tveimur árum síðar giftist hún franska leikaranum og leikstjóranum Paul-Emile Deiber, en hann lést árið 2011.