Segir plokkdaginn efla umhverfisvitund landsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. apríl 2021 12:23 Umhverfisráðherra, forseti Íslands og krakkar úr Laugardal hófu plokkdaginn mikla í morgun. Mummi Lú Stóri plokkdagurinn er í dag þar sem fólk um allt land kemur saman og stuðlar að hreinna umhverfi. Dagurinn er sérstaklega vinsæll hjá fjölskyldum. Einar Bárðarson, einn af upphafsmönnum Plokks á Íslandi, líkir plokkkdeginum við einn af vorboðunum. „Stóri plokkdagurinn er núna haldinn í fjórða árið í röð, við byrjuðum á þessu 2018 og var grasrótarhópur sem hefur áhuga á umhverfinu og kannski hreinleika í umhverfinu. Hann verður bara stærri og stærri með hverju árinu og þrátt fyrir veiru og vandamál henni tengd þá er þetta svona einstaklings- og fjölskylduíþrótt ef það mætti kalla það,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Dagurinn byrjaði í Laugardalnum þar sem stjórnmálamenn og börn hófu daginn á plokki. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, plokkar rusl í Laugardalnum.Mummi Lú „Dagurinn byrjaði mjög vel hérna niðri í Laugardal með stúlkum ungum sem stofnuðu náttúruklúbb í Laugardalnum fyrir tveimur vikum hafa verið duglegar að plokka. Okkur þótti tilvalið að leiða saman þessa glaðlyndu og duglegu æsku við forseta landsins, umhverfisráðherra og þá sem standa í stafni umhverfismála í borginni,“ segir Einar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt ungum stúlkum úr náttúruklúbbi Laugardals.Mummi Lú Árangurinn af plokkinu er mikill. „Við erum í samstarfi við mjög mörg sveitarfélög um allt land sem hafa haldið utan um þessar tölur fyrir okkur. Þegar við nálgumst sveitarfélögin þá er ofboðslega mikill áhugi og þetta er talið í tonnum bara í efri byggðum Reykjavíkur.“ „Það sama má segja um Reykjanesbæ og fleiri svæði. Þetta er talið í tonnum í hverju sveitarfélagi,“ segir Einar. „Með hverjum plokkdeginum, ár frá ári, þá finnst mér umhverfisvitund landsmanna eflast. Það er ekki minni þáttur en sjálft plokkið hjá einstaklingunum,“ segir Einar. Plokkið hófst með látum í morgun.Mummi Lú Krakkar í náttúruklúbbnum í Laugardal settu plokkdaginn í morgun.Mummi Lú Ungir og aldnir geta plokkað.Mummi Lú Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira
Einar Bárðarson, einn af upphafsmönnum Plokks á Íslandi, líkir plokkkdeginum við einn af vorboðunum. „Stóri plokkdagurinn er núna haldinn í fjórða árið í röð, við byrjuðum á þessu 2018 og var grasrótarhópur sem hefur áhuga á umhverfinu og kannski hreinleika í umhverfinu. Hann verður bara stærri og stærri með hverju árinu og þrátt fyrir veiru og vandamál henni tengd þá er þetta svona einstaklings- og fjölskylduíþrótt ef það mætti kalla það,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Dagurinn byrjaði í Laugardalnum þar sem stjórnmálamenn og börn hófu daginn á plokki. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, plokkar rusl í Laugardalnum.Mummi Lú „Dagurinn byrjaði mjög vel hérna niðri í Laugardal með stúlkum ungum sem stofnuðu náttúruklúbb í Laugardalnum fyrir tveimur vikum hafa verið duglegar að plokka. Okkur þótti tilvalið að leiða saman þessa glaðlyndu og duglegu æsku við forseta landsins, umhverfisráðherra og þá sem standa í stafni umhverfismála í borginni,“ segir Einar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt ungum stúlkum úr náttúruklúbbi Laugardals.Mummi Lú Árangurinn af plokkinu er mikill. „Við erum í samstarfi við mjög mörg sveitarfélög um allt land sem hafa haldið utan um þessar tölur fyrir okkur. Þegar við nálgumst sveitarfélögin þá er ofboðslega mikill áhugi og þetta er talið í tonnum bara í efri byggðum Reykjavíkur.“ „Það sama má segja um Reykjanesbæ og fleiri svæði. Þetta er talið í tonnum í hverju sveitarfélagi,“ segir Einar. „Með hverjum plokkdeginum, ár frá ári, þá finnst mér umhverfisvitund landsmanna eflast. Það er ekki minni þáttur en sjálft plokkið hjá einstaklingunum,“ segir Einar. Plokkið hófst með látum í morgun.Mummi Lú Krakkar í náttúruklúbbnum í Laugardal settu plokkdaginn í morgun.Mummi Lú Ungir og aldnir geta plokkað.Mummi Lú
Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Fleiri fréttir Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Sjá meira