NBA dagsins: Áhorfendur í fyrsta sinn í 409 daga Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 14:30 Curry hefur verið á mikilli siglingu undanfarið. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Stuðningsmenn Golden State Warriors gátu stutt við sitt lið af pöllunum í fyrsta sinn í 409 daga í nótt. Þeir studdu sitt lið til sigurs gegn Denver Nuggets. Áhorfendabann hefur verið í gildi í San Francisco í rúmt ár, eða frá því að COVID-19 fór að láta á sér kræla þar í borg í fyrra. Ástandið virðist þó á réttri leið vestanhafs og voru tæplega 2000 manns samankomin í stúkunni í gærkvöld. „Það var svo góð orka í húsinu í kvöld sem minnir okkur á það sem við höfum saknað,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State og bætti við: „Þetta voru aðeins um tvö þúsund en tilfinningin var eins og það væru miklu fleiri. Þetta var kærkomin sjón.“ „Það er öðruvísi spenna innan og utan vallar,“ sagði Stephen Curry, stjarna Golden State-liðsins, um endurkomu fólks á pallana. Curry hélt stutta þakkarræðu fyrir áhorfendur fyrir leik. Stephen Curry addresses the first Chase Center crowd in over a year ahead of @warriors action on ESPN. pic.twitter.com/FUdC8pgtUG— NBA (@NBA) April 24, 2021 Curry átti ekki sinn besta dag í síðasta leik Golden State þar sem hann skoraði aðeins úr sjö af 25 skotum sínum í 118-114 tapi fyrir Washington Wizards. Hann virtist enn kaldur í upphafi leiks gegn Denver og setti aðeins sjö stig í fyrri leikhlutunum tveimur. Hann kom þó endurnærður til leiks í síðari hálfleik þar sem hann skoraði 25 stig, því 32 alls í öruggum 118-97 sigri. Hann hefur því skorað yfir 30 stig í 12 af síðustu 13 leikjum, þar sem það mistókst aðeins gegn Washington. Golden State mun njóta stuðnings af pöllunum í baráttu sinni um umspilssæti næstu vikur. Liðið á átta af síðustu tólf leikjum sínum í deildinni á heimavelli. Liðið er sem stendur í 9. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 30 töp. Efstu sex liðin fara beint í úrslitakeppnina en þau í sætum 7-10 í umspil um sæti þar. Helstu tilþrif gærkvöldsins má sjá að neðan. watch on YouTube NBA Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Áhorfendabann hefur verið í gildi í San Francisco í rúmt ár, eða frá því að COVID-19 fór að láta á sér kræla þar í borg í fyrra. Ástandið virðist þó á réttri leið vestanhafs og voru tæplega 2000 manns samankomin í stúkunni í gærkvöld. „Það var svo góð orka í húsinu í kvöld sem minnir okkur á það sem við höfum saknað,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State og bætti við: „Þetta voru aðeins um tvö þúsund en tilfinningin var eins og það væru miklu fleiri. Þetta var kærkomin sjón.“ „Það er öðruvísi spenna innan og utan vallar,“ sagði Stephen Curry, stjarna Golden State-liðsins, um endurkomu fólks á pallana. Curry hélt stutta þakkarræðu fyrir áhorfendur fyrir leik. Stephen Curry addresses the first Chase Center crowd in over a year ahead of @warriors action on ESPN. pic.twitter.com/FUdC8pgtUG— NBA (@NBA) April 24, 2021 Curry átti ekki sinn besta dag í síðasta leik Golden State þar sem hann skoraði aðeins úr sjö af 25 skotum sínum í 118-114 tapi fyrir Washington Wizards. Hann virtist enn kaldur í upphafi leiks gegn Denver og setti aðeins sjö stig í fyrri leikhlutunum tveimur. Hann kom þó endurnærður til leiks í síðari hálfleik þar sem hann skoraði 25 stig, því 32 alls í öruggum 118-97 sigri. Hann hefur því skorað yfir 30 stig í 12 af síðustu 13 leikjum, þar sem það mistókst aðeins gegn Washington. Golden State mun njóta stuðnings af pöllunum í baráttu sinni um umspilssæti næstu vikur. Liðið á átta af síðustu tólf leikjum sínum í deildinni á heimavelli. Liðið er sem stendur í 9. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 30 töp. Efstu sex liðin fara beint í úrslitakeppnina en þau í sætum 7-10 í umspil um sæti þar. Helstu tilþrif gærkvöldsins má sjá að neðan. watch on YouTube
NBA Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum