Átti að vera í sóttkví en hundsaði öll fyrirmæli Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 07:30 Lögreglan gerði úttekt á veitingastöðum í miðborginni í gærkvöldi og athugaði hvort reglum um sóttvarnir og skráningu gesta væri framfylgt. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Lögregla kannaði ástand veitingastaða í miðborg Reykjavíkur í gær með tilliti til sóttvarna og þess hvort gestir væru skráðir samkvæmt reglum. Víðast hvar var reglum um sóttvarnir og skráningu gesta fullnægt en fengu starfsmenn á tveimur veitingastöðum tiltal varðandi hvað betur mætti fara. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fékk hins vegar margar tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum vegna partístands og hárrar tónlistar frá klukkan ellefu í gærkvöldi til fimm í morgun. Lögregla var jafnframt kölluð til vegna ölvaðs erlends ferðamanns sem lét illum látum á hóteli þar sem hann átti að vera í sóttkví en hunsaði öll fyrirmæli. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Steig út úr bifreið sem rann á lögreglubílinn Þá var tilkynnt um líkamsárás um klukkan tíu í gærkvöldi þar sem tveir menn réðust á þann þriðja. Árásarþoli fékk hnefahögg í gagnauga og var með áverka eftir árásina. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en fyrir liggur hverjir þeir eru og er málið í rannsókn. Að vanda hafði lögregla afskipti af þónokkrum fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt, meðal annars sautján ára stúlku sem sinnti ekki stöðvunartilmælum lögreglu í fyrstu. Þegar bifreiðin var loks stöðvuð steig stúlkan sem var undir stýri út úr bílnum, án þess að tryggja bifreiðina með þeim afleiðingum að bíllinn rann á lögreglubifreiðina. Stúlkan er grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en var sótt af móður sinni á lögreglustöð að lokinni sýnatöku. Lögregla hafði jafnframt afskipti af öðrum ökumanni sem var gripinn við þá iðju að spóla á bifreið sinni þannig að hjólbarði sprakk með miklum hávaða. Var hann ekki talinn sýna næga tillitssemi og varúð og var skýrsla rituð um málið. Loks var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr fataverslun þegar klukkan var um tuttugu mínútur yfir eitt í nótt. Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem fékk hins vegar margar tilkynningar vegna hávaða í heimahúsum vegna partístands og hárrar tónlistar frá klukkan ellefu í gærkvöldi til fimm í morgun. Lögregla var jafnframt kölluð til vegna ölvaðs erlends ferðamanns sem lét illum látum á hóteli þar sem hann átti að vera í sóttkví en hunsaði öll fyrirmæli. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Steig út úr bifreið sem rann á lögreglubílinn Þá var tilkynnt um líkamsárás um klukkan tíu í gærkvöldi þar sem tveir menn réðust á þann þriðja. Árásarþoli fékk hnefahögg í gagnauga og var með áverka eftir árásina. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en fyrir liggur hverjir þeir eru og er málið í rannsókn. Að vanda hafði lögregla afskipti af þónokkrum fjölda ökumanna í gærkvöldi og í nótt, meðal annars sautján ára stúlku sem sinnti ekki stöðvunartilmælum lögreglu í fyrstu. Þegar bifreiðin var loks stöðvuð steig stúlkan sem var undir stýri út úr bílnum, án þess að tryggja bifreiðina með þeim afleiðingum að bíllinn rann á lögreglubifreiðina. Stúlkan er grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna en var sótt af móður sinni á lögreglustöð að lokinni sýnatöku. Lögregla hafði jafnframt afskipti af öðrum ökumanni sem var gripinn við þá iðju að spóla á bifreið sinni þannig að hjólbarði sprakk með miklum hávaða. Var hann ekki talinn sýna næga tillitssemi og varúð og var skýrsla rituð um málið. Loks var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr fataverslun þegar klukkan var um tuttugu mínútur yfir eitt í nótt.
Samkomubann á Íslandi Lögreglumál Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira