Ísland í forystu Hugrún Elvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 08:00 - Einfalda þarf regluverk, innleiða hagræna hvata, takmarka íþyngjandi kvaðir og skapa umhverfi sem leyfir nýsköpun að blómstra. Fyrr í vor hélt Samband ungra sjálfstæðismanna vinnustofur í efnahags- og atvinnumálum, umhverfis- og loftslagsmálum, heilbrigðismálum og menntamálum þar sem mótuð var sýn á framtíð Íslands handan við heimsfaraldurinn sem nú geisar. Hvernig sérðu Ísland fyrir þér eftir 10 ár, af hverju ættir þú að vilja búa á Íslandi frekar en annars staðar og hvaða málefni skipta þig máli til framtíðar, voru meðal spurninga sem voru til umræðu. Það leyndi sér ekki að ungt sjálfstæðisfólk setur umhverfis- og loftslagsmálin ofarlega á dagskrá og sækist í auknum mæli eftir meiri og skýrari upplýsingagjöf. Upplýsingagjöf Raunin er sú að mörgum fallast hendur þegar skoðað er hvað loftslagsvandinn felur í sér og þeir standa frammi fyrir hafsjó af mismunandi upplýsingum, sem virðast yfirþyrmandi fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hvað er það sem skiptir raunverulega máli og hvað ekki? Er það flokkunin, losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngutækjum og stóriðju, vistvænn byggingariðnaður, svifryksmengun, eða kannski eldgosið í Geldingadal? Auðvitað helst þetta allt í hendur og það er engin ein töfralausn til. Þess vegna er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt og áttum okkur á þeim raunverulegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Upplýsingagjöfin þarf að vera einföld og skýr og stjórnvöld þurfa að veita fyrirtækjum leiðbeiningar um hvaða mælikvarða skal nota svo útkomur séu samanburðarhæfar og trúverðugar. Tækifæri komandi kynslóða Það kann að hljóma eins og biluð plata, en hlýnun jarðar er ein stærsta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir og magn koltvíoxíðs í loftinu hefur aukist gríðarlega síðustu ár, sem á sér enga hliðstæðu í sögunni. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og jafnvægið milli samfélags, náttúru og efnahags er forsenda lífskjara okkar eins og við þekkjum þau. Þess vegna er mikilvægt að við tileinkum okkur breytta og bætta lífs- og viðskiptahætti til að bregðast við loftslagsvandanum. Samspil metnaðarfullra og raunhæfra markmiða Bregðast þarf við með markvissum aðgerðum, en stjórnvöld hafa sett fram metnaðarfullar áætlanir um kolefnishlutleysi 2040 og jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2050. Það virðist vissulega mjög rómantísk sýn að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust fyrst allra landa og græn orka verði stærsta framlag Íslands til loftslagsmála á heimsvísu. Við búum hins vegar yfir gríðarlegum auðlindum í formi umhverfisvænna orkugjafa, eins og vatnsafls, jarðvarma og vindorku og því ætti Ísland hæglega að geta náð því markmiði. Til að svo megi verða þarf að leita allra leiða til að nýta þær auðlindir sem við höfum, bæði fyrir orkuskiptin innanlands og til að flytja út. Tryggja verður innviði fyrir orkuskipti, t.d. með uppsetningu rafhleðslustöðva um land allt, svo sem við þjóðvegi, flugvelli og hafnir. Hraður vöxtur orkusækins iðnaðar felur síðan í sér tækifæri fyrir Ísland til að laða til sín gagnaver, hátækni matvælaframleiðslu, rafhlöðuframleiðslu o.fl. og leggja þannig sitt af mörkum á heimsvísu. Ef við ætlum að vera orkuþjóð þarf bæði raforkuverð og regluverkið þar í kring að vera samkeppnishæft. Má þar t.d. benda á að fella niður flutningsgjald af raforku í þeim tilvikum þar sem unnt er að tengja starfsemina beint við virkjanir. Innleiðing hringrásarhagkerfis Innleiðing hringrásarhagkerfis er löngu tímabært og stór liður í baráttunni við loftslagsvandann. Ísland hefur alla burði til þess að vera sjálfbært með sínu hringrásarhagkerfi, t.a.m. þegar kemur að endurnýtingu og endurvinnslu. Mikilvægt er að samræma merkingar fyrir flokkun, söfnun úrgangs og endurvinnslu til að gera hlutina skýrari og einfaldari milli sveitarfélaga og landshluta. Einnig þarf að einfalda upplýsingagjöf til atvinnulífsins vegna kostnaðarsamra breytinga við innleiðingu á banni við að setja hinar ýmsu einnota plastvörur á markað ásamt nýjum lagaákvæðum um endurgjaldsskyldu, merkingarskyldu og samsetningarskyldu plastvara. Samhliða þessu þarf að efla innviði með það að markmiði að auka innlenda endurvinnslu, bæði til að minnka kolefnissporið og styrkja innlenda virðiskeðju. Mikilvægt er að réttu fjárhagslegu hvatarnir séu til staðar en endurskoða þarf hlutverk og verðskrá Úrvinnslusjóðs og skoða tækifæri og möguleika PPP (e. public-private partnership) þegar kemur að uppbyggingu í úrgangs- og umhverfismálum. Stefnum öll í sömu átt Það er að lokum deginum ljósara að hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað á öllum sviðum samfélagsins. Þetta er ekki lengur hliðarverkefni stjórnvalda, atvinnulífsins og einstaklinga heldur málaflokkur sem þarf að vera í forgrunni, en samþætting umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta er lykilatriði í því að árangur náist. Tækifærin eru mikil fyrir íslenskt atvinnulíf og þjóðfélagið í heild og gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að vera leiðandi á sviði grænna atvinnuvega og sjálfbærs iðnaðar. Við getum verið fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að loftslagsmálum, en mikilvægt er að samræma lög og reglur. Einfalda þarf upplýsingagjöf og regluverk, innleiða hagræna hvata, takmarka íþyngjandi kvaðir og skapa umhverfi þar sem nýsköpun, sérstaklega á sviði umhverfis- og loftslagsmála, fær að blómstra. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
- Einfalda þarf regluverk, innleiða hagræna hvata, takmarka íþyngjandi kvaðir og skapa umhverfi sem leyfir nýsköpun að blómstra. Fyrr í vor hélt Samband ungra sjálfstæðismanna vinnustofur í efnahags- og atvinnumálum, umhverfis- og loftslagsmálum, heilbrigðismálum og menntamálum þar sem mótuð var sýn á framtíð Íslands handan við heimsfaraldurinn sem nú geisar. Hvernig sérðu Ísland fyrir þér eftir 10 ár, af hverju ættir þú að vilja búa á Íslandi frekar en annars staðar og hvaða málefni skipta þig máli til framtíðar, voru meðal spurninga sem voru til umræðu. Það leyndi sér ekki að ungt sjálfstæðisfólk setur umhverfis- og loftslagsmálin ofarlega á dagskrá og sækist í auknum mæli eftir meiri og skýrari upplýsingagjöf. Upplýsingagjöf Raunin er sú að mörgum fallast hendur þegar skoðað er hvað loftslagsvandinn felur í sér og þeir standa frammi fyrir hafsjó af mismunandi upplýsingum, sem virðast yfirþyrmandi fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hvað er það sem skiptir raunverulega máli og hvað ekki? Er það flokkunin, losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngutækjum og stóriðju, vistvænn byggingariðnaður, svifryksmengun, eða kannski eldgosið í Geldingadal? Auðvitað helst þetta allt í hendur og það er engin ein töfralausn til. Þess vegna er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt og áttum okkur á þeim raunverulegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Upplýsingagjöfin þarf að vera einföld og skýr og stjórnvöld þurfa að veita fyrirtækjum leiðbeiningar um hvaða mælikvarða skal nota svo útkomur séu samanburðarhæfar og trúverðugar. Tækifæri komandi kynslóða Það kann að hljóma eins og biluð plata, en hlýnun jarðar er ein stærsta áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir og magn koltvíoxíðs í loftinu hefur aukist gríðarlega síðustu ár, sem á sér enga hliðstæðu í sögunni. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og jafnvægið milli samfélags, náttúru og efnahags er forsenda lífskjara okkar eins og við þekkjum þau. Þess vegna er mikilvægt að við tileinkum okkur breytta og bætta lífs- og viðskiptahætti til að bregðast við loftslagsvandanum. Samspil metnaðarfullra og raunhæfra markmiða Bregðast þarf við með markvissum aðgerðum, en stjórnvöld hafa sett fram metnaðarfullar áætlanir um kolefnishlutleysi 2040 og jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2050. Það virðist vissulega mjög rómantísk sýn að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust fyrst allra landa og græn orka verði stærsta framlag Íslands til loftslagsmála á heimsvísu. Við búum hins vegar yfir gríðarlegum auðlindum í formi umhverfisvænna orkugjafa, eins og vatnsafls, jarðvarma og vindorku og því ætti Ísland hæglega að geta náð því markmiði. Til að svo megi verða þarf að leita allra leiða til að nýta þær auðlindir sem við höfum, bæði fyrir orkuskiptin innanlands og til að flytja út. Tryggja verður innviði fyrir orkuskipti, t.d. með uppsetningu rafhleðslustöðva um land allt, svo sem við þjóðvegi, flugvelli og hafnir. Hraður vöxtur orkusækins iðnaðar felur síðan í sér tækifæri fyrir Ísland til að laða til sín gagnaver, hátækni matvælaframleiðslu, rafhlöðuframleiðslu o.fl. og leggja þannig sitt af mörkum á heimsvísu. Ef við ætlum að vera orkuþjóð þarf bæði raforkuverð og regluverkið þar í kring að vera samkeppnishæft. Má þar t.d. benda á að fella niður flutningsgjald af raforku í þeim tilvikum þar sem unnt er að tengja starfsemina beint við virkjanir. Innleiðing hringrásarhagkerfis Innleiðing hringrásarhagkerfis er löngu tímabært og stór liður í baráttunni við loftslagsvandann. Ísland hefur alla burði til þess að vera sjálfbært með sínu hringrásarhagkerfi, t.a.m. þegar kemur að endurnýtingu og endurvinnslu. Mikilvægt er að samræma merkingar fyrir flokkun, söfnun úrgangs og endurvinnslu til að gera hlutina skýrari og einfaldari milli sveitarfélaga og landshluta. Einnig þarf að einfalda upplýsingagjöf til atvinnulífsins vegna kostnaðarsamra breytinga við innleiðingu á banni við að setja hinar ýmsu einnota plastvörur á markað ásamt nýjum lagaákvæðum um endurgjaldsskyldu, merkingarskyldu og samsetningarskyldu plastvara. Samhliða þessu þarf að efla innviði með það að markmiði að auka innlenda endurvinnslu, bæði til að minnka kolefnissporið og styrkja innlenda virðiskeðju. Mikilvægt er að réttu fjárhagslegu hvatarnir séu til staðar en endurskoða þarf hlutverk og verðskrá Úrvinnslusjóðs og skoða tækifæri og möguleika PPP (e. public-private partnership) þegar kemur að uppbyggingu í úrgangs- og umhverfismálum. Stefnum öll í sömu átt Það er að lokum deginum ljósara að hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað á öllum sviðum samfélagsins. Þetta er ekki lengur hliðarverkefni stjórnvalda, atvinnulífsins og einstaklinga heldur málaflokkur sem þarf að vera í forgrunni, en samþætting umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta er lykilatriði í því að árangur náist. Tækifærin eru mikil fyrir íslenskt atvinnulíf og þjóðfélagið í heild og gríðarlegir hagsmunir fólgnir í því að vera leiðandi á sviði grænna atvinnuvega og sjálfbærs iðnaðar. Við getum verið fyrirmynd annarra þjóða þegar kemur að loftslagsmálum, en mikilvægt er að samræma lög og reglur. Einfalda þarf upplýsingagjöf og regluverk, innleiða hagræna hvata, takmarka íþyngjandi kvaðir og skapa umhverfi þar sem nýsköpun, sérstaklega á sviði umhverfis- og loftslagsmála, fær að blómstra. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur og situr í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun