Jansen líklega fyrir þá sem erfitt er að ná aftur í bólusetningu Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 14:30 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti landlæknis. Vísir/Sigurjón Notkun bóluefnis frá framleiðandanum Jansen hefur verið samþykkt hér á landi og má búast við að í næstu viku verði þeir fyrstu bólusettir með efninu frá bandaríska fyrirtækinu Johnson & Johnson. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis, segir 2.400 skammta hafa borist nú þegar og annar skammtur berist í næstu viku. „Sem við komum vonandi fljótlega í notkun,“ segir Kamilla. Ekki er búið að kortleggja hvað hópur fær Jansen-bóluefnið hér á landi. „En líklegast verða það einstaklingar sem er erfiðara að ná til í næstu bólusetningu. Ef þeir eru með áhættuþætti en vinna til dæmis úti á sjó, þá er það kannski heppilegt bóluefni fyrir þá ef það verða margar vikur eða mánuðir í að þeir komi aftur til landsins. Svo eftir hendinni aðrir.“ Jansen bóluefnið er frábrugðið öðrum bóluefnum við kórónuveirunni að því leyti að það er aðeins gefið einu sinni. Bóluefni Pfizer, Moderna og AstraZeneca er gefið tvisvar. Spurð hvort að heimilislausir muni falla í þann hóp sem erfitt er að ná til segir hún það eiga eftir að koma í ljós. „Það er töluvert um aukaverkanir eftir þennan eina skammt þannig að við þurfum að passa að fólk hafi í einhver hús að vernda þá fyrstu dagana eftir bólusetningu ef þeir skyldu fá óþægindi. Við viljum ekki að allir fari á bráðamóttöku vegna flensueinkenna. Það þarf að huga vel að þessu og heilsugæslan ætlar að vinna að því með sveitarfélögunum hvernig er best að standa að þessu.“ Algengustu aukaverkanir Jansen-bóluefnisins eru flensueinkenni. „Það er mjög álíka tíðni og AstraZeneca miðað við þau gögn sem eru komin út,“ segir Kamilla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir hjá embætti Landlæknis, segir 2.400 skammta hafa borist nú þegar og annar skammtur berist í næstu viku. „Sem við komum vonandi fljótlega í notkun,“ segir Kamilla. Ekki er búið að kortleggja hvað hópur fær Jansen-bóluefnið hér á landi. „En líklegast verða það einstaklingar sem er erfiðara að ná til í næstu bólusetningu. Ef þeir eru með áhættuþætti en vinna til dæmis úti á sjó, þá er það kannski heppilegt bóluefni fyrir þá ef það verða margar vikur eða mánuðir í að þeir komi aftur til landsins. Svo eftir hendinni aðrir.“ Jansen bóluefnið er frábrugðið öðrum bóluefnum við kórónuveirunni að því leyti að það er aðeins gefið einu sinni. Bóluefni Pfizer, Moderna og AstraZeneca er gefið tvisvar. Spurð hvort að heimilislausir muni falla í þann hóp sem erfitt er að ná til segir hún það eiga eftir að koma í ljós. „Það er töluvert um aukaverkanir eftir þennan eina skammt þannig að við þurfum að passa að fólk hafi í einhver hús að vernda þá fyrstu dagana eftir bólusetningu ef þeir skyldu fá óþægindi. Við viljum ekki að allir fari á bráðamóttöku vegna flensueinkenna. Það þarf að huga vel að þessu og heilsugæslan ætlar að vinna að því með sveitarfélögunum hvernig er best að standa að þessu.“ Algengustu aukaverkanir Jansen-bóluefnisins eru flensueinkenni. „Það er mjög álíka tíðni og AstraZeneca miðað við þau gögn sem eru komin út,“ segir Kamilla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira