Reiðir stuðningsmenn Manchester United mættu á æfingasvæði félagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2021 10:45 Stuðningsfólk Man United mætti mótmælti eigendum félagsins á æfingasviði þess í morgun. Red Issue Hópur stuðningsmanna Manchester United mætti á æfingasvæðið félagsins í morgun til að láta í ljós skoðun sína á eigendum félagsins sem og áætlanir þeirra að vera með í svokallaðri ofurdeild. Mótmæli áttu sér stað á Carrington, æfingasvæði enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, klukkan rúmlega níu í morgun. Fjöldi stuðningsmanna félagsins var þar samankominn til að segja forráðamönnum félagsins til syndanna. Voru þeir með ýmsa borða og stóð til að mynda „Glazers out“ á einum þeirra eða einfaldlega „Glazers út.“ Glazer-fjölskyldan á sum sé Man United og var Joel Glazer til að mynda titlaður faraformaður „ofurdeildar“ Evrópu sem hefur nú verið blásin af. First team pitch: pic.twitter.com/lbVGzk9rhl— Red Issue (@RedIssue) April 22, 2021 Þjálfarateymi félagsins, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick og Darren Fletcher, ræddu við stuningsmenn sem og Nemanja Matic. Félagið gaf frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að stuðningsmenn hefðu komist inn á æfingasvæðið en eftir að þjálfari og aðrir töluðu við þá fóru þeir sína leið. Byggingar svæðisins eru nú öruggar. From @ManUtd: At approximately 9am this morning a group gained access to the club training ground. The manager and others spoke to them. Buildings were secure and the group has now left the site. — Simon Stone (@sistoney67) April 22, 2021 Það hefur mikið gengið á hjá Man Utd undanfarna daga eins og flestum liðunum sem tóku þátt í þessu stutta ævintýri sem ofurdeld Evrópu var. Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins er kom að viðskiptum, tilkynnti að hann myndi hætta í lok árs. Þá sendi Joel Glazer frá sér veika afsökunarbeiðni sem hefur ekki fallið í mjúkinn hjá stuðningsfólki félagsins. Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir „Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00 Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54 Neville: Woodward sá sæng sína upp reidda hjá Man. Utd. Gary Neville segir að Ed Woodward hafi vart verið stætt áfram í starfi hjá Manchester United eftir að félagið dró sig út úr ofurdeildinni svokölluðu. 21. apríl 2021 11:30 Utan vallar: Guðdómlegur réttur þeirra ríku til að verða ríkari Hvað gerist ef þú lokar hóp af moldríkum miðaldra forréttindapésum inni og gefur þeim andrými til að kokka upp eins lygilega aðferð og mögulegt er til að græða pening? 20. apríl 2021 12:01 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Mótmæli áttu sér stað á Carrington, æfingasvæði enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, klukkan rúmlega níu í morgun. Fjöldi stuðningsmanna félagsins var þar samankominn til að segja forráðamönnum félagsins til syndanna. Voru þeir með ýmsa borða og stóð til að mynda „Glazers out“ á einum þeirra eða einfaldlega „Glazers út.“ Glazer-fjölskyldan á sum sé Man United og var Joel Glazer til að mynda titlaður faraformaður „ofurdeildar“ Evrópu sem hefur nú verið blásin af. First team pitch: pic.twitter.com/lbVGzk9rhl— Red Issue (@RedIssue) April 22, 2021 Þjálfarateymi félagsins, Ole Gunnar Solskjær, Michael Carrick og Darren Fletcher, ræddu við stuningsmenn sem og Nemanja Matic. Félagið gaf frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að stuðningsmenn hefðu komist inn á æfingasvæðið en eftir að þjálfari og aðrir töluðu við þá fóru þeir sína leið. Byggingar svæðisins eru nú öruggar. From @ManUtd: At approximately 9am this morning a group gained access to the club training ground. The manager and others spoke to them. Buildings were secure and the group has now left the site. — Simon Stone (@sistoney67) April 22, 2021 Það hefur mikið gengið á hjá Man Utd undanfarna daga eins og flestum liðunum sem tóku þátt í þessu stutta ævintýri sem ofurdeld Evrópu var. Ed Woodward, framkvæmdastjóri félagsins er kom að viðskiptum, tilkynnti að hann myndi hætta í lok árs. Þá sendi Joel Glazer frá sér veika afsökunarbeiðni sem hefur ekki fallið í mjúkinn hjá stuðningsfólki félagsins.
Fótbolti Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir „Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00 Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54 Neville: Woodward sá sæng sína upp reidda hjá Man. Utd. Gary Neville segir að Ed Woodward hafi vart verið stætt áfram í starfi hjá Manchester United eftir að félagið dró sig út úr ofurdeildinni svokölluðu. 21. apríl 2021 11:30 Utan vallar: Guðdómlegur réttur þeirra ríku til að verða ríkari Hvað gerist ef þú lokar hóp af moldríkum miðaldra forréttindapésum inni og gefur þeim andrými til að kokka upp eins lygilega aðferð og mögulegt er til að græða pening? 20. apríl 2021 12:01 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
„Of lítið, of seint“ Stuðningsmannahópur Liverpool með nafnið Spirit of Shankly gefur ekki mikið fyrir afsökunarbeiðni John W Henry, eiganda félagsins, í morgun. 22. apríl 2021 07:00
Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. 21. apríl 2021 14:54
Neville: Woodward sá sæng sína upp reidda hjá Man. Utd. Gary Neville segir að Ed Woodward hafi vart verið stætt áfram í starfi hjá Manchester United eftir að félagið dró sig út úr ofurdeildinni svokölluðu. 21. apríl 2021 11:30
Utan vallar: Guðdómlegur réttur þeirra ríku til að verða ríkari Hvað gerist ef þú lokar hóp af moldríkum miðaldra forréttindapésum inni og gefur þeim andrými til að kokka upp eins lygilega aðferð og mögulegt er til að græða pening? 20. apríl 2021 12:01